17.6.2008 | 17:22
Hæ hó jibbíjei og jíbbíjeij eða þannig...
Ég myndi ljúga að ykkur ef ég væri ekki farin að hafa áhyggjur af hetjunni minni, hún er búin að vera drulluslöpp í dag og þá er ég ekkert að meina með flensuna heldur bara SLÖPP. Vitum ekki alveg hvað málið er og farin að hafa miklar áhyggjur. Hetjan mín t.d. vaknaði kl 6:30 í morgun með smá ræsi í nótt um tvö og ég nánast svaf ekkert eftir það því andardrátturinn hennar var orðinn svo þungur. Jamm vanalega þegar hún vaknar svona á morgnanna eigum við að fara á fætur ekki seinna en NÚNA og gefa morgunmat en stúlkan lá hálf "meðvitundarlaus" á milli okkar og var ekkert á leiðinni á lappir. Eftir það lá hún algjörlega fyrir þó það búið að opna út og systkinin hennar farin út að leika þannig hún rétt kíkti en svo var það búið. Kíktum í "afahús" og þar grilluðum við og borðuðum útí garði ásamt mömmu, pabba og Oddnýju systir og fjölsk. en hetjan mín hafði ekki orku í að gleypa í sig bita hvað þá fíflast með systkinum sínum og Evu frænku þannig hún sofnaði bara í garðinum í fanginu hjá mér.
Þó hún hefði varla orku í að fara í bæinn ákváðum við samt aðeins að kíkja því við vissum að þau myndu vilja sjá Skoppu og Skrítlu og atriði úr Gosa og þar fengum við líka að sjá fyrsta bros dagsins hjá henni þegar vinkonurnar mættu á svæðið (Skoppa og Skrítla). Hún lá einsog slitti í kerrunni sinni eða í fanginu hjá mér uppí brekku en venjulega þegar Þuríður mín er hress vill hún vera hlaupandi útum allt hvað þá sitja í kerrunni eða í fanginu hjá mér. Ekki gott ástand!
Hún er líka farin að kvarta í líkamanum, eitthvað í bakinu, maganum og löppunum en maður veit eiginlega ekki hvar henni er illt því hún kann ekki að kvarta, réttara sagt er hún ekki vön að kvarta þannig þetta kemur mikið á óvart og þá hlítur henni að vera illt. Hún er líka komin ógeðslega stórt og ljótt sár á magann sem við skiljum ekki alveg hvaðan það kom? Skari eitthvað hræddur um að það sé kominn sýking í það en svona svipað sár er að birtast á bakið líka sem er ekkert betra. Aaaargghh!!
Eigum ekki að mæta uppá spítala fyrr en á föstudag til að hitta lungasérfræðinginn en við munum ekki bíða með að mæta þangað á föstudag. Við að sjálfsögðu mætum í fyrramálið því ég er líka dáltið smeyk hvað sé að bögga hana og ætla að berja í borðið og biðja þá að skoða hana hátt og lágt. Ég vill fá svör ekki bara enn einn sýklaskammtinn sem gerir ekkert gagn fyrir hana. Hún gat varla andað í nótt, er mjöööög þreytt, illt í kroppnum þannig það hlýtur að vera eitthvað? Hún verður allavega ekki illt í kroppnum af lungunum.
Það var hrikalega erfitt að horfa uppá hana í morgun, ótrúlega vansæl þó hún hafi ekkert verið grátandi og mjög þreytt. Hún er reyndar farin núna út að leika, leika sér við systir sína og eina nágranna vinkonu en verður ö-a komin inn eftir smástund enda orkulítil.
Þetta er vont og erfitt.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra fjölskylda.
Megi hetjan ykkar ná sér fá gleði sína og orkur aftur. Hugsa og lít á síðuna ykkar daglega. Kær kveðja Þorgerður.(þhh)
Þorgerður Helga Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 17:45
Kveiki á kerti fyrir ykkur...
Gangi ykkur vel á morgunn og ég vona að þið fáið einhver svör sem skýra þetta ástand og af öllu hjarta óska ég þess að það sé ekkert alvarlegt.
Kærleikskveðjur frá Bojskov
Hulla Dan, 17.6.2008 kl. 17:45
Elsku fjölskylda ,það er skiljanlegt að þið séuð áhyggjufull af BROSdúlluni,þetta er frekar ólíkt henni,en vonandi fáið þið að vita það í fyrramálið hvað hrjáir þessa elsku,megi algóður GUÐ vaka og vernda ykkur öll,og að þið fáið góðar fréttir eftir skoðunina.Kærleiks og baráttukveðjur.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 18:08
Blessað barnið, það verður að fá svör hjá læknunum. Eitthvað er að hrjá hana, það er ljóst. Hjartans Áslaug þið verðið í mínum bænum eins og ævinlega
Ragnheiður , 17.6.2008 kl. 18:11
Það er greinilega eitthvað að hjá litlu prinsessunni og skynsamlegt af ykkur að bíða alls ekki með að láta kíkja á hana. Sendi ykkur hljýja strauma, gangi ykkur vel
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 19:02
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.6.2008 kl. 19:37
æææ Elsku Turídur litla.En Skoppa og Skrítla glöddu hana örlítid....
Ég er med hugann hjá ykkur núna og sendi sterka góda strauma.
Eitt tórt knús og en nú stærra kram.
KV.frá danmörku
Gudrún Hauksdótttir, 17.6.2008 kl. 19:42
sendi hlýjar kvedjur og bid fyrir litlu hetjunni okkar allra. Gud gefi ad thetta sé ekkert alvarlegt og hún nái sér á skrid á nýjan leik.
Kvedjur frá dk.
María Guðmundsdóttir, 17.6.2008 kl. 19:45
Elsku fjölskylda æi hvað það er sárt að sá hvað litla hetjan er ekki nógu hress og ég myndi segja að þið ættuð ekki að fara heim af spítalanum fyrr en þið hafið fengið einhver svör...þó þið þurfið að berja í borðið.
Bæn mín er fyrir ykkur æi vildi ég gæti gert eitthvað enn meira en bið guð að gæta ykkar og gefa ykkur öllum styrk og kraft. Tendra ljós og sendi ykkur kærleiksknús. Gangi ykkur vel á morgun
kveðja 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 20:24
Æji ´litla krúsin, ekki gott að heyra þetta. Vona að nóttin verði betri og að þið fáið góða skoðun fyrir Þuríði á morgun. Hugsa til ykkar kæra fjölskylda.
Knús og kram, Ellen
Ellen Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 20:24
Leiðinlegt að heyra ástandið á henni greyinu.... já vertu bara hörð og láttu þá heyra það... hundleiðinlegt að fá aldrei nein svör.... arrgghhhh....
knús og koss á þig og enn og aftur þú stendur þig svoooo VEL...
knús í kotið til ykkar og LOTS OF LOVE...
Þórunn Eva , 17.6.2008 kl. 21:06
Erfitt að lesa um vanlíðan dóttur þinnar. Vonandi fáið þið skýr svör ekki seinna en á morgun.
Kær kveðja xxxx
M, 17.6.2008 kl. 21:16
og það ófædda knús og kram til ykkar...... vonandi finna þeir eittthvað út úr þessu á morgun.
Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 21:37
Æi leitt að lesa!! Endilega farið á morgun og verið bara nógu andsk. frek og heimtið rannsóknir STRAX. Greyið litla, ég sendi henni orkustrauma!! Gangi ykkur vel á morgun!
Gígja (ók) (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 22:14
Elsku fjölskylda - drífið ykkur til læknis - ekki bíða þetta er ekki eðlilegt!!
Guð veri með ykkur.
Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 23:14
Mikið er þetta ósangjarnt og erfitt. Vonandi fáið þið svör í fyrrámáli og vonandi er þetta EKKERT alvarlegt. En stór sár á litlu hetjunni... það á ekki að vera þannig.
Gangi ykkur sem allra best.
kv Guðrún
gudrun (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 03:14
Gangi ykkur vel. Þuríður Arna verður í bænum mínum.......Knús
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 18.6.2008 kl. 03:38
Hugheilar óskir um bata, þó að í smáum skrefum væri, bara BATA.
Guð verði með ykkur enn og aftur.
Bjarni
Bjarni Kjartansson, 18.6.2008 kl. 07:53
Kæra fjölskylda
Úfffff hvað það er slæmt að lesa þessar fréttir skil 100% að þið hafið áhyggjur og ykkur líði illa, það sýnist sem sé endalaust bætt á ykkur, ósanngjarnt, óþolandi og algerlega óásættanlegt.
Sendi ykkur kærleikshugsanir og ljós.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 09:25
Ósköp eru að heyra þetta, ekki nema von að þú sért áhyggjufull. Vonandi að læknarnir geti gert eitthvað annað fyrir hana en að dæla í hana fúkkalyfjum.
Helga Magnúsdóttir, 18.6.2008 kl. 10:20
Hér austur á landi hugsa allir til ykkar, og við biðjum þess að hetjunni batni og hún fái að ganga hress inn í framtíðina.
Þórhildur Daðadóttir, 18.6.2008 kl. 11:03
Það er mjög erfitt að heyra þessar fréttir. Ég skil svo vel áhyggjurnar, sársaukann og óttann, sem þið þurfið að takast á við vegna veikinda litlu hetjunnar ykkar. Ég bið af öllum mínum mætti, að litla hetjan ykkar fái aftur orku og að þessi einkenni séu eingöngu tilfallandi. Gangi ykkur vel kæra fjölskylda. Þið eruð í bænum mínum. Ég veit að þessi orð mín gera lítið gagn, en ég vildi bara að þið vissuð að þið eruð ekki ein. Það er fullt af fólki sem biður fyrir ykkur og vill allt fyrir ykkur gera. Ég finn til djúpt innra, að hugsa til þess sem þið þurfið að ganga í gegnum. Slíkt ætti ekki að leggja á neinn. Kraftaverk gerast og ég vona að litla dóttir ykkar nái bata á ný og að hún fái fulla orku aftur.
Baráttukveðja
Emma Vilhjálmsdóttir, 18.6.2008 kl. 23:57
Baráttukveðjur
Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.6.2008 kl. 08:17
Góðar batakveðjur til Hetjunnar vonandi fáið þið svör við þvi að hrjáir hana .Veit að þetta er hrikalega erfitt fyrir ykkur ,gangi ykkur vel:)
syssa (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 14:43
Knús í kotið til ykkar og lots of LOVE og extra góða strauma og gangi ykkur vel í fyrramálið og vonandi getur doksi sagt ykkur eitthvað meira en í vikunni.... heyri í þér á morgun verð ekki við tölvu fyrr en á sunnudag og sénsinn að ég geti beðið þar til þá þykir of vænt um ykkur til þess....
Þórunn Eva , 19.6.2008 kl. 18:44
Bið svo innilega til almáttugs Guðs að hann gefi ykkur þrótt og kjark í þessum erfiðleikum og litla stúlkan nái bata. Gangi ykkur vel og góða helgi.
Kristín (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:37
Hugsa til ykkar mæðgna og sendi baráttukveðjur.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.6.2008 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.