26.5.2008 | 14:07
Virkilega reið
Ég er ekki vön að blogga tvisvar yfir daginn en mælirinn er bara fullur þannig ég varð núna:
Vávh hvað ég er virkilega reið núna. Þar sem ég er mjög skipulögð manneskja ákvað ég að senda fyrirspurn um mitt væntanlega fæðingarorlof (sumum finnst ég of skipulögð ehe) en mér finnst ég bara þurfa að hafa hlutina á hreinu.
En ég sendi mail á þá á vinnumálastofnun eða þá sem sjá um þetta dæmi og fékk svar mjög fljótlega frá þeim sem ég vil hrósa þeim fyrir því ekki var/er ég vön að fá svona frá Tryggingastofnun þegar ég hef þurft að vera í sambandi við þá. Bara flott.
En málið er að þessar ákveðnu foreldrargreiðslur sem tóku gildi 1.febrúar sirka og ég á rétt á að fá sem er gott mál gilda ekki til fæðingarorlofs. Hvursu skítt getur það verið? Jú ég verð að vera búin að vera inná vinnumarkaðnum í 6 mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag væntanlega barns annars verða greiðslur mínar tæpar 45.000kr á mánuði. En bíddu ég get ekki verið útivinnandi vegna langveiks barns og hvernig á helvita (sorrý) maður að geta lifað á þessum greiðslum með fjögur börn á framfæri? Þetta kemur í staðin fyrir mín laun þar að segja foreldrargreiðslurnar þannig ég verð að vona sem ég geri svo heitt og innilega ekki að ég þurfi á þessum greiðslum að halda á næsta ári líka svo við fjölskyldan þurfum ekki að lifa á loftinu. En lágmarksgreiðslurnar eru 130.000kr á mánuði sem eru ekki háar en þær hjálpa, betra en að fá 0kr en ég gengst undir þær greiðslur. Svo þið skiljið rétt þá verð ég að vona að Þuríður mín verði áfram veik á næsta ári svo við getum haldið áfram að lifa, jú ég veit að stefnan er sett á að hetjan mín byrji aftur í krabbameðferðinni í haust en að sjálfsögðu væri óskastaðan önnur.
Þetta heilbrigðiskerfi er skítt eða bara kerfið útí eitt. Ég bara skil ekki hvernig þeir geta látið þetta ganga svona, verður einhver innan geirans að veikjast eða eignast veikt barn svo þetta breytist? Ég vill samt engu svo illt að það gerist en oftast þarf eitthvað svoleiðis því þeir vita ekkert hvað foreldrar eru að ganga í gegnum hvað þá þeir sem eiga engan rétt. Er ekki nóg með að foreldrar séu undirlagðir af álagi með veika barnið sitt hvað þá að leggja fjárhagsáhyggjur líka ofan á það. Ég er ekkert bara að tala um okkur, heldur alla þá foreldra sem eru að ganga í gegnum það sama. Álagið er gífurlegt og það getur engin sett sig í okkar spor nema lenda í þessu sjálfur sem betur fer hefur þetta bara styrkt okkur Skara en ekki farið í hina áttina sem alltof oft gerist því verr og miður. Ég gæti bara aldrei staðið í þessu ein.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
266 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 4871011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
thetta er bara til háborinnar skammar
thad thyrfti sannarlega ad gera bragabót á thessu kerfi svo fólk i ykkar stødu getid allavega verid laus vid fjárhagsáhyggjur,nóg er nú fyrir.
en hafdu thad sem best og fardu vel med thig og bumbuling,sem og ykkur øll.
María Guðmundsdóttir, 26.5.2008 kl. 14:52
Já þetta "kerfi" okkar er heldur betur "sérstakt". En hefuru ekki rétt á að velja hvorar greiðslurnar þú þiggur - það var þannig á þeim tíma sem ég fékk umönnunarbætur með mínu barni (þetta er kannski ekki sama fyrirkomulagið)
En ég hef s.s. rekið mig á það hér á eyjunni okkar að þrátt fyrir fögur loforð ráðherra þá er heilbirgðiskerfið okkar fínt - þangað til maður þarf á því að halda! Og mér finnst það sorglegt og pirrandi í senn því það er verið að fara ansi illa með frábæran mannauð sem við eigum hérna.
Ásta (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 14:54
Úff ekki er öll vitleysan eins og það sem kerfið getur gert fólk algerlega galið. þó það sé ekki sjálft að berjast við það því alltaf eru fréttir af fólki í kerfisbaráttu.
Nú sem oftar brettir Áslaug Ósk okkar upp ermarnar sem aldrei fyrr og lætur að sér kveða sér og öðrum til hagsbóta með því að sýna fram á þvílík endalaus andsk..... DELLA þetta er.
Baráttu og kærleikskveðjur frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 14:59
ég á ekki til orð ,það ætti nú frekar að borga fólki fyrir að eiga börn í dag því að ekki er þjóðfélagið að hvetja til barneigna .Það er kanski óskin að allir hætti að eiga börn ,hvar endum við þá?
Sigga (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 15:11
Það er gott að Fæðingarorlofssjóður var fljótur til að svara. Hann hefur starfað hér á Hvammstanga í 18 mánuði og þjónustan hefur batnað mikið. Það er svo annar handleggur þetta með lögin um sjóðinn. Mér finnist eðlilegt að þessar bætur til foreldra langveikra barna ættu að telja til fæðingarorlofsins eins og atvinnuleysisbætur.
Þessar bætur eru ígildi launa og þá er það bara að kvarta í skyndi til Jóhönnu og sjá hvort þetta er ekki eitthvað sem þarf að breyta í lögunum, eða með reglugerð. Þarna hefur ekki verið sett undir alla leka eins og gerist stundum. Þessu þarf að breyta og það hið fyrsta. Bið að heilas í bæinn og bumbuna
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.5.2008 kl. 15:38
já þetta er ÖMURLEGT... gæti farið að gráta oft á tíðum vegna þess.... við fáum t.d bara 25.000 á mán frá TR og er það rétt fyrir leikskólanum.... eigum ekki einu sinni rétt á foreldragreiðslum....
alltaf með barnið heima og hjá læknum og fáum ekkert fyrir það.... ég er alveg sammála þér með það að það er ekki hægt að ímynda sér hvernig það er að vera í þessari stöðu nema vera í henni og því ver og miður er allt of mikið af fólki í þessari stöðu.
knús og koss á þig og vonandi reddast þetta einhvernvegin... LOVE
Þórunn Eva , 26.5.2008 kl. 15:42
Sæl kæra Áslaug
Já þetta er ömurlegt,þekki aðeins til er með 8.ára stelpu með sykursýki 1 insúlintengda 6-8 sprautur á dag..ég er ein og með aðra 13 ára og ég hef verið heppin með mína tvær þær eru svo duglegar sú eldri hefur í heilt ár sé ð alveg um kafftímasprautuna hjá henni..
Enn aftur að þér er EKKERT sem að hægt er að gera svo að Þuríður geti haft þig heima,hún er það slöpp að hún verður bara að hafa þig til taks ein og er....Ég ætla að grenslast fyrir læt þig vita ef að ég finn eitthvað út en Áslaug ég neita að trúa því að ekkert sé hægt að gera fyrr ykkur fjölskylduna...fylgist alltaf með ykkur og þú mátt emaila á mig hvenær sem er Áslaug mín bara ef þú vilt eitthvað spyrjast fyrir
en reyndu allt sem að þú getur stundum eru lausnirnar nær en maður heldur
Kær kveðja á ykkur litla(bráðu stóra fjöskylda)
Bjarghildur Káradóttir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 17:14
Ekki var það nú mikið. 45þúsund kall! Æi, eins og einhver segir hér að ofan, heilbrigðis og velferðarkerfið er ágætt -þangað til þú þarft á því að halda! Sendi bæn upp í himininn fyrir ykkur og bið um að þetta "smelli í lag" og þessu verði breytt áður en krílið kemur í heiminn!
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.5.2008 kl. 17:19
Áslaug mín, þetta er rosalegt að lesa en mér dettur í hug að þú sendir email til hennar Jóhönnu Sigurðardóttur, hún er eini stjórnmálamaðurinn með viti og ég held bara í heiminum öllum. Svona getur þetta ekki átt að virka.
Baráttukveðja hetjumamman yndislega ..
Knús
Ragnheiður , 26.5.2008 kl. 17:24
Mikið hrikalega er ömurlegt að heyra þetta, ótrúlegt hvað það geta verið margir gallar í þessu kerfi. Gott hjá þér að kvarta og ég vona svo heitt og innilega að þetta breytist svo þið þurfið ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á aðrar áhyggjur.
En yfir í annað.... Innilega til hamingju með bumbukrílið, góðan námsárangur og afmæli stelpnanna.
ÍKÍ-kveðjur, Jane Petra
Jane Petra (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 18:47
Já það er því miður þannig að fólkið á toppnum þarf að lenda í þessum hlutum til að reglunum verði breytt! Til að mynda var ákv. dómari sem fékk mörgum lögum breytt eftir að hafa lent í erfiðleikum sjálfur.
ókunnug (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 19:03
Þetta er móðgun og lítilsvirðing við fólk í ykkar stöðu. Það er ótrúlegt hvað mikið er gert til að nota hvert einasta tækifæri til að lækka eða fella niður bætur. Ég er sammála því að þú ættir að prófa að hafa samband við Jóhönnu Sigurðar, hún er sú eina af þessu liði sem virðist í sæmilegum raunveruleikatengslum.
Helga Magnúsdóttir, 26.5.2008 kl. 19:37
Ég á ekki til orð, þessar bætur eru lægri en einnar viku atvinnuleysisbætur, eða sjúkra/fæðingarorlof í Danmörku.
Þú verður að kvarta, þetta getur ekki verið meiningin.
Jónína Christensen, 26.5.2008 kl. 21:29
Finn mikið til með ykkur og hef reynt kerfið á eigin skinni í mörg ár og veit nákvæmlega hvað þú ert að tala um. Þetta er til háborinnar skammar og var faðir minn heitinn að berjast við fjármálin vegna veikinda þrautagöngu sinnar, alveg útí rauðan dauðann. Sorglegt og virkilega ósanngjarnt. Láttu í þér heyra, því ef enginn segir neitt, þá breytist heldur ekkert. Gangi ykkur vel fallega fjölskylda.
Emma Vilhjálmsdóttir, 26.5.2008 kl. 23:25
Við sendum "fyrirspurn" til Jóhönnu og því miður kom ekki mikið út úr því - og svo blöskrar manni næstum munurinn á því landi sem við erum í sífellu að miða okkur við varðandi allt annað!
Ásta , 27.5.2008 kl. 09:08
Þetta er ömurlegt. En jafnvel eitthvað sem þið hefðuð átt að hugsa út í áður en þið ákváðuð að fjölga ykkur meira?
Lesandi (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 10:40
Já það þarf margt að bæta í þessu kerfi.
Eyrún Gísladóttir, 27.5.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.