7.5.2008 | 12:58
Nefkirtlataka
Teddilíus er á leiðinni í nefkirtlatöku og hann er orðinn alveg snar því hann má ekki borða neitt, hvernig í ósköpunum er hægt að leggja svona á 2ára barn, leyfa því ekkert að borða? Auðvidað skilur hann ekkert afhverju mamma er svona "vond", alltaf að reyna laumast í kexskápinn. Æjhi greyjið.
Þú sem kvittaðir með hestaþjálfunina takk fyrir það. Er búin að ath þetta og það er ekkert boðið uppá svoleiðis þjálfun fyrir hana í sumar. Þannig ég verð víst að reyna finna uppá einhverju öðru en "bara" badmintonnámskeiði, kanski hefur hún heldur ekki orku í of mikið. Mér finnst hetjan mín eitthvað slappari þessa dagana en venjulega, veit ekki hvað það er? Vonandi bara tilfallandi. Aaaarghhh!!
Er núna bara að bíða spennt eftir einkunnunum mínum sem ég fæ í síðastalagi í næstu viku og farin að undirbúa okkur Teddalíus í kirtlatökuna.
Flottasti strákurinn minn í janúar'07, er ekki alltaf svona gott veður í janúar? ehehe
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi litla skinnið að þurfa að bíða svona lengi svangur en gangi ykkur vel í dag! Bið fyrir Þuríði og góðum dögum og vonandi er þetta tilfallandi slappleiki.
Ljós til ykkar 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:01
Ææææ vonandi gekk allt vel hjá ykkur í nefkirtlatökunni.Vona líka að Þuríður mín sé ekkert að slappast það er bara ekkert í boði.Bið guð að vera með ykkur og kveiki á kertum fyrir ykkur.Var að vonast til að sjá þig í gær Áslaug mín og frétti svo að þú ætlaðir að vera í pásu í maí,þannig að við sjáumst þá bara í júni....knús til ykkar
Björk töffari (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 16:13
Sæl Áslaug.
Ég fylgist alltaf vel með þínum skrifum og þar sem ég sá að þú ert búin að athuga með faxaból langar mig að benda þér á annað! Kíktu að minnsta kosti á þessa síðu og hafðu samband: http://www.rifandigangur.net/
Kveðja, Ásdís
Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 18:52
hæhæ sætu.... knús og koss á ykkur og voanndi gekk allt vel í dag... LOVE
Þórunn Eva , 7.5.2008 kl. 19:10
Bestu kveðjur.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 20:04
Ótrúlegt þegar þessi litlu börn eru látin bíða langt fram eftir degi, fastandi. Ég sé að þú skrifar þessa færslu rétt fyrir klukkan 13.
Vonandi gekk allt vel hjá þeim stutta.
Ragnheiður , 7.5.2008 kl. 20:20
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.5.2008 kl. 20:23
Ji hvað er mikið á ykkur lagt. Gangi ykkur vel og vonandi verður litli snáðinn fljótur að jafna sig eftir aðgerðina.
Eldri stelpan mín er jafn gömul og hetjan þín. Ég ætla að senda mína á sundnámskeið en láta hana svo taka því rólega í sumar og safna kröftum fyrir haustið, en þá verður líka meira en nóg að gera.
Gangi ykkur vel!
Emma Vilhjálmsdóttir, 7.5.2008 kl. 21:15
Það er erfitt fyrir lítil kríli að bíða fastandi, helst ætti að taka þau í aðgerð strax kl. 08 en ekki er pláss fyrir alla á þeim tíma, því miður. Vona að allt hafi gengið vel, gott að hann skyldi komast að þó þetta fljótt, stúfurinn.
Góðan bata
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 7.5.2008 kl. 22:08
Strákurinn minn fór í nefkirtlatöku þegar hann var tveggjaára og hann hefur ekki veikst síðan og núna í haust verður hann 18 ára, jeminn.. Auðvitað er þetta tilfallandi með Þuríði, bara vorslenið sem er svo algengt þegar sólin fer að glenna sig
Alveg frábært hestanámskeið í mos ég skal finna allt um það og senda þér, hlakka til að heyra hvað þú ert með margar tíur
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 08:42
Ég man eftir reiðskóla þar sem m.a. fatlaðir voru mikið á námskeiðum. Var sjálf að vinna með fötluðum og fór oft þarna. Minnir að hann heiti Þyrill og er í Víðidal. Þar er ágæt aðstaða fyrir fólk með alla vegana þarfir og vant starfsfólk. Prófaðu að googla þetta. Svo fórum við líka oft með krakka á námskeið hjá Íshestum í Hafnarfirði og eins í Mosó, man ekki nafnið á fyrirtækinu en það er í hesthúsahverfinu þar. Allt ágætir staðir. Ég vona að þú skiljir að ég er alls ekki að meina á nokkurn hátt að Þuríður sé fötluð, langt því frá. Það vill bara þannig til að ég þekki þessa staði frá því ég vann með fötluðum. Gangi ykkur vel með þetta allt saman og njótið daganna. Bið fyrir ykkur.
Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 09:18
Vonandi gekk vel með kritlatökuna hjá litla pungsa. Otrúlegt hvað svona einföld aðgerð getur breytt miklu hjá kvefsæknum krílum. Hún Þuríður litla er auðvitað bara þreytt á góða veðrinu! Ekkert annað í boði :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 8.5.2008 kl. 09:39
Bara að láta vita að mér verður hugsað til ykkar á hverjum degi stundum oft.
Kærleikskveðja til ykkar allra
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 09:39
jú það er alltaf svona gott veður í jan á FLORIDA hehhe
Þórunn Eva , 8.5.2008 kl. 14:11
vona að kirtlatakan takist vel. Var tekið úr mínum þegar hann var 3 ára og lítið mál. Það er verra ef það eru hálskirtlarnir. Og hafið þið það öll svo gott og getið notið sumarsins.
Helga Magnúsdóttir, 8.5.2008 kl. 16:06
hæhæ , ég var að sjá kommentið þitt áðan og sko mamma og pabbi fara til Spánar í byrjun júní og ég ætlaði með en svo komst ég inná Reykjalund og fer þangað 26.Maí til 13 Júní og ég ætla svo að skella mér með ömmu þegar ég er búin þar;) en eruð þið eitthvað búin að plana að fara aftur út?
Tinna Rut (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 19:58
óska ykkur að þið eigi gott frí megi sólin fylgja ykkur þar sem þið eru með bestu kv Ólöf
lady, 8.5.2008 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.