2.7.2008 | 10:15
Ég bara varð.... (ekki langt stop)
Að segja ykkur frá því en þegar ég sótti hetjuna mína í leikskólann í gær þá var þessi fallegi glampi kominn í augun hennar AFTUR, mikið yndislega var gaman að sjá hann. Hún var svo yndislega kát og glöð, það lá svo vel á henni að hálfa væri miklu meir en nóg og svo þegar ég tilkynnti henni að við ætluðum í sund þar sem nokkrar rennibrautir væru þá trylltist hún af kæti. Oh boy þið misstuð af miklu að sjá hana í þessu stuði. Við sem sagt skelltum okkur í Mosó laugina sem er ótrúlega skemmtileg fyrir adrenufíkla einsog Þuríði mína, frekar erfitt að fá hana heim eheh. En þarna hljóp hún EIN upp stigann og renndi sér sjálf niður alveg none stop veit ekki hvað lengi? Þvílíka eins hamingju hef ég ekki verið vitni af lengi lengi. Endalaust gaman!!
Mikið elska ég að vera ólétt, ef grindin væri í betra ásikomulagi þá væri ég ö-a ólétt allt árið um kring eheh og ef þjóðfélagið gerði fólki kleift að kaupa sér stærri íbúðir, en við getum ekki fyllt meira í hana ehe. Þannig ef ég flyt í einbýli/par/raðhús á næstunni vitiði hverju þið eigið von á. Mhúhaha!! Farin að finna fullt af hreyfingum eða kanski meira svona loftbólum og fyrsta sinn í morgun fann ég að barnið var komið alveg með rassinn (eða eitthvað annað) uppað maganum þannig hann var smá harður. Oh boy, best í heimi. Perlan mín pælir mikið í því hvernig barnið komi út og afhverju ætti ég að ljúga að barninu og búa til einhverjar sögur um hvernig það komi, að sjálfsögðu segi ég henni sannleikan en hún trúir mér engan veginn ehe. Henni langar í litla systir en hetjunni minni og litla Teddalíus langar í strák, miklar pælingar í gangi en við ætlum ekkert að vita fyrr en það kemur í heiminn.
Langaði nú líka að nefna það en umtalaðist dómari landsins Garðar Örn Hinriksson er BRÓÐIR minn og ég er ótrúlega stollt af honum að geta dæmt svona leiki einsog KR-ÍA, ég veit að ég sjálf myndi bara fara grenja ef fólk myndi haga sér svona við mig. Ég fæ eiginlega bara kjánahroll að horfa uppá suma menn haga sér svona einsog þeir hafa hagað sér. Ætlaði að skrifa langa færslu um þetta en hef ákveðið að hætta við hana.
Góð fíling samt að blogga í dag bara því mig langaði að blogga og þannig verður það framvegis. Víííí!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 4870799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að heyra um hetjuna þína.
Auðvitað bloggar þú þegar þú ert í stuði og þegar þú hefur löngun til.
Guð veri með ykkur.
Linda Birna (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:32
Yndislegt að lesa færsluna þína í dag Áslaug, vonandi að hetjan verði áfram svona brött. Baráttukveðja á ykkur öll
Kv. Ellen
Ellen Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:33
Frábærar fréttir af litlu hetjunni :) Þú mátt vera stolt af bróður þínum, erfitt að þurfa að lenda í geðsjúklingum eins og sumum þjálfurum og halda samt áfram að gera vinnuna sína. Gangi þér sem best með bumbubúann
Sara (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:34
Rosalega er gott að fá svona jákvætt blogg frá þér og að Þuríði líði betur. Það verður bara að kaupa handa henni sundlaug og rennibraut til að hafa í garðinum. Líka gaman að fá fréttir af óléttunni, sjálf elskaði ég að vera ófrísk á sínum tíma.
Helga Magnúsdóttir, 2.7.2008 kl. 10:40
Flott hjá þér Áslaug, bara blogga þegar maður er í stuði, þannig á að gera þetta Foreldrar þínir geta verið stoltir af sínum börnum, tala ekki um ef þið eruð öll svona sterkar manneskjur Já ég hefði sko verið til í að vera samtímis ykkur í sundlauginni í Mosó, frábært Hvað hetjan ykkar er lífsglöð, yndislegast. Njótið lífsins öll sömul
Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:41
sinnum helling.
Til hetjunnar þinnar (okkar) með þökk til Hans.
Bjarni Kjartansson, 2.7.2008 kl. 10:52
hann guðjón er meira fórnarlambið
hvernig væri hann færi að hætta að tuða yfir dómurunum og reyna að vinna leiki í staðinn, ég held með garðari!
katrín atladóttir, 2.7.2008 kl. 11:22
Víiii gaman að lesa og guð gefi hetjunni þinni sól í heiði og glampandi bros áfram. Og litla krílið á fullu til að minna á sig..viss um að þetta sé stelpa.....Púff talandi um dómara erfið staða hjá bróður þínum og hann ekki öfundisverður....en hann stóð sig vel í sjónvarpinu í gær og var heiðarlegur og með allt á hreinu...flottur!!
Tendra ljós og fer með bænir til hans sem hlustar
með kærleiksknúsi 4 barna mamma
4 barna mamman (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 11:34
Bjargar degiunum alveg að lesa þetta ,alveg yndislegt hvað BROSdúllan er dugleg og að allt gangi vel (bara uppleið) sæti bróðir þinn er sko til fyrirmyndar að standa sig í sinni vinnu,en þið ÖLL fjölskyldan eruð soddan fyrirmyndir á öllum sviðum, bara áfram góðir dagar.Kv.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 12:21
Langaði að benda þér á þessa síðu ef þú hefur ekki séð hana. Dóttir mín var líka að spá í þvi hvernig barnið kæmist eiginlega út og þessi síða er mjög flott og einföld í fyrir þau yngstu :)
http://www.umm.edu/pregnancy/000005.htm
Sigrún Haf (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 13:30
Gaman að heyra að hetjunni líður vel :)
Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 14:01
Elsku Áslaug og co..gott að lesa að flottustu hetjunni líður betur,það er alltaf ánægjulegt þegar svo er.Bið að heilsa sætu stelpunni og vona að það gangi áfram svona glimrandi vel...see you
Björk töffari (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 14:43
Æ en gaman ad heyra ad hún er øll ad koma til hafid thad rosalega gott og njótid sumars
María Guðmundsdóttir, 2.7.2008 kl. 16:16
Takk fyrir góðar fréttir. Guð gefi að hún fái áram góða daga.
Kristín (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 17:10
Hæ elsku Áslaug. Góðar fréttir Bara yndislegt að lesa, af hetjunni litlu og af óléttunni. Mér leið æðislega vel á mínum 2 meðgöngum...
Gangi ykkur sem best og njótið sumarsins.
Stella A. (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 17:37
Góðar fréttir.
Lýði þér sem allra best í óléttunni
Hulla Dan, 2.7.2008 kl. 19:05
Yndislegt að lesa hvað færsluna hjá þér. Auðvitað ertu stolt af bróðir þínum.
Kveðja Þorgerður.
Þorgerður H. Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:18
Kæra fjölskylda gaman að heyra hvað hetjan ykkar er hress.Vonandi gengur ykkur allt í haginn.
ókunnug frá Eyrarbakka (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:24
VÍÍÍÍ :)... ég brosi bara hringinn !!
KNÚÚÚÚS
Elsa Nielsen, 2.7.2008 kl. 20:37
Til hamingu með hann bróðir þinn. Hann er ekki að gefa eftir þó verið sé að formæla honum af málglaðasta þjálfara á Íslandi. Mér finnst ég finna mun meiri dónaskap og hörku í mannlegum samskiptum núna í ummælum manna tengdum íþróttum. Frábært að Þuríður er að hressast og það er auðvitað aðalatriðið. Hún er svo ótrúleg þessi stelpa. Já stundum er bloggnennan ekki heima og þá er það bara þannig. Ég er að fara á mikilvægann fund á morgun og get vonandi sagt frá því á annað kvöld hvað ég hef verið að skipuleggja. Ekki meira í bili, kveðja í bæinn og til spriklandi bumbubúans.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.7.2008 kl. 21:05
á allt og alla.Ekki gleyma Garðari bró.....Dómarakveðja.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 22:43
Dásamlegt ad heyra ad allt ér svo gott í dag hjá¨dugnadar fjölskyldunni.gangi tér líka vel me bumbubúann.Nú fer dóttir mín ad verda léttari bara á næstu dögum.
Knús á ykkur öll
Gudrún Hauksdótttir, 3.7.2008 kl. 05:54
Sannarlega góðar fréttir af hetjunni. ;) Svo er þetta ósköp einfalt, það er bara dómarinn sem ræður, ekki flókið. Áfram Garðar!
Sólveig (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 08:32
Hm.. held svei mér þá að þú sért með hamingjuklump í brjóstinu :) Það er best í heimi..
Garðar er sá allra svalasti..
kolla tjorva (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 09:59
Flott að heyra af hetjunni. Það er ein yndislegasta tilfinning í heimi að finna fyrir litla krílinu manns í mömmukviði. Sakna þessa tíma, er að verða komin 4 ár síðan litli prins kom í heiminn.
knús og kram til ykkar allra.
Bergdís Rósantsdóttir, 3.7.2008 kl. 18:27
En dásamlegt að heyra Áslaug! Svona á lífið að vera ALLTAF!!
Bið fyrir því :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 3.7.2008 kl. 22:00
Fallegt veðrið í dag.Eigið þið frábærann dag líka.Sólarkveðja.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 06:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.