31.5.2008 | 08:56
Kem sjálfri mér sífellt á óvart
Þetta eru þessir dagar sem ég er ekki alveg að nenna setjast niður og blogga en ákvað nú að segja ykkur frá svarinu frá henni Frú Jóhönnu svo ég myndi ekki gleyma því og síðustu dögum.
Einsog fyrirsögnin segir þá kem ég sjálfri mér sífellt á óvart, ég er ekki þessi týpa sem ber í borðið ef mér er nóg boðið af einhverju, ég er ofsalega feimin og dáltið lokuð en hef lagast heilmikið síðustu ár ehe en sumir myndu kalla mann merkilegan með sig því oft eru það fyrstu kynni við ofsalega feimið fólk. En nei það er ég ekki, ég hleypi bara ekki hverjum sem er að mér þá er ég að meina persónulega því þið eruð nú farin að þekkja mig ansi vel en þá segi ég nú ekki allt hérna. Það getur stundum verið erfitt fyrir fólk að opna þessa skel en þegar hún opnast verður hún ansi opin eheh og lokast ekkert aftur, frekar flókin persónuleiki?
Þess vegna kom ég mér eiginlega sjálfri á óvart þá kanski sérstaklega Skara sem þekkir mig manna best að ég hafi sent henni Jóhönnu mail án þess að kóngur né prestur hafi sagt mér að gera það því ég var alveg búin að hugsa um það áður en ég skrifaði þetta hérna á síðuna en þið gáfuð mér ákveðið pepp að skrifa henni þess vegna lét ég skara skríða. Sé enganveginn eftir því, því ef við erum óánægð með eitthvað verðum við að láta í okkur heyra því annars lagast það ekki. Hún Jóhanna tók vel í mailið mitt og fór beint í málið, hún var ofsalega glöð með þessa ábendingu mína og sagði líka að kerfið væri mjög erfiður frumskógur sem þyrfti líka að breyta. Því það er alveg nógu erfitt fyrir okkur sem eru að berjast í þessu kerfi að þurfa berjast fyrir "okkar" veikindum en ekki líka kerfinu því það dregur úr manni endalausa orku. Að þeysast á milli staða til að reyna finna einhverja lausn á "okkar" málum er ofsalega erfitt og lýjandi, veikindin eru nógu erfitt. Allavega hún jóhanna stóð sig hrikalega vel í þessu og þetta er til bóta ef það er ekki þegar búið að breyta þessu með fæðingarorlofið því einsog hún segir eiga þessar "foreldragreiðslur" að koma í staðin fyrir laun (þó maður fengi hærri laun ef ég væri að vinna einhversstaðar) og þá á að ganga jafnt yfir alla, hvort sem maður á veikt barn eða sé á launum hjá vinnuveitanda. Bara flott hjá minni sem mun fá mitt atkvæði í næstu kosningum, hún hefur breytt ofsalega miklu sem tengjast langveikum börnum og fjölskyldum þeirra síðan hún byrjaði og ég veit að þetta á eftir að breytast en meira hjá henni. Gó Gó Jóhanna!! Flott kona.
Úti annað en þá útskrifaðis Þuríður mín Arna á miðvikudaginn úr leikskólanum sínum þó hún eigi tæpa tvo mánuði eftir og var hrikalega flott í útskriftinni sinni og kom okkur foreldrunum á óvart hvernig hún stóð sig. Jebbs Þuríður mín kemur líka sífellt á óvart, sem er bara best. Krakkarnir áttu nefnilega að dansa fyrir okkur foreldrana og Þuríður mín fékk að dansa við hann Óskar sinn en hann nær víst best til hennar af krökkunum í leikskólanum, að sjálfsögðu var ég búin að ákveða að Þuríður mín myndi ekki nenna þessu og fara gera eitthvað allt annað en að dansa. Ohh nei aldeilis ekki, þarna fór ekki brosið af minni og dansaði líka svona flott við hann Óskar sinn. Hann var líka svo flottur því ef Þuríður ætlaði að fara "púkast" eitthvað þá var hann svo góður í að stjórna henni og hún hlýddi sem mér fannst eiginlega æðislegt að sjá. Vildi óska þess að krakkarnir í hennar verðandi skóla muni taka henni svona einsog hann Óskar hennar Þuríðar minnar, ég veit að allir krakkar taka henni ekki einsog hún er og nenna ekki að hafa hana í kringum sig sem mér finnst ofsalega sárt að horfa uppá en þarna átti ég erfitt með að halda tárunum inni. Yndislegast! Núna segir hetjan mín að hún vilji fara í kjól því henni langar að dansa við Óskar sinn ehe.
Við erum búin að vera fundast á greiningarstöðinni þessa vikuna, bæði bara tvö vegna greiningar á Þuríði minni og líka með þeim af hennar verðandi skóla, leikskóla og fleirum sem tengjast okkur í þessum "bransa". Ofsalega góðir fundir en samt alltaf erfitt að fá greininguna þó við séum alveg meðvituð um hvernig hetjan okkar er og það eina sem ég mun segja við "ykkur" sem kom útur þessu þá er hetjan mín einsog þriggja ára gömul eða svona að meðaltali í öllum þroska en Þuríðar minnar vegna læt ég það vera nóg fyrir "ykkur". Jú hún er á hærra stigi félagslega enda finnst henni ofsalega gaman að kynnast fólki og er mjög opin en það kunna bara ekki allir að taka henni einsog hún er því verr og miður. En það sem kom okkur mest á óvart hvað hún er klár á tölvur, iðjuþjálfinn setti hana í einn leik í tölvunni og það var einsog hún hafði aldrei gert neitt annað eheh og þetta kom okkur mjög á óvart og iðjuþjálfanum. Vávh hvað það var gaman svo ef þið kæru lesendur vitiði um einhverja flotta og góða þroskaleiki fyrir hetjuna mína megiði benda mér á hvar ég get fengið þá (aslaugosk@simnet.is ), það þarf nefnilega að efla hana betur í þessu þannig ætli næsta jólagj. verði ekki fartölva eheh, DjÓk við eigum tölvu og hún fær að nota hana einsog hún vill þegar við höfum fundið réttu leikina fyrir hana. Ég fór nefnilega í BT í gær og þar voru bara til þessir Glóaleikir og starfsmaðurinn vissi ekki neitt um neina þroskaleiki (jú ég veit að Glóaleikirnir eru þroskaleikir en þá er ég að leita aðeins öðruvísi leikjum). Lélegt! Hún er nefnilega mjög áhugasöm að læra hlutina og gefst ekkert auðveldlega upp eða þar að segja ef hún heldur að hún geti þetta en stundum er hún búin að ákveða að hún getur þetta ekki og þá reynir hún ekki einu sinni.
Hún minnir mig stundum á sjálfan mig ehe en í dag veit ég samt að ég get allt ef viljinn er fyrir hendi þess vegna verð ég hrikalega fúl ef ég fæ eitthvað minni en tíu í skólanum, dóóhh!! Fékk t.d. lokaeinkunn 8 í ensku og ég hef aldrei fengið þá tölu í ensku bara svona rétt náð og orðið ánægð með það en ég var sko ekki ánægð með þessa tölu, grrrr!! Farin að gera meiri kröfur.
Úúúfffh orðin ansi langt blogg, ætlaði nú bara rétt að skrifa um Jóhönnu ehe. Helgin yfirpökkuð af allskonar skemmtilegheitum og mín farin að gera eitthvað hérna á heimilinu sem böggar ekki grindina. Hmmm hvað gæti það verið?
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlitskvitt og Bestu kveðjur annars til þín frá mér
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.5.2008 kl. 09:27
Halló kæra fjölskylda..
Og takk fyrir síðast, þau voru stórkostleg börnin okkar
Óskar væri sko áreiðanlega til í að dansa meira við hana Þuríði sína, svo mikil krútt
Knús frá okkur
Helga Björg , Óskars og Sigrúnar Birtu mamma.
P.s Innilega til hamingju með bumbukrúttið, bara frábært
Helga Björg (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 09:55
Sæl Áslaug ég hef oft kíkt inn á síðuna þína en aldrei kvittað fyrr en núna. Ég hugsa að það væri sniðugt að leita að svona leikjum í A4, sem áður hét Skólavörubúðin þar fæst ýmislegt sniðugt. Ef hún hefur verið að nota tákn með tali er til leikur sem heitir Tumi og táknin og ég veit að hann fæst í Hagkaup. Vonandi finnurðu eh sniðugt handa skvísunni. Kv
Helena (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 10:01
Ég hef aldrei kvittað fyrr en nún en þó kíkji oft á síðuna þína.
Mér dettur í hug t.d stafakarlana þeir eru mjög sniðugir
Hafið það sem best.
Guðrún (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 11:39
Við dóttir mín, sem er á einhverfurófinu, kíkjum gjarnan á síðuna hjá Tölvumiðstöð fatlaðra. Þar eru tenglar inn á margar góðar leikjasíður. Mín manneskja er til dæmis afar hrifin af Poisson Rouge síðunni sem er ókeypis. SVo á hún Glóa geimveru og finnst gaman að endurtaka orðin sem þar eru en mér finnst hann ekki alveg nógu aðgengilegur fyrir hana ennþá.
Gangi ykkur vel.
Þórdís Guðmundsdóttir, 31.5.2008 kl. 11:50
Hæ hæ kæra fjölskylda
Kíkið inn á http://nams.is/krakkasidur/ þar gæti kannski verið eitthvað sem hún gæti fundið fyrir sig.
Gangi ykkur áfram vel.
Kv. Lilja
Lilja (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 13:06
Sælar mæðgur, Áslaug og Þuríður Arna!
Varðandi þroskaleiki fyrir dömuna er mjög margt að finna á skólavefnum, skolavefur.is. Reyndar þarf að borga fyrir að aðgang að ýmsu þar en ég það er alveg örugglega hægt að fá prufuáskrift. Veit þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Kemur sér líka vel fyrir yngri prinsessuna. Síðan www.dressupgames.com er líka spennandi fyrir stelpur á öllum aldri en þar er hægt að klæða dúkkulísur upp á alla enda og kanta. Svo er hægt að fá lánaða alls konar leiki, amk. alla íslenska, hjá Borgarbókasafninu, borgarbokasafn.is
Gangi ykkur allt íhaginn! kv. ókunnug!
Ókunnug (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 16:24
hæ hæ babí.. JS finnst stafakallarnir svaka skemmtilegir... tékk it át....
LOVE á þig og það var gaman að heyra í þér í dag.. og hey það sem við ræddum áðan er leyndó oki babí ???
Þórunn Eva , 31.5.2008 kl. 17:10
Námsgagnastofnun er með mjög góða þroskaleiki fyrir svona krakka.
Annars eru Stafakarlarnir og talnapúkinn alltaf vinsæll
Helga Linnet, 31.5.2008 kl. 18:56
Guðrún Jóhannesdóttir, 31.5.2008 kl. 19:57
Ég hef alltaf haft mjög mikið álit á Jóhönnu og það er frábært að heyra hvað hún tók erindi þínu vel. Hennar tími kom aldeilis og þjóðin getur verið þakklát fyrir það!
Bestu kveðjur til ykkar!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.5.2008 kl. 22:13
x6.Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 23:40
Æðislegt hvað Jóhanna tók vel í þetta allt saman. Hún á sko hrós skilið fyrir allt sem hún hefur gert fyrir barnafólk, og hún er hvergi nærri hætt. Hún fær amk mitt atkvæði!
Frábært hvað Þuríður Arna skemmti sér vel í útskriftinni og dansaði svona fínt. Yndislegt að sjá hvað þau geta þessi stuttu þegar þau ætla sér eitthvað
Oddný Sigurbergsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 00:41
Þó svo að margir leikir á leikjanet.is eru frekar daprir þá eru inná milli ágætis leikir fyrir þennan aldur.
Eyja (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 00:44
Sæl Áslaug
Langar að benda þér á leiki inn á www.nams.is þar er fjöldinn allur af góðum leikjum til að samhæfa ýmislegt og auka þroska.
Gangi ykkur vel :)
Hjördís (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 13:19
Datt í hug að benda þér á Skólavörubúðina. Þar eiga að fást þroskaleikir fyrir börn.........bæði í tölvu og annarskonar.
Bestu kveðjur.
Anna (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 15:43
Sæl Áslaug
Ég sé að það hafa nú þegar einhverjir bent á það mér datt í hug. Ég er kennari og í mínu starfi hefur http://www.nams.is reynst vel og http://www.skolavefurinn.is Ég mæli líka með það sem áður var Skólavörubúðin.
Gangi ykkur allt í haginn!
KV. Hugrún
Hugrún (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 19:48
Ég átti heldur ekki von á neinu öðru sæta mín... LOVE á þig frá mér takk fyrir að vera svona góð vinkona.....
Þórunn Eva , 1.6.2008 kl. 20:51
til hamingju með bumbubúan
knús á ykkur öll
Guðrún unnur þórsdóttir, 1.6.2008 kl. 22:24
Ég kíki reglulega hér inn en hef aldrei kvittað fyrir mig áður. ! Inni á www.us.is er skemmtilegur leikur um innipúkann sem mínir strákar voru mjög hrifnir af.
Frábært að heyra hvað Þuríði líður vel núna og gengur vel
kv innipúkamamma
Húsmóðir, 1.6.2008 kl. 22:25
Minn strákur var mjög hrifinn af Stafakörlunum og talnaleiknum sem kom líka út frá Bergljótu Arnalds og svo var til rosa skemmtilegur Múmínleikur. Annars er strákurinn minn orðinn 14 þannig að það er ekki víst að þessir leikir séu ennþá til. Gaman að heyra hvað Þuríði fannst gaman í útskriftinni og vonandi gengur henni vel að aðlagast í skólanum.
Helga Magnúsdóttir, 2.6.2008 kl. 10:38
Ég mundi mæla með að kíkja við í Skólavörubúðinni. Það er ábyggilega til fullt af þroskaleikjum þar.
Strákarnir mínir hafa átt Nemo leik. Hann er svona þroskaleikur s.s. minnisleikur, þjálfun með músina og alls konar fleira.
Kv.
Berglind (ókunnug)
Berglind Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 11:45
ég mæli með skólavörubúðinnni (A 4 heita þær núna) þar er fullt af þessum tölvuleikjum ein er frábær vefur á þessari síðu
http://furugrund.kopavogur.is/index.php?option=com_content&task=category§ionid=10&id=23&Itemid=58
Þarna er allt milli himins og jarðar hún Fjóla sérkennari á heiðurinn af þessu
lilja (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 20:16
Doppu leikurinn er mjög skemmtilegur íslenskur þroskaleikur, farið í stærðir, liti, samstæður o.fl. Ég keypti minn disk í Elko í smáralind.
Gangi ykkur vel, Berglind
Berglind (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:34
hér er síða sem er unnin af starfsmanni einhverfudeildar í hamraskóla, ýmis verkefni þar sem hægt er að dunda sér í ;) http://hamraskoli.is/serdeild/sabine/
ókunnug (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.