20.7.2008 | 19:03
Geta, ætla, skal (breytt, smá viðbót neðst)
Þuríður mín er þessi týpa ef hún ætlar sér einhverja hluti þá gerir hún þá, hún er líka meðvituð um það að hún getur ekki allt en gefst samt ekki svo auðveldlega upp. Mamma og pabbi eru t.d. með þannig garð þar sem mamma var dagmamma (hætti núna 1.júlí eftir 20 ár sem dagmamma) að hann er girtur með háum girðingum sem börnin kæmust ekki í burtu og hliðið er frekar erfitt að opna. Ég sjálf á ég mjög erfitt með að opna það og stundum þarf ég aðstoð en hún Þuríður mín segir sér ekki svona hluti getur ALLT sem hún ætlar sér og auðvidað getur hún opnað þetta ákveðna hlið sem ekkert barn ætti að geta. Alveg ótrúleg!
Einsog áðan eftir matinn þá fengu börnin eftirrétt sem var ís og Þuríður mín valdi sér topp og ég að sjálfsögðu bauðst til að hjálpa henni að opna ísinn því hún er vön að biðja mig að hjálpa sér en vitiði hverju hún svaraði mér "nei mamma ég þarf að æfa mig". Já stúlkukindin er sko líka meðvituð um að hún þarf að æfa sig á þessum hlutum og að sjálfsögðu var þetta ekki erfitt fyrir hana. Hún er snillingur!
Hún er að taka miklum framförum þessa dagana bæði í tali og líkamlegum þroska, ég get eiginlega ekki beðið með að fara með hana í leikskólann í haust og leyfa henni að hitta konurnar á bláu deildinni og sýna þeim þessar framfarir. Við sjáum framfarir daglega sem er endalaust gaman að sjá, þetta er þvílík kraftaverkastúlka. Glætan spætan að ég geti beðið með að sjá hana fara í þroskapróf aftur hjá greiningarstöðinni þegar hún verður sirka 9 ára, allavega ekki ef þetta heldur svona áfram (sem það mun gera)og þá verður hún sko ekki lengi að ná þessum þremur árum sem hún er eftir á sínum jafnöldrum.
Ef það er einhver sem ég lít upp til þá er það hún Þuríður Arna mín.
Ég sem er orðin kvíðin því að ég mun ekki geta útskrifast um áramótin úr mínu námi vegna óléttunnar og líkamlega líðan sem fylgir því, prump segi ég nú bara ef hún Þuríður Arna mín getur þessa hluti sem hún hefur verið að sína og sanna þá ætti ég nú að hætta þessu væli og útskrifast með stæl. Sex greinar og lokaritgerð hvað? Var einmitt að borga skólagjöldin mín fyrir helgi þannig það er heldur ekki aftur snúið.
Keyptum annars fyrstu skólatöskuna hennar Þuríðar minnar í dag (djöh er þetta dýrt) og Þuríður mín labbaði stollt um alla kringluna sem töskuna á bakinu eheh. Yndislegust! Henni hlakkar svo mikið til og eina sem ég kvíði fyrir hennar skólagöngu er einelti einsog hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga í fjölmiðlum en það er einmitt umræðuefni sem ég ætla að taka fyrir hérna á síðunni á næstunni sem ég hef því miður reynslu af(þegar ég var lítil). Bara hell fyrir krakka og unglinga að lenda í...... fólk sem hefur ekki lent í þeirri reynslu getur ekki ímyndað sér hvað það getur verið mannskemmandi.
.............................................................................
Smá viðbót: eheh hetjan mín er það hress að ég heyrði alltíeinu stunur í herberginu hjá henni og Oddnýju sem ég var ekki að skilja í þannig ég kíkti á ástandið því stelpurnar áttu að fara sofa, jú mín kona var að gera armbeygjur uppí rúmi eheh. Það sem henni dettur í hug? Bwaaaaahh!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 4870799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún Þuríður þín er þvílíkt kraftaverk og hetja. Dásamlegt hvað hún er ákveðin í að geta gert hlutina sjálf. Einelti er hræðilegt ofbeldi og ekkert annað. Kennarinn hennar ætti að segja hinum börnunum hvað er að og fá þau til að skilja að það er allt í lagi að vera aðeins öðruvísi.
Helga Magnúsdóttir, 20.7.2008 kl. 19:17
Hún er svoddan snillingur þessi stelpa, ég er líka viss um að hún nær upp því sem hún hefur tafist með í sínum veikindum. Yndislegur lítill baráttujaxl.
Ragnheiður , 20.7.2008 kl. 21:08
Yndislegust!"!!!!!!!!
gera armbeygjur þegar hún á að vera farin að sofa
Bara snillingur. Hún verður sko ekki lengi að ná sér upp.
Hlakka til að sjá hvað þú hefur að segja gagnvart eineltinu.
það er sannarlega hlutur sem þarft er að hafa augun opin fyrir í þjóðfélaginu og hafa umræðu um.
það veit engin nema sá sem hefur lent í því hvurslags helvíti á jörð það er. En til fullt af fólki sem hefur ein´hlýtar skýringar á því að það sé eitthvað sem fólk kallar yfir sig.
knús
gunnag (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 21:56
dugleg stelpan ykkar algjör hetja já einelti er ekki gott að lenda í ,,vonandi að Þuríði gangi bara vel í skólanum
lady, 20.7.2008 kl. 22:06
Hún Þuríður Arna er virkileg kraftaverkakona. Mikið eru þetta góðar fréttir og nú finnur hún svo vel að hún er farin að geta meira og það er frábær tilfinning. Það er afar mikilvægt að gæta vel að einelti og að lára það ekki viðgangast í skólunum. Ekki er það betra á vinnustöðum, það er bara eins og fólk hafi verið lengur að átta sig því að fullorðnir gera þennan óskunda líka og eru jafnvel grimmari ef eitthvað er. Guðsblessun á línuna.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.7.2008 kl. 22:22
Já hún er sko dugleg þessi stóra hetja....og armbeygjur upp í rúmmi bara magnað hjá henni
Einelti...þekki það af eigin raun með elsta barnið mitt og þetta er hryllingur sem enginn ætti að lenda í. Það sem mér þótti erfiðast var að takast á við foreldra geranda og opna augu skólans við vandanum..eyddi í þetta 4 árum en þá gafst ég upp og flutti mig til...og það tókst vel, algjörlega nýtt líf fyrir alla í fjölskyldunni. Vona að ekkert slíkt hendi þessa fallegur stúlku ykkar en við þurfum að vera gríðarlega vakandi og ekki gefa tommu eftir því oft er skólinn sjálfur hluti af þessu. Þetta verður oft þvílík barátta og hjá mér var þetta orðið þannig að við foreldrarnir vorum þau einu sem stóðum með barninu. Það hefur tekið okkur eitt ár að jafna okkur af þessu og barnið búið að fá magasár og alls kyns eftirkvilla þó eineltið sé búið. Allt of lítil umræða um þetta í þjóðfélaginu og allt of margir sem hreinlega fatta ekki hvað þetta er og þau áhrif sem einelti hefur á börn og fjölskyldur þeirra.
Yndislegt að lesa allar þessar góðu fréttir af ykkur og ég bið guð að gæta ykkar í dag og alla daga
með kærleiksknúsi 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 22:23
Sæl og blessuð
Það er yndislegt að lesa hvað það gengur vel og ofurskísan í svona líka súpergír. Guð veri með ykkur.
Kv. Ragna
Ragna (ókunn) (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:03
Hún er hörkutól, þessi stúlka! Gangi þér vel í skólanum, kona góð, hef mikla trú á ykkur öllum : ) Þakka forsjóninni fyrir góða heilsu gleðst yfir framförum stúlkunnar þinnar - gleymum samt ekki systkinum hennar - þau eru líka sterkar hetjur : )
Kveðja, Frú Lára (2 stráka mamma í Mosó)
Frú Lára (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:10
Armbeygjur, ertu ekki grínast! Það er svo gaman að lesa bloggið þitt þessa dagana, ég segi bara áfram svona. Hafið það sem allra allra best. Kv. Sólveig
Sólveig (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 00:12
Ég hef oft hugsað um það þegar ég er að lesa bloggið ykkar, að það er ekki bara Þuríður litla sem er hetja í þessu húsi. Það eru allir SUPERHETJUR þar.
Guð gefi að áfram haldi á þessari braut hjá ykkur.
Þess óskar ykkar aðdáandi Sólveig
Sólveig (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 09:23
Hæhæ;)
Úr því að þú ert að fara að fjalla um einelti langar mig að benda þér á magnaða færslu sem ég las um daginn. Síðan er www.beggita.blog.is og ef þú ferð í nýjustu blogg heitir færslan; Ég er svooo stolt !
Ekki hika við að kíkja á þetta !!
Ástar-og hvatningakveðjur
nafnlaus (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 11:14
hæ hæ babí.... LOVE á þig og vonandi heldur skutlan áfram að gera armbeygjur.... greinilega sama kvöldæfingin á þínu heimili og mínu hehehehe algjörir labbakútar....
knús í tætlur
Þórunn Eva , 21.7.2008 kl. 14:09
Áslaug mín, ég veit að hún Þuríður getur það sem hún ætlar sér. Hún á nú kyn til þess að geta það sem hún ætlar sér. Ég skal, vil og ætla er einmitt hennar stíll og verður örugglega um ókomin ár. Ég man eftir Sessu frænku hennar í skóla. Kveðja Helga
Helga (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:04
haha armbeygjur hún er yndisleg, og hún kallar ekki allt ömmu sína
frábært að lesa svona góðar fréttir
knús á línuna
kveðja úr sveitinni
Dagrún (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:09
Armbeygjur Hahahaha!!! Spurning hvort ég ráði hana ekki sem einkaþjálfara minn bara - veitir sko ekki af smá heilsueflingu fyrir svefninn á kvöldin
Hún er óborganleg snillings-stúlka
Til hamingju með alla velgengnina, framfarirnar, kraftaverkin og tilvonandi fjölskyldumeðliminn
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 22.7.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.