24.7.2008 | 15:10
Fréttir af hetjunni minni
Hetjan mín þarf ekki innlögn með sýklalyf í æð sem betur fer en þarf bara að hætta á þessum sýklalyfjum sem hún hefur verið á síðustu daga og byrja á öðrum í staðin. Stundum væri gott að geta skitið nokkrum seðlum í klósettið fyrir öllum þessum lyfjum, gerist kanski einn daginn.
Fengum í morgun að sjá myndirnar af síðustu myndatökum af æxlinu, váááávh þvílíkur og annar eins munur á einu ári á þessum tómat þarna inni sem er að breytast í jarðarber. Jííííhaaaa!! Góðir hlutir gerast hægt. Einsog læknirinn okkar sagði í morgun og hefur oft sagt það áður að við verðum alltaf í þessari baráttu og það mun ö-a aldrei hverfa alveg en það er líka í lagi ef hetjunni minni líður sem best og við fáum að hafa hana hjá okkur. Við erum líka tilbúin að berjast þanga til við verðum orðin gömul, okkur (hetjunni minni)var gefið þetta verkefni og það er engin hætta á því að við gefumst eitthvað upp enda aldrei dottið það í hug.
Margir hafa spurt okkur hvernig við erum að höndla þetta allt saman og þessir einstaklingar sem hafa sagt þetta við okkur sagði að þau myndu aldrei geta höndlað þetta, vitiði það það er ekkert spurning um getu það er bara ekkert annað í boði. Að sjálfsögðu er þetta oft á tíðum mjög erfitt og álagið gífurlegt en þá er bara gefa meira í og taka þeirri áskorun. Þreytan kemur líka oftast þegar það lægir og maður hefur tækifæri að hugsa um eitthvað annað. Margir skilja heldur ekki hvernig við getum þetta með hin börnin en það eru líka þau sem gefa okkur auka kraft og berja okkur áfram, hefði ekki getað þetta öðruvísi en með þau okkur við hlið. Við eigum líka svo ótrúlega marga góða að sem eru tilbúnir að aðstoða okkur sem við hefðum aldrei geta verið án.
Næsta skref hjá hetjunni minni er að minnka flogaskammtinn hennar sem getur verið áhættusamt en ö-a þess virði að reyna því henni líður svo vel í dag og verið án krampa síðan í feb'07 en það verður ekki gert fyrr en þegar hún er byrjuð í skólanum. Það er allavega næsta skref en við vitum ekki með krabbameðferðina, kanski ekki fyrr en eftir næstu myndatökur sem verða ö-a í okt sirka eða síðastalagi nóv.
Það var alveg yndislega gaman að sjá hana í morgun að hitta "gamla" liðið sitt aftur í morgun eða þau sem byrjuðu með hana í okt'04. Hún var svo kát, hress og sprellaði endalaust mikið, bara æðislega gaman.
Ég held að ég viti hvar Þuríður mín fái þennan háa sársaukaþröskuld, ef ég væri ekki með svona háan þá myndi ég ö-a grenja mig í svefn á hverju kvöldi vegna sársauka í grindinni. Þetta er komið alveg allan hringinn eða frá lífbeini yfir í rófubein og svo neðst í bakinu, djöh er vont að labba. En ég kvarta samt ekki mikið því þetta tekur enda og þetta var mitt val að vera ólétt og lillinn/an lætur hafa fyrir sér þó ég sé bara á 22 viku. Bwaaaahh!!
Einsog þið vitið þá mun ég halda áfram í skólanum í haust og á að útskrifast um jólin sem ég að sjálfsögðu mun gera með snilld en þá hefur Skari minn líka ákveðið að fara í háskólann í haust (með vinnu) og ætlar að byrja í Stjórnmálafræði þannig við hjónin getum verið að læra á kvöldin þegar það er komin ró á liðið. Bara gaman!
Ætli það sé ekki best að taka saman leirinn eftir börnin, stelpurnar komnar í þroskaleiki í tölvunni og Theodór horfir á Tomma og Jenna. Smá rólegheit á liðinu og svo er skemmtileg helgi framundan eða fjölskylduhátíð hjá styrktarfélaginu sem margir skemmtilegir aðilar ætla koma og skemmta okkur hinum í félaginu. Börnin eru allavega hrikalega spennt að hitta suma.
Eigið góða helgi...... þanga til
Ekkert stress, veriði hress bless bless
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
253 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið sterkt þegar það þarf á því að halda. Vitanlega er engin spurning um að gefast upp fyrir fólk í ykkar stöðu en ég dáist samt endalaust að því hvað þið eruð dugleg og æðrulaus. Alveg ótrúleg fjölskylda.
Helga Magnúsdóttir, 24.7.2008 kl. 15:27
Þið eruð alveg ótrúlega dugleg og algjörar hetjur öll sömul. Ég skil ykkur mjög vel því að auðvitað berst maður vegna barnanna sinna með kjafti og klóm ef eitthvað bjátar á.
Mig langar að benda þér á eitt í sambandi við grindina, það er að fara í meðgöngusund. Það er alveg ótrúlegt hvað það hjálpar. Skora á þig að prufa allavegana. Þú getur lesið þig betur um það á www.medgongusund.is , ég veit allavegana að það bjargaði mér á minni meðgöngu. Svo er bara gaman á eftir að spjalla í pottinum
.
Gangi þér vel
Marta (ókunnug sem les síðuna þínu reglulega).
Marta (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 15:53
Ég segi nú bara, jésús dugnaðurinn í þér!!! Úff, kannast við svona grindarvesen og vá að klára skólann líka svona, með 3 börn og heimili....ég bíð bara eftir að fá fréttir af því að þið fáið ykkur hund líka haha!! EN gangi ykkur súper vel.
Jóhanna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 16:13
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.7.2008 kl. 17:31
Veistu Áslaug, okkur er einfaldlega gefinn aukakraftur þegar þannig stendur á, er viss um að þú skilur hvað ég meina
Ánægð með þessar frettir af hetjunni og ykkur öllum. Frábært bara. Hlakka mikið til að fylgjast með dömunni þegar þú byrjar í skólanum
Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 18:18
Áslaug og fjölskylda - ég tæki ofan fyrir ykkur ef ég væri með hatt - þið eruð svooooo dugleg - ég á ekki orð - megi sá sem öllu ræður vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk - þið eruð flottust og FRÁBÆR!!
Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 20:32
Ég segi það enn og aftur, þetta eru F R Á B Æ R A R fréttir. Ég er sammála þér með það að fólk tekur þeim atburðum sem og áföllum sem koma til þess hverju sinni. Auðvitað er þá oft farið ansi langt í að nýta varaorkuna, en svo safnar maður sér saman á ný. Svo er það alltaf spurning um viðhorf. Í ykkar tilfelli hefur það aldrei verið í boði að gefast upp og það skiptir svo miklu máli.
Mér finnst frábært að nú verði ekki bara skólastelpur á heimilinu næsta vetur, heldur líka skólastrákur. Svo næs að sitja saman á kvöldin og stúdera. Góða helgi.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.7.2008 kl. 21:12
Yndislegt að heyra af hetjunni. Ég hef alltaf sagt að okkur sem eigum langveik/fötluð börn séum valin sérstaklega í verkin og guð einn veit hvað hann valdi góða fjölskyldu fyrir hetjuna ykkar. Knús og kram
Bergdís Rósantsdóttir, 24.7.2008 kl. 22:24
Halldór Jóhannsson, 24.7.2008 kl. 22:30
Eigið dásamlega helgi

Og til hamingju með allt... Afmælið, sónarinn og allt hitt. Er búin að lesa og lesa frá mér allt vit í morgunn
Hulla Dan, 25.7.2008 kl. 09:21
Til lukku með gott gengi þessa dagana! Langaði að benda þér á að Haraldur Magnússon osteopati sem hefur aðsetur í Heilsuhvoli hefur getað hjálpað konum sem hafa haft grindargliðnun. Mæli tvímælalaust með heimsókn til hans. Gangi þér sem allra best!
Lára (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 09:32
Þú og þið öll alltaf frááábær, æðrulaus og yndisleg. Enda eins og þú segir sjálf ekki annað í boði, en samt.
Þú segir að læknirinn segi að æxlið hverfi aldrei alveg, það finnst mér pínu skrítið af því hvað það hefur minnkað rosalega sem mér finnst ótrúlegt að þeim finnist ekki kraftaverk, og því ekki að Guð klári kraftaverkið?
Kærleikskveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 10:02
Les Bloggið þitt alltaf en þori ekki að kommenta ;) vildi bara segja að ég dáist að þér og hetjunni þinni. Æðislegt að þetta gangi vel hjá ykkur fjölskyldunni ég held áfram að senda góða strauma :)
Kveðja Guðrún
Guðrún (fyrrverandi TBR gella) (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 14:46
æ hvad er gott ad heyra ad thetta er allt i rétta átt
skitt ad heyra ad grindin er ad hrjá thig..oh,man eftir theim tima fordum, ekki mjøg svo gledilegt. Vona ad thú hafir thad bærilegt bara.
Eigid svo ædislega helgi kæra fjølskylda og hafid thad sem best
María Guðmundsdóttir, 25.7.2008 kl. 16:18
Æðislegt að allt geingur vel með snúlluna gangi ykkur rosalega vel
Hafið það sem allra besst 
Helena Bjarnþórsdóttir, 26.7.2008 kl. 17:42
Það er nú meiri krafturinn í famelíunni - þið hjónin eruð alveg ÓTRÚLEG - gangi ykkur bara alltaf allt í haginn og gaman að heyra hvað gengur vel með hetjunna ykkar.
Kv Katrín.
Katrín (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 21:51
Það er ótrúlegt hvað styrkurinn magnist í erfiðleikum. Þið eruð einstök hvort í sínu lagi og ótrúlega saman.
Kristín Björg (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.