29.6.2008 | 17:11
Útskrifuð og öll að hressast
Þuríður Arna mín útskrifaðist á fimmtudaginn og er öll að hressast(allavega farin að sofa minna og meira úthald). Eina sem er komið úr blóðprufunum er að hún hefur verið með einhverja veirusýkingu plús ristilinn en við erum ennþá að bíða eftir öllum niðurá stöðum en það tekur víst tíma að rækta þetta allt saman. Það var líka tekin lyfjagildi af flogalyfjunum hennar og það er mjög merkilegt en ein lyfin hennar sýna undir mörkum sem merkir nú eiginlega það að hún þarf svona nokkurn veginn ekkert á þeim lyfjum að halda en það eru ein af fjórum flogalyfjum sem hún er á. En ég held samt að læknirinn vilji ekkert hreyfa við lyfjunum og kanski taka þau af henni enda þorum við því heldur ekki, engin áhætta tekin og hún fari að krampa aftur en hún hefur ekki krampað síðan í febrúar í fyrra sem er eiginlega óskiljanlegt en síðan þá krampaði hún daglega 10-50 krampa á dag.
Nefnilega fyrir tveimur árum þá var farið að reyna minnka flogalyfin hennar því þá hafði verið krampalaus í þrjá mánuði en þá fór allt í vitleysu og ekkert hægt að stöðva neitt og það er ekki eitthvað sem mig langar að leggja á kroppinn hennar aftur allavega ekki ef við getum.
Búið að flýta myndatökunum hjá henni um viku eða til 15.júlí og þá mun hún líka fara í smá "aðgerð" í leiðinni en hún er með ljótan blett á bakinu sem læknirinn hennar vill að verði fjarlægður. Þannig það er að koma smá kvíði fyrir þeim niðurstöðum, held að hann fari aldrei alveg sama hvursu vel gangi eða illa.
Við fjölskyldan skelltum okkur í útilegu um helgina eða skruppum í sólarhring á Apavatn með góðu fólki, Þuríður mín fékk nefnilega leyfi til að fara í útilegu og við ákváðum að skella okkur. Ég var eiginlega búin að gleyma því hvað það er spennandi að vera í útilegu svona lítill einsog þau og jú og svona "gömul" og ég eheh. Þeim fannst þetta geggjað stuð, sofa í tjaldi, úti að leika allan daginn, kíktum á Laugarvatn, grilla, skreppa í sund á Borg en þar skemmti Þuríður sér geggjaðslega vel en hún er smá adrenufíkill og renndi sér endalaust oft í rennibrautinni. Enda það skemmtilegast sem ég geri er að fara með hana í tívolí en verst hvað hún er lítil miða við aldur (vegna lyfjanna)því þá fær hún ekki að fara í öll tækin sem henni langar í. Samt svo gaman að sjá hana svona hamingjusama einsog í rennibrautinni á Borg, það skríkti alveg í henni enda ef hún hefði fengið að ráða þá væri hún ö-a ennþá að renna sér ehe.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æ hvad thetta er gott ad heyra( lesa ) , bara ad allt sé í rétta átt lofar gódu. Gott hjá ykkur ad drífa ykkur í útilegu,thær klikka ekki bara yndislegt ad vera útí náttúrunni med familiuna.
eigid góda viku kæra fjølskylda og hafid thad sem allra allra best
María Guðmundsdóttir, 29.6.2008 kl. 17:21
Flott að heyra að skottan sé að hressast- æðislegt
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 29.6.2008 kl. 18:06
Gott að lesa.Alltaf fjör á Borg.Góður staður og sveit.Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 18:30
Dásamlegar fréttir.
Óskum svo að þetta haldi áfram svona
Hulla Dan, 29.6.2008 kl. 18:56
Yndislegar fréttir af stelpuskottinu Njótið lífsins í sumar kæra fjölskylda
Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 19:33
Kristín (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 19:51
Hæ Hæ og takk fyrir samveruna í útilegunni. Þetta var voða gaman og ójá hvað Þuríði fannst gaman í rennibrautinni, bara dúlla.
Helga Jóhanna (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 20:59
Yndislegar fréttir frá ykkur góða fjölskylda. Kveðja Þorgerður.
Þorgerður (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 21:19
Æ, það er SVO hressandi að fá svona fréttir af hetjunni, Þuríði Örnu. Hafið það sem best, kæra fjölskylda. Kveðja Sólveig
Sólveig (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 22:14
glæsilegt að skottan sé öll að koma til.... dagurinn hjá okkur var æði pæði.... LOVE á þig
Þórunn Eva , 29.6.2008 kl. 23:28
Æðislegt að skottunni er farið að líða betur
Oddný Sigurbergs (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 00:51
Gott að heyra þetta og gaman að hún skyldi skemmta sér svona vel.
Helga Magnúsdóttir, 30.6.2008 kl. 10:14
Gott að heyra þetta og vonadni verður allt í góðu með ljóta blettinn.
Sólarknús
Guðrún Jóhannesdóttir, 30.6.2008 kl. 11:06
jæja hvernig fer stórleikurinn KR-ÍA í kvöld???Ég segi 1-1.Bestu kveðjur.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 13:06
Kysstu krúttið á ennið og kvakaðu þakkir fyrir daginn útí tómið, það heyrir einhver þakkirnar eins og bænirnar.
Þetta voru góðar fréttir
Takk fyrir að láta vita.
Bjarni Kjartansson, 30.6.2008 kl. 13:25
Dásamlegt að heyra!
Ylfa Mist Helgadóttir, 30.6.2008 kl. 15:28
Yndislegt að lesa að stúlkan er að hressast....og já það heyrir sko einhver bænirnar
Tendra ljós 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 20:07
Yndislegar fréttir af stórfjölskyldunni.
kær kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 22:15
Gott ad fá tessar fréttir mín kæra.Mikid hefur hún unad sér vel í rennibrautinni.Ad ég taki ekki um ad fara í útileigu.
Stórt knús á ykkur öll
KV frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 1.7.2008 kl. 05:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.