23.7.2008 | 09:45
Tilfinningar
Við Skari erum mjög dugleg að taka myndir af börnunum okkar hvort sem það er á myndavélar eða videocameruna, eigum endalaust mikið af klippum af þeim enda mjög dýrmætt. Krökkunum mínum finnst endalaust gaman að horfa á sjálfan sig á dvd-spilaranum og nýjasta æðið er að biðja um að horfa á "Samma algjör pungur" eða einsog Þuríður mín segir það. En það er eitt video-ið frá einni okkar Torraveja-ferð en þá er Þuríður mín alltaf að segja "Sammi pungur" í videoinu sem er mágur minn og Þuríður mín dýrkar og dáir. Það er ö-a ástæaðn fyrir því að hún bjó til þetta nafn á það videoið og svo dreymir henni að fara þangað því henni langar svo að fara busla í sundlauginni og ná í slönguna og sprauta á alla sem verði í vegi hennar eheh. Við einmitt öfundum suma mjög mikið sem eru á leiðinni þangað á morgun, Oddný Erla segir að þau séu leiðinleg því við erum ekki að fara með eheh. Okkar tími kemur!
Á þessum sama diski eru video-klippir frá því hetjan mín var í Boston nóv'05, áður en hún fór í aðgerðina og eftir hana. Sjálf á ég mjög erfitt með að horfa á þann disk en sérstaklega Þuríði minni finnst mjög merkilegt að horfa á hann og sjá hvernig hún var þegar hún "var lasin í höfðinu" einsog hún segir sjálf en lítur ekki á sig í dag sem lasna í höfðinu. Allir krakkarnir mínir voru inní herbergi í gær að horfa á þetta ákveðna myndband þegar alltíeinu Theodór minn fer að háskæla og ég skil náttúrlega ekkert í því og fer að ath málið. Jú þá er klippur af hetjunni minni nýkomna úr heila-aðgerðinni, hún er mjög bólginn, sér ekkert með augunum vegna bólgna, með þetta þvílíka glóðurauga og grætur dáltið vegna sársauka. Theodór minn fann svo til með henni og segir að þarna er Þuríður Arna og sé lasin í höfðinu og fer að hágráta vegna þess, sem sagt farinn að sýna þessar tilfinngingar vegna veikinda Þuríðar (hann er sko tveggja og hálfs) og er alveg að átta sig á því að þarna líður henni ekki vel. Ég er að segja ykkur það að tárin streymdu niður og ég átti að taka hann og hann vildi ekki horfa meira á þetta, ótrúlega sorlegt að sjá og erfitt. Maður fattar ekki hvað þau eru fljót að átta sig á hlutunum.
Um daginn horfði ég á "fræðslumyndband" með Þuríði minni sem einn útskriftarleikskólakennaranemi tók af henni vegna lokaverkefnis og það var hræðilega erfitt að horfa á það. Ég hágrét við að horfa á það og ég myndi ekki bjóða Theodóri mínum að gera það sama. Þar var Þuríður mín sem veikust, nánast búin að missa allan mátt í hægri líkama, búin að missa hárið, uppdópuð af lyfjum, gekk með hjálm á höfði því hún krampaði svo mikið (það kom einmitt einn krampi í myndbandinu) og var mjöööög veik. Maður er fljótur að gleyma hvað hún hefur verið veik þegar maður sér þetta og þegar maður sér hana í dag, sem betur fer, erfitt að rifja það upp. Ég hef líka stundum verið að hugsa að leyfa ykkur að sjá þetta myndband en hef ekki ennþá komist að niðurstöðu, þarf lengri umhugsunartíma. Einsog ég hef oft sagt áður þá er það þvílíkt kraftaverk hvernig henni líður í dag.
Annars er mjög erfitt að hlusta á andardráttinn hjá hetjunni minni í dag, mjög þungur og erfiður. Kvartar samt ekkert, þarf meira til. Hún er líka sífellt að spurja mig hvenær eigi að klippa barnið úr maganum mínum ehe en þá svarar perlan mín að það megi ekki klippa það, það komi úr p********. Yndislegastar!
Bíð líka spennt eftir því að systir mín fari í sinn 20 vikna sónar í dag og þá fáum við að vita hvurs kyns hún gengur með, víííí!! Hlakka mikið til en hún er skráð tveimur vikum eftir mér sem er ekki verra eða leiðinlegra.
Fréttir frá læknum á morgun, fullt af fréttum. (vonandi)
Best að gera okkur til, er að fara í heimsókn til Írenu og krakkana. (sem þið öll þekkið, mhúhaha eða ekki) Kanski asnalegt að tala um einhver nöfn á vinum og ættingjum sem 1400 manns þekkja ekki og lesa síðuna mína það er kanski það sem ég sakna frá "old times" þegar ég bloggaði bara fyrir vini og ættingja og þekkti ALLA sem lásu síðuna mína.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
253 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þuríður Arna er sko sannarlega kraftaverk. Eins og þú segir með myndbandið hversu veik hún var og að í dag dreymi henni bara um að stríða öðrum með vatnsslöngu. skil þig svo vel að gráta þegar að þú horfir á barnið þitt svona. Njóttu lífsins og meðgöngunnar. Gleymi ykkur aldrei í mínum bænum.. knús í krús
Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 10:05
Hún er ótrúleg. Ég sárfann til með litla snúð við þennan lestur, grey kallinn.
Hafðu það gott mín kæra.
Ragnheiður , 23.7.2008 kl. 11:14
Ég fylgist með litlu hetjunni þinni hérna!
Gangi ykkur rosalega vel og gleðilegt sumar.
Ég veit hvað það er skrítið þegar fult af ókunnugu fólki er að fylgjast með manni, en það kvittar aldrei fyrir sig. Það er ekkert gaman að því! Svo að það eru núna 1399 ókunnugir að fylgjast með:) ..ein komin í leitirnar
Kveðja Gulla :)
Gulla Sigga (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 11:28
Hugsaðu þér Áslaug, það eru ekki mörg ár síðan það var opinberlega viðurkennt að börn hefðu tilfinningar!!!
Fyrir ekki svo mörgum árum þótti t.d ástæðulaust að deyfa börn fyrir aðgerðir og þess háttar!!!!!!
En við vitum betur í dag og þau eru bara pínupons þegar þau eru farin að samsama sig öðrum og koma til dæmis að hugga þann sem þau sjá að líður illa......eru nebbla mjög næm á líðan annarra og ekki síst foreldra og systkina.....
Maður hefur oft upplifað það að þegar hugurinn er í uppnámi læðist oft lítil hönd í lófann hjá manni....og maður mætir einlægum augum, sem horfa svo fallega á mann....
Og mundu...þetta er ÞÍN bloggsíða og ÞÚ bloggar ÞAÐ sem ÞÚ vilt....
Vona að læknarnir hafi bara eitthvað gott að segja og bið Lóuengilinn að líta til með ykkur
Bergljót Hreinsdóttir, 23.7.2008 kl. 13:41
Það er eins og ég segi, þið eruð öll sömu perlurnar í þessu húsi.
Treystum á að komi góðar fréttir úr skoðunni á morgun.
kær kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:47
Já nú skal ég kvitta! Skoða þessa síðu næstum daglega og dáist mikið að litlu hetjunni ykkar. Hún er greinilega með rétta hugarfarið til að ná árangri.
Miðað við lýsingarnar þá er ég ekki viss um að þessar myndir eigi erindi til ókunnugra (eins og mín) en efast ekki um að það er mjög dýrmætt fyrir þig að eiga þær.
Gangi ykkur allt í haginn.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 23.7.2008 kl. 14:28
já ég fékk alveg køkk í hálsinn vid lesturinn
litli kútur,verid alveg ómøgulegur ad horfa á systur sina svona veika.
En já thad getur verid gott ad minna sig á, hlutir breytast oft og madur gleymir stundum hvernig thad var ádur. Hetjan er bara kraftaverk og hefur sýnt thad og sannad ad hún getur ætlar og skal. Ótrúleg hetja bara.
Hafid thad sem best kæra fjølskylda
María Guðmundsdóttir, 23.7.2008 kl. 16:04
Hæ hæ, datt í hug að kvitta og láta um leið vita hver ég er:)) Inga mamma Elsebeth Kristínu sem er líka í SKB:) Við segjum takk fyrir síðast og gangi ykkur vel. kv frá Færeyjum:)
Inga (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 17:12
Skoða bloggið þitt reglulega. Er ein af þessum ókunnugu sem aldrei kvitta en hér er ég :)
Finnst einmitt alveg ótrúlegt að lesa um hana Þuríði í dag miðað við hvernig lesturinn var hérna fyrir 2 árum. Hún er sko algjört kraftaverk og það er ekkert smáræði lagt á lítinn kropp. En hún er svo dugleg, já og þið öll. Innilega til hamingju með bumbubúann og vona ég svo sannarlega að fréttirnar frá lækninum í dag hafi verið góðar.
Hafið það sem allra best kæra fjölskylda
Ásgerður (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 17:33
Ylfa Mist Helgadóttir, 23.7.2008 kl. 17:53
hæ sætust.... TAKK FYRIR AÐ VERA VINKONA MÍN.... þú ert algjör hetja og lang duglegust....
LOVE
Þórunn Eva , 23.7.2008 kl. 19:06
Litli kúturinn að finna svona til með systur sinni. Gott að þessir erfiðu tímar eru að einhverju leyti að baki. Þuríður er gangandi kraftaverk.
Helga Magnúsdóttir, 23.7.2008 kl. 19:50
æi elsku ljósálfakrulluprinspungurinn hennar ömmu sinnar við hefðum verið góð saman að horfa á myndbandið,skil þig svoooooooo vel,
am (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 20:02
ætlaði líka að segja ykkur hvað það var gott að fá aðeins að knúsa ykkur í dag
lov,lov,
am aftur (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 20:05
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 22:04
Mikið er þetta falleg og góð færsla. Það segir mér svo mikið um hvað oft er erfitt hjá aðstandendum þeirra sem eru mikið veikir. Mér finnst ekki erfitt að hugsa um þann tíma sem ég lá milli heims og helju eftir heilablæðinguna 1997. Fyrir mig var ekkert mál að fara aftur á deildina "mína" á LSP í Fossvogi 2 árum seinna og láta taka úr mér beinsaum, en það var áreyðanlega stórmál fyrir manninn minn og dóttur mína sem voru yfir mér í veikindunum, að koma þangað aftur. Ef að barnabörnin mín sæju myndir af ömmu eftir heilaaðgerðina, þá er ég viss um að þau mundu fá sjokk. Sem betur fer voru engar myndir teknar.
Já batinn hennar Þuríðar er alveg frábær. Hún á ykkur fjölskyldunni sinni svo mikið að þakka, hún hefur allan tímann fengið þau skilaboð að hún geti tekið þátt í öllu með ykkur, að hún eigi sér framtíð og það skiptir svooo miklu máli. Auðvitað hafa lyfin og læknarnir gert mikið. Kærleikurinn er þó stærsti þátturinn, það er ég viss um. Bið Guð að hreinsa lungun hennar. Kveðja til allra.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.7.2008 kl. 00:21
Einlæg færsla hjá þér duglega mamma og enn og aftur segi ég það að börnin ykkar Skara eru svoooo heppin að eiga ykkur sem foreldra...þið eruð bara flottust! Sammála Hólfríði, kærleikurinn er svo ríkjandi og einlægur hjá ykkur og hann skiptir svo miklu máli
Bið guð um góða daga og ég tendra ljós í leiðinni
Hafið það gott fallega fjölskylda 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.