Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlega hress

Hetjan mín er bara ótrúlega hress þó það kurri dáltið í henni en andardrátturinn ekki svona þungur einsog venjulega og hún verður að halda sér svoleiðis frammá þriðjudag (og sjálfsögðu alltaf) þegar hún fer í svæfinguna annars má hún það ekki.  Hún er ennþá á sýklalyfjunum en ekki hvað?  Held að hún sé búin að vera nánast stanslaust á sýklalyfjum síðan í des, æðislegt eða þannig.  Það er búið að fresta "aðgerðinni" sem hún átti líka að fara í um leið og myndatökurnar (nýta svæfinguna) en það er sumar og þá er mannekla uppá spítala og þá er það víst ekki hægt, asnalegt!

Hún er orðin hrikalega spennt að hætta í leikskólanum, hún hefði átt að vera út næstu viku en þar sem þær systur ætla á hestanámskeið í næstu viku fyrir hádegi ætlum við bara að hafa stelpudag eftir hádegi eða þanga til við náum í Teddalíus.  Hún ætlar að bjóða krökkunum uppá Dóru köku í kveðjuskyni en verst að flestar fóstrurnar hennar eru komnar í sumarfrí þannig kveðjugjöf handa þeim verður að bíða betri tíma enda erum við ekkert á leiðinni að hætta á þessum leikskóla þó við þurfum að keyra 10km á dag í hann.  (bensínkostnaður hvað?)  Það tekur alltaf annað krílið við af því sem er að hætta eheh, bara gaman!

Í fyrradag ákváðum við fjölskyldan að kíkja í Nauthólsvíkina, gvuuð ég vissi ekki að þetta væri svona flott þarna og sjórinn ilvolgur og ef ég hefði vitað af þessu hefði ég verið með bikiníið mitt í töskunni ....eða ekki?
P7082991 
Þetta var hann að fíla, Þuríður mín hefði reyndar stungið sér til sunds ef hún hefði fengið að ráðaWhistling

Var annars mætt kl sjö í Next á útsöluna í morgun ,jebbs flestum finnst ég klikkuð og fólk vanalega hristir höfuðið og hringsnýr augum ef ég er að segja þeim frá þessu en ég er frekar stollt.  Ég meina börnunum mínum vantar föt (fann reyndar ekki mikið, svo mikil "Spánarföt" þarna) og afhverju þá ekki að nýta útsöluna og fara um leið og það opnar en ekki kl fimm sama dag eða daginn eftir þegar flest allt er búið sem eitthvað er varið í?  Hefði reyndar alveg viljað vita kynið hjá mér og byrjað að undirbúa smá ég lýg því ekki eheh en það verður víst ekki opnað pakkann þannig ég keypti hlutlausar samfellur.  Reyndar hef ég sterka tilfinningu fyrir því að þetta sé stelpa (og var næstum því búin að kaupa stelpuföt) sem ég geng með en samt alltaf sagt að þetta sé strákur en það er bara því það passar betur uppá herbergisskipan eheh og svo vantar Theodóri mínum annan svona gaur nú annars verðum við bara að halda áfram, mhúhaha!  ....eða ekki.

Veit að Skari minn er að undirbúa eitthvað fyrir laugardagskvöldið, jíííhhaaaaa!!  ...ætla ekkert að spurjast frekar útí það bara koma á óvart og ég á "fullu" á hrærivélinni að baka ef einhver kíkir í kaffi um daginnWizard.  Eeeeeelska afmæli!

Lungasérfræðingurinn í fyrramálið og vonandi verður hann ánægðari með stöðuna hjá hetjunni minni og svo bara skemmtileg helgi framundan, ætli ég skreppi ekki út og tani mig aðeins þó ég megi nú ekki við því thíhí!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vonandi heldur Þuríður áfram að vera svona hress. Það er enginn smááfangi hjá svona krílum að hætta á leikskóla og fara í alvöruskóla.

Helga Magnúsdóttir, 10.7.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já vonandi heldur thetta áfram i rétta átt

hafid thad gott kæra fjølskylda.

María Guðmundsdóttir, 10.7.2008 kl. 14:04

3 identicon

Sæl Áslaug

Ákvað að kasta á þig kveðju, loksins.  Er búin að lesa bloggið þitt mjög lengi en aldrei kommentað.  Ég var með tvö börn í pössun hjá perlunni henni mömmu þinni (Karlottu og Odd Vilberg) svo mér finnst mér skylt að fylgjast með stöðu mála.  Svo er líka bara svo gaman að sjá hvað þið eru frábærir foreldrar, dugleg að gera eitthvað fyrir börnin ykkar.  Gangi ykkur allt vel og ótrúlegt að sjá hvað hún Þuríður er dugleg!!!!

Guðbjörg O.

Guðbjörg Oddsd. (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 14:16

4 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Flott að heyra að öllum líður vel.

knús og kram

Bergdís Rósantsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:33

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að skvísan er að hessast. Ég hef ekki góða reynslu af að kyngreina mín eigin börn fyrir fæðingu og gerði bara einu sinni, en þú ert kannski naskari, hver veit. Hann er flottur hann Theodór að sulla í sjónum. Guðsblessun

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.7.2008 kl. 23:46

6 identicon

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 00:04

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vonandi fara lungun hennar Turídar ad hreinsast...Nauthólsvíkinn er ædisleg.er tessi stadur ekki vel nýttur??

Gangi ykkur allt í haginn og spennandi ad heyra med laugardagskvöldid

Gudrún Hauksdótttir, 11.7.2008 kl. 08:51

8 Smámynd: Þórunn Eva

knús á þig snúllan mín....

Þórunn Eva , 11.7.2008 kl. 10:00

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Dásamleg mynd af honum Theódór þínum að sulla í vatninu. Gaman ða heyra að allt gengur vel. Gott hjá þér að mæta snemma á útsöluna. Þú ert greinilega bara svona hagsýn.:)

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.7.2008 kl. 13:20

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Angel Glitterknús knús og bestu óskir um góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.7.2008 kl. 14:44

11 identicon

Bara að sjá hvort ekki væri allt gott í ykkar húsi og sem betur fer er það svo.

Þið öll alltaf sömu hetjurnar.

Til Áslaugar er sérstök afmæliskveðja með ósk um að Óskar þinn dekri nú við sína konu, ef einhver á skilið dekur er það hún.

Kærleikskveðja til allra.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 18:02

12 identicon

til hamingju með daginn indislega fjölskylda er búin að fylgjast með litlu dúllunum ykkar og þá sérstaklega Tedda , þið eruð yndislegust býð spennt eftir nýjasta meðlimnum.Kveðja Kolbrún

Kolbrún (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband