5.5.2008 | 21:45
Þuríður best einsog sést....
Hef lítið að segja, farið að líða á seinni hlutan hjá Þuríði minni uppí greiningarstöð held að þetta sé síðasta vikan hennar þar svo fáum við greininguna seinni hluta þessara mánaðar. Við Skari fórum á fund með félagsráðgjafa á meðan Þuríði mín var með iðjuþjálfanum og þegar við vorum búin að klára þann fund kíktum við yfir til hetjunnar minnar og viti menn stúlkan var í tölvunni, notandi músina og lék sér í einhverjum leik og gekk svona líka vel. Höfum aldrei séð þetta áður þannig núna förum við að hlaða niður fullt af þroskaleikjum fyrir hana svo hún geti haldið áfram að æfa sig, kansk maður fari að kaupa fartölvu handa henni eheh ....eða ekki.
Annars er hún frekar slöpp þessa dagana en engan hita samt þannig við fórum að sjálfsögðu með hana uppá spítala í tjékk og það er komið heilhellingur niður í lungun og stúlkan sett strax á sýklalyf. Vonandi er þetta bara tilfallandi og hún er ekki að fara ná sér í einhverja pest eða eitthvað annað því þá væri ö-a hættan að hún væri lengi að ná sér uppúr því en hún má ekki við því, ekki núna, ekki þegar það gengur svona vel. Hún er t.d. nánst hætt að leggja sig á daginn nema kanski 10mín í hvíldinni í leikskólanum en hún varð að leggja sig í klukkutíma í dag og sofnuð um hálfátta í kvöld sem er mjöööög óvanalegt. Æjhi hjartað fer alltaf að slá hraðar þegar hún sýnir eitthvað svona EN hún stendur sig hrikalega vel og meira að segja búin að þyngjast um 2kg síðan hennar versta tímabil var og það er ekki oft sem maður hoppar uppí skýjin þegar maður þyngist um 2kg en við gerum það núna. Verður líka að safna smá forða á sig ef eða þegar hún fær að byrja aftur í meðferðinni sinni svo hún hafi eitthvað að missa ef henni færi að verða óglatt sem við vitum að það verði.
Theodór minn loksins orðinn hress verður samt píndur á miðvikudaginn því þá verða nefkirtlarnir teknir en það verður lítil kökusneið fyrir litla mömmulinginn minn.
Perlan mín byrjaði á framhaldsnámskeiði í sundinu í dag, frekar feimin enda núna eru ekki foreldrarnir með í lauginni en hún er að standa sig. Við ætlum að leyfa hetjunni minni líka að vera með á þessu námskeiði sem komst að sjálfsögðu ekki í dag því hún þarf virkilega á því að halda og þá þarf hún heldur ekki að taka sundnámskeið í sumar. Badmintonámskeið verður það pottþétt og svo langar mig dáltið að senda hana á reiðnámskeið því maður hefur heyrt að það sé notað sem sjúkraþjálfun fyrir börn þannig ég held að það sé mjög sniðugt fyrir hana og svo er hún líka hrikalega skotin í hestum. Veit einhver hvar ég get nálgast upplýsingar um svoleiðis námskeið?
Annars er mig alveg farið að dauðlanga kíkja út í góða veðrið og njóta þess aðeins en það hefur verið frekar erfitt síðustu daga vegna veikinda og þess háttar. Minn tími kemur, mun kanski taka nokkur sumur en hverjum er ekki sama á meðan hetjan nær bata þá get ég alveg beðið eftir sumrinu árið 2012 eða 2020, höfum nefnilega ekki getið notið síðustu sumra hér vegna slappleika Þuríðar minnar.
Ætla leggjast á minn yndislega kodda, undir hlýju sængina mína (sem er ekki lengur fjagra fjaðra þar sem við fengum nýjar í jólagjöf, þvílíkar dúnsængur) og dreyma eitthvað fallega. Mig hefur nefnilega dreymt svo hrikalega mikið undanfarna nætur/vikur, hmmm afhverju skyldi það vera?
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ. Já vona svo sannarlega að þið getið bara átt yndislegt sumar STRAX næstu mánuðina! Það hressast allir þegar sólin skín og allt verður bjartara. Vona að hetjan nái sér fljótt og vel og að allt gangi vel hjá litla herramanninum. Hafið það sem best. Kveðja, Helga. (ókunnug).
Helga Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:41
Gott að dömunni gengur vel og henni er að fara fram. Gott að Theodór er að losna við nefkirtlana og Oddný Erla er +a framabraut í sundinu. Guð blessi ykkur Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.5.2008 kl. 23:03
Vonandi rífur hún thetta af sér eins og skot svo hún komist sem fyrst á sundnámskeidid og bara njóta lifsins.Er svo dugleg thessi skvísa Hafid thad gott kæra fjølskylda og gangi ykkur vel med allt.
María Guðmundsdóttir, 6.5.2008 kl. 07:31
Sólveig (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 09:52
Hæhæ Hún losar sig við þetta daman, bara smá þreyta enda á fullu alla daga að hjóla og æfa sig Það kemur frábært sumar og pallurinn þinn verður nýttur í spað Gangi ykkur vel og mundu að allir draumar hafa skilaboð bara svo ands... erfitt að skilja þá stundum
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 09:58
Sælar mæðgur! Hef lengi fylgst með hetjunni henni Þuríði Örnu og dáist að dugnaðinum og æðruleysinu í ykkur öllum. Þú nefndir reiðnámskeið fyrir hetjuna og því langar mig að benda þér á Reiðskólann Faxaból í Víðidal. Lítill og heimilislegur skóli. Stelpan mín fór þarna ár eftir ár og var alltaf jafn alsæl. Eigandinn heitir Þóra þrastardóttir og síðan þeirra er faxabol.is. Vona svo að Hetjan haldi áfram að vera svona sprautuhress og hristi þetta smotterí af sér.
Ragnheiður aðdáandi (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:05
Sæl Guðbjörg og Þorbjörg sjúkraþjálfar á Styrktarfélaginu nota hesta í sinni sjúkraþjálfun, getur prófað að hafa samband við þær. Gangi ykkur vel :)
Sjúkraþjálfari (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:58
Jahérna hér, mig hefur tvisvar sinnum á ævinni dreymt meira en venjulega. Fyrst fyrir fjórum árum og svo aftur núna
Oddný Sigurbergs (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.