Leita í fréttum mbl.is

Kraftaverkið mitt og fallegasta hetjan mín

175_7597

Ég er nú ekki vön að blogga tvisvar sama daginn en ég varð bara að birta þessa mynd af hetjunni minni (sem systir mín tók), hún er svona hamingjusöm þessa dagana og líður svona líka vel.  Gott á meðan það er og það er svoooo yndislega gaman að njóta þessara góðu daga með henni.  Hún er svo orkumikil, fer beint útað leika eftir leikskóla og er úti ásamt öllum hópnum á jarðhæðinni hérna í sveitinni og leikur sér frammað kvöldmat og finnst yndislega gaman að vera til einsog þið sjáið á þessari mynd og svo er fallega þykka hárið hennar mætt aftur á svæðið meira að segja þetta til hliðar sem hvarf alveg sitthvorum megin eftir geislameðferina síðasta sumar.  Bara gott og gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara fallegust

Oddný sys (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

   bara falleg..góda helgi.

María Guðmundsdóttir, 2.5.2008 kl. 19:58

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Til hamingju með börnin og skólann. Frábært hvað Þuríður er orðin frísk. Það er í raun ekkert skrítið að hún hafi ekki náð þroskanum sínum nógu vel eftir allan þennan tíma svona veik og á svona miklum lyfjum. Auðvitað er erfitt að fá svona staðfest og það skil ég vel. Mikið er hún falleg og frísk á myndinni þessi elska. Systirin er nokkuð efnileg sem ljósmyndari. Njótið lífsins og svo auðvitað batakveðjur til Theodórs litla Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.5.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: Þórunn Eva

lang flottust... ;) knús knús og mundu nú eftir að hvíla þig stelpa... LOVE á þig frá mér.... p.s verðum nú að fara að hittast sæta mín...

Þórunn Eva , 2.5.2008 kl. 21:26

5 identicon

Ótrulega falleg, algjör engill.

Unnur (ókunnug) (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 23:29

6 identicon

Yndisleg virkilega falleg og geislandi.

Til hamingju með skólalokin.

Kærleiksknús** 

Díana (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 00:26

7 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Falleg stelpa, hafið góða helgi

Kristberg Snjólfsson, 3.5.2008 kl. 08:31

8 identicon

Yndislega er hún Þuríður Arna falleg og DUGLEG. Ég trúi því og veit  að eftir þessar síðustu vikubloggfréttir  frá þér Áslaug að þessi gullmoli á eftir að gera það gott!!!Þið fjölskyldan eruð öll að standa ykkur, við hvílíkar erfiðar aðstæður. Það er svo undur gott að eiga góða að og að öll stórfjölskyldan standi saman.  (það hef ég svo sannarlega reynt á eigin skinni) Allar mínar stuðningskveðjur og bænir til ykkar kæra fjölskylda.Kveðja.

ókunnug (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband