Leita í fréttum mbl.is

Bréf til Jóhönnu

Ég ákvað að senda mail til Jóhönnu svo það verður fróðlegt að sjá hvort hún nenni að svara mér og ég leyfi ykkur að fylgjast með því.

Með þessari færslu í gær vildi ég bara að leyfa ykkur að sjá hvernig þetta er, vekja athygli á þessu ekki bara okkar vegna heldur allra þeirra foreldra sem eru eða gætu orðið í þessari stöðu og ég veit alveg um fleiri dæmi.  Ég held að það yrði bara þannig að foreldrar verða að svindla á kerfinu (hvernig sem það er hægt) svo þeir geta lifað.

Mig langar líka að vekja athygli á öðru en þar sem ég fæ þessar foreldrargreiðslur á ég engan rétt neinstaðar.  Ef ég þarf að leita til sjúkraþjálfara vegna grindarinnar eða annarra þannig þjónustu verð ég að borga fullt verð í staðin að fá niðurgreitt frá mínu stéttarfélagi.  Ég held að margir sem eru í sömu stöðu og við hefðu engan veginn efni á því enda kostar allt sem þú þarft að leita til morðfjár.  Þannig EF ég þarf að leita til þannig þjónustu get ég annaðhvort gleymt því og orðið að öryrkja eða farið á hausinn og selt allt sem ég á, hvort er betra?  Nota bene ég er ekkert að endilega að tala um okkur fjölskylduna, ég er að beina þessu til allra sem eru í sömu stöðu og við þannig ég er bara að taka svona dæmi.  Þetta kerfi er bara rugl.

Farin til ljósmóður minnar sem nota bene hefur verið með mig allar mínar fjórar meðgöngur, hvursu heppin get ég verið? Smile  Ég var svo heppin að hún lenti á heilsugæslunni "minni", víííí!!  Gott að þurfa ekki að útskýra neitt og hún veit allt um okkur og hvernig mér hefur liðið á öllum mínum meðgöngu, hún tók meira að segja á móti Theodóri mínum og ég fengi stelpu myndi ég skíra í höfuð á henni ef hún myndi ekki heita sama nafni og ég ehehe.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Áslaug mín...já þetta er ekki sanngjarnt,ég get sko tekið undir það,en ég skil heldur engan vegin þetta kerfi sem við búum við og þetta er mikill frumskógur að fara í gegnum.Það þarf sérstaka "kerfisfræðinga"til að vita hvaða leið er réttust.Gangi ykkur vel í þessu öllu.Vona að hetjan mín sé að hressast af asmanum...knús til hennar.Sé ég þig nokkuð á fimmtudaginn???Kveðja

Björk töffari (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Flott hjá þér!  Þetta er þörf umræða og gott að þú, sem hefur eyru almennings, skulir tjá þig um stöðu þeirra sem þurfa að leita réttar síns í þessu steikta kerfi hérna. 

Gangi þér rosalega vel!  Ég veit að þetta er ósanngjarnt og virkilega þörf á breytingum.

Emma Vilhjálmsdóttir, 27.5.2008 kl. 10:37

3 identicon

þetta er svo fúlt ég er sjálf öryrki og er búin að þurfa að fara í hvert einasta horn  niður í Tryggingarstofnun til að finna rétt minn það dettur engum í huga að benda manni á eitt né neitt.

þetta kerfi er allavega ekki VELFERÐARKERFI.

Birna (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 11:11

4 Smámynd: lady

gangi þér innilega vel,,já kerfið er ekki alveg að gefa sig vonandi gengur  þetta allt upp hjá þér Áslaug mín,,kv Ólöf

lady, 27.5.2008 kl. 11:21

5 identicon

Arggg ég verð svo reið og vonsvikin þegar ég heyri um svona.  Mikið er þetta kerfi okkar meingallað og ósanngjarnt.  Þjóðfélagið okkar er að verða svo vontttt.  Gangi þér vel í baráttunni og ég vona að Jóhanna svari þér.  Ég er búin að senda heilbrigðisráðherra trilljón email sama efnis, forwarda því aftur og aftur í margar vikur en honum dettur ekki til hugar að svara mér.....

Baráttukveðjur og kærleiksknús 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 11:51

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég sendi Jóhönnu líka línu svo hún veit þá vel af málinu sem ef fínt. Í hvaða stéttarfélagi ertu og hvernig stendur á því að réttindamálin eru svona hjá félaginu. Það þarf að skoða þessi mál í heild og gera kvörtun til þeirra sem um þau halda. Kveðja í kotið og kúluna

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.5.2008 kl. 12:01

7 Smámynd: Þórunn Eva

kús á þig.... og gangi þér vel hjá ljósu..... love á þig...

Þórunn Eva , 27.5.2008 kl. 12:56

8 identicon

Áfram Áslaug,fyrir ykkur og alla hina.Ert frábær.Kv

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 13:02

9 Smámynd: Elsa Nielsen

Flott hjá þér Áslaug - en ég bíð svo eftir að sjá þig í mál til mín ;)

Knúúúús

Elsa Nielsen, 27.5.2008 kl. 13:18

10 identicon

Sæl Áslaug.. Gangi þér vel í baráttunni..

Ég á sjálf 3börn 2 af þeim eru langveik.. Ég er búinn  að standa í baráttu við kerfið í rúml 1,5 ár.. Ég fékk  ekki ummönunargreiðslur þótt sonur minn sé með hnapp í  maga. Talar með tákn með tali .. sé með cp ogfl..  hann var í 2fl. 85%frá fæðingu til apr. 07.. svo datt hann í 5fl núna loksins en engar ummönunarbætur.. ég er búinn að senda Jóhönnu fyrirspurn og fl. ráðamönnum en fæ engin svör og ekkert! Ég styrkist við að sjá að það séu fl sem senda henni línur því þá er ég ekki sú eina sem er að standa í ströngu við kerfið.. Ég myndi reyna að taka tala við Björn Sigurbjörnsson hjá félags og tryggingamálar. hann hjálpar þér eflaust.. hann er mjög fínn og er hann með mál mitt hjá sér núna...

Vona svo sannarlega að þér gangi allt í haginn með þetta allt saman.. þú átt hrós skilið hvað þú ert alltaf dugleg að blogga og láta okkur vita og leyfa okkur að fygjast með..

Guð veri með ykkur og mundu bara... Þú ert frábær! sterk og ekki gefast upp!!!

Bestu kveðjur

Helga...(mamma Ísak Mána´04) 

Helga Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 14:38

11 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Það er óþolandi að ekki sé til sérstakur þjónustuaðili sem sinnir foreldrum langveikra barna, talar máli þeirra og aðstoðar í gegnum allan þann frumskóg sem kerfið getur verið.

Það er fáránlegt að allir þurfi að leita réttar síns einir og sér í stað þess að upplýsingarnar séu til og hafðar aðgengilegar. Það er sko meira en nóg að tkast á við það að eiga veikt barn þó fæolk þurfi ekki líka að takast á við kerfið og ranghala þess.

Og auðvitað ættu umönnunarbætur að vera í samræmi við tíðarandann...það að bjóða sex manna fjölskyldu 45.000,- kall á mánuði er hreinasta skömm og vona ég innilega að Jóhanna svari þér og finni einhverja betri lausn á þessum málaflokki.

Gangi þér vel og EKKI gefast upp!

Bergljót Hreinsdóttir, 27.5.2008 kl. 15:32

12 Smámynd: Sólrún

Flott hjá þér að senda Jóhönnu póst, vonandi færð þú einhver svör fljótlega.

Langar líka að óska þér til hamingju með litla kúlubúann. Börn eru yndisleg og það besta sem getur hent okkur í lífinu. 

Sólrún, 27.5.2008 kl. 18:27

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég vona að þú fáir undirtektir frá Jóhönnu. Svo finnst mér líka spurning hvort þetta sé ekki mál fyrir umboðsmann barna. Skaðar varla að hafa samband við hann. Vona að ykkur líði öllum vel og að Þuríði fari að batna asminn. Mér þykir svo vænt um nafnið Þuríður þar sem bæði amma mín og systir bera það nafn.

Helga Magnúsdóttir, 27.5.2008 kl. 20:05

14 identicon

það er ýmislegt sem mig langar að segja en ætla ekki að gera það til að búa til óþarfa reiði, því það verða ekki margir "glaðir" með mína skoðun :)  en ætla þess í stað að óska ykkur alls hinns besta, þið eruð virkilega sterk fjölskylda og eigið miklu meira skilið eins og margir aðrir.

valla (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:58

15 identicon

Blessuð dúlla, mjög svo góður punktar hjá þér. Ég hlakka til að heyra svar Jóhönnu, en hún sagði núna á dögunum að verið væri að fara yfir þessar greiðslur frá TR og reglurnar kringum þær. Vona að þessu verði breytt hið fyrsta.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:12

16 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Knús úr sólinni í Bolungarvík.

Ylfa Mist Helgadóttir, 28.5.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband