Leita í fréttum mbl.is

Enn ein spítalaferðin

Var að koma af spítalanum með hetjuna mína, gvuuuð hvað maður er farin að þekkja of marga lækna þarna ekki eitthvað sem manni langar til.  Vorum að hitta lungasérfræðingin enn eina ferðina og þeim heimsóknum er ekkert lokið, jú hún er búin að vera á uppleið þessa vikuna engin þungur andardráttur, slím eða hósti þannig innlögnin var ö-a að gera sitt nema hvað í morgun þegar við vorum mætt uppá spítala heyri ég þennan þunga andardrátt, hósti og slímið  mætt ALLT saman aftur á svæðið.  Aaaaaaaaaaaargghhh!! 

Læknirinn var að sjálfsögðu ekki sáttur og hefur miklar áhyggjur af lungunum hennar og auðvidað sett á enn ein sýklalyfin, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað við erum búin að eyða miklu í lyf síðustu mánuði. (tugi þúsunda)  Þó Þuríður mín sé með "staðfestan" sjúkdóm hjá Tryggingastofnun einsog margir myndu segja þá þurfum við alveg að borga öll hennar lyf well fyrir utan að sjálfsögðu krabbalyfin og þrenn flogalyf af fjórum.  Læknarnir okkar trúðu okkur ekki einu sinni að við þyrftum að borga fyrir eitt af þeim lyfjum, þau lyf eru nefnilega ekki samþykkt hjá TR.  Þetta er hætt að vera fyndið, reyndar hefur þetta aldrei verið fyndið og það skrýtna við þetta allt saman að bætur mínar sem ég fæ útaf Þuríði minni lækkuðu núna um mánaðarmótin um 30% og við sem höfum aldrei þurft að borga jafn mikið vegna veikinda hennar.  Ekki alveg að fatta þess vegna sendi ég fyrirspurn til þeirra hjá TR, kanski eru þeir líka í basli með fjármálin sín einsog flest fyriræki á þessu landi?  ..og þurfa láta það bitna á sjúklingum eða aðstandendum þeirra?  Veit ekki?  Þeir halda kanski að Þuríður mín sé orðin heilbrigð og ég sé á leiðinni á vinnumarkaðinn sem er langt í frá?  Eða kanski þeir hafi verið að borga of miklar bætur hingað til sem er laaaaaaaaaaangt í frá. 

Jú maður getur pirrað sig á þessum smá hlutum en maður verður víst að lifa og borga lyf, þetta kerfið er bara óþolandi skrýtið og ömurlegt að þurfa alltaf að vera berjast við það sem maður hefur enga orku í enda alveg nóg að sjá um þessa elsku og hennar baráttu en ekki að þurfa lenda í einhverri annarri svona ömurlegri baráttu.

Þuríður mín var nú samt ágætlega hress í morgun enda er þetta bara að byrja "aftur"enda ætlaði hún líka með deildinni sinni uppá Barnaspítala í heimsókn og sína þeim leikstofuna og eitthvað meira þar.  Ótrúlega gaman fyrir hana að sína þeim þetta.

Lungasérfræðingurinn vill núna fylgjast mjög vel með henni og ef henni versnar yfir helgina þurfum við að koma með hana strax enda er líka mjög stutt í svæfinguna hennar sem hún þarf að vera súper hress fyrir (15.júlí).

Annars eru þær systur að fara á hestanámskeið 14.-18.júlí sem þær geta ekki beðið eftir, ein fyrrverandi skólasystir Skara ætlar að bjóða þeim á námskeið hjá sér.  Ég veit að Þuríður mín mun fíla það í botn en veit ekki með litla hjartað hennar Oddnýjar minnar eheh, verður bara gaman að sjá. Get ekki beðið!  Skemmtileg helgi framundan og spáð líka svo góðu veðri, börnin eru allavega spennt fyrir helginni (ég líka ehe) og það er fyrir mestu.

Kæru lesendur eigið góða helgi, reynið að njóta hennar í botn einsog við ætlum að gera og reynum kanski að hugsa svona og ég ætti að gera það líka:
-Vertu þakklátur fyrir það sem þú hefur, en ekki óánægður með það sem þú hefur ekki-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 4.7.2008 kl. 09:35

2 identicon

Knús á þig Áslaug mín og ég bið fyrir Þuríði þinni. Sendi þér extra styrk.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 09:44

3 identicon

Bið fyrir ykkur og tendra ljós

kærleiksknús 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 10:17

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

sendi ljós og meira ljós til ykkar áslaug mín

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.7.2008 kl. 10:46

5 identicon

Sendi ykkur hlýjar hugsanir og ósa ykkur alls hins besta - tek undir hvert orð í seinustu línunni - vonandi að sem flestir tileinki sér það!! Njótið helgarinnar!

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 11:49

6 identicon

Æi gleymdi einu kái - sorry!!!

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 11:50

7 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 4.7.2008 kl. 12:28

8 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Held áfram að senda ljós og bænir og bið Lóuengilinn að vaka yfir ykkur öllum

Bergljót Hreinsdóttir, 4.7.2008 kl. 12:29

9 identicon

 Góða helgi.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 13:11

10 identicon

Elsku Þuríður mín...þetta er bara ekki sanngjarnt líf oft á tíðum,en þú ert hetjan mín og verður alltaf fallega stelpa.Áslaug mín njóttu helgarinnar með fjölskyldunni og þetta eru alveg sönn orð að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur en ekki öfugt...love og knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 13:17

11 identicon

Sæl Áslaug. Ég var að velta því fyrir mér hvort að Þuríður hafi aldrei fengið svona pústvél til að hafa heima. Hjálpaði mínum gutta mikið að minnka slímið og þennan þunga andardrátt. Við þurftum reyndar að borga tæpar 8000 kr fyrir hana og TR rest. Læknarnir voru svona la, la um að pústa hann með vél myndi skila einhverju en við finnum mikin mun. kv Ágústa mamma Ásgeirs sem er langveikur

Ágústa (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 13:33

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Helga Magnúsdóttir, 4.7.2008 kl. 16:12

13 identicon

Sælar.

Bara að benda þér á að þið eigið örugglega rétt á sýklalyfjakorti ef þið eruð ekki þegar með það.

Gangi ykkur svo allt í hæginn. Þuríður er voða dugleg og auðvita þið líka

Kv.Berlind

Berglind (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 16:43

14 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

   Að eiga við völundarhús Tryggingastofnunar er nú bara á færi fullfrískra, barnlausra og moldríkra. 

Semsagt, nákvæmlega þess hóps sem þarf mest til hennar að sækja...

Hugsa til ykkar.   Bestu kveðjur.

HHS

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 18:14

15 identicon

Hef ykkur ávallt í mínum bænum

Ellen (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 22:32

16 identicon

Baráttukveðjur til ykkar allra. Þið eruð hetjur og ég vona svo heitt að Þuríði fari að líða betur að að sjúkrahúsferðum ykkar fari að fækka. Kær kveðja Ragga

Ragga 4ra barna móðir.. (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 22:33

17 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 22:37

18 Smámynd: Júlíana

Ég mætti öllum krökkunum einmitt í lyftunni á Barnaspítalanum í dag. Var á leiðinni upp og opnaðist þá ekki lyftan og við mér blasti föngulegur hópur í gulum vestum. Algjör krútt og Þuríður fremst í flokki. Tókum þau reyndar ekki með, sendum bara lyftuna niður aftur til þeirra.

Mikið vildi ég að ég gæti verið svona gul í vinnunni, þessi hvíti galli er soldið þreytandi til lengdar.

Júlíana , 5.7.2008 kl. 00:42

19 identicon

Knús til ykkar.  Hlýjar kveðjur líka.

Stella A. (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 09:55

20 Smámynd: Lovísa

Lovísa , 5.7.2008 kl. 13:10

21 Smámynd: Helga Linnet

Ég skil ekki afhverju þessi langveiku börn þurfa að borga sýklalyfjaskammtinn. Finnst að þau EIGI að fá þau frí/ódýr eins og önnur lyf sem þau fá.

Nú hef ég staðið í þessu basli síðastliðin 12-13 ár og er stelpan mín með krónískt vandamál sem má rekja til hennar meðferðar á sínum tíma og enn erum við að borga mörg þúsund krónur á mánuði í sýklalyf.

Við sumu hafa læknar ekki fundið lausnir við ennþá og er sýklalyf þeirra eina úrræði.

Ég sendi eitt sinn fyrirspurn til TR (1998) á þeim forsendum að ég hafi borgað um 100.000kr í lyfjakostnað yfir árið. Ég sendi þeim afrit af öllum kvittununum sem ég hafði og það hreyfði við þeim og þeir sendu mér ávísun í pósti upp á 40 eða 50 þúsund. Þessi peningur var eins og fjársjóður fyrir einstæða móður sem sat yfir veiku barni og hafði ekki aðra fyrirvinnu svo "launin" frá TR urðu að duga (sem það gerði að sjálfsögðu ekki) 

Það er sárt til þess að vita að maður þarf að brjóta niður múrveggi með tánum einum að vopni hvað eftir annað.

Þú ættir að taka saman þennan lyfjakostnað Þuríðar (getur fengið útprentun í apótekinu sem þú verslar við) og senda þetta til TR og sjá hvað þeir segja. Tölur á blaði er það eina sem hreyfir við þeim, símtöl gleymast fljótt.

Gangi ykkur vel.

Helga Linnet, 6.7.2008 kl. 02:06

22 identicon

Ég ráðlegg þér að fá útskrift hjá þeim apótekum sem þú verslar við,og fara með í TR.Þá sjá þeir útlagðan kostnað ykkar.Ég man ekki hvað er hámark sem ein fjölskylda þarf sjálf að borga.Gangi ykkur vel í þessari erfiðu baráttu.

maggas (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 19:41

23 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:59

24 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sendi ykkur sterka strauma elsku fjölsk.

Stórt kram til ykkar

Gudrún Hauksdótttir, 7.7.2008 kl. 06:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband