Leita í fréttum mbl.is

Er svooo montin af henni Þuríði minni

Þess vegna ákvað ég að setja inn nokkrar myndir af henni, hún lítur svo vel út, líður betur en venjulega sem er bara frábært.  En fólk misskilur líka oft þegar einhver með krabbamein lítur vel út þá á þeim einstaklingi að líða vel, þá er oft líka haldið að sá einstaklingur sé bara læknaður (sem er kanski langt í frá)en oft er það þannig að hann er sárþjáður að innan.  Útlitið blekkir oft.  Ég þekki einmitt til einna konu sem er með illkynja heilaæxli og spurði annan einstakling um daginn sem hafði hitt hana hvernig hún hafði það og þá fékk ég svarið "að hún liti allavega vel út" en það segir samt ekkert um líða hennar en samt frábært að konan leit vel út.  Ég held samt að Þuríði minni líði sæmilega, hefur reyndar aldrei verið góður "kvartari" en stundum koma smá "þunglyndistímabil" og þá grætur hún og segist vera svo lasin í höfðinu og þá held ég líka að það séu þeir dagar sem henni er illt í höfðinu.

P7123075
Þarna eru leikhæfileikarnir farnir að skína, syngjandi og dansandi í að sjálfsögðu prinsessukjólnum sínum.  Fer varla úr houm þessa dagana.

P7253138
Þessi var tekin um helgina, hún er meira að segja farin að fá smá "bollukinnar" enda mikið að braggast þessa dagana/vikurnar.  Farin að borða einsog pabbi sinn eheh.Sideways Líka komin með svo sítt hár að við erum farnar að geta sett í tagl þannig þær systur eru farnar að líkjast meir og meir.

P7253152
Þarna er hún að horfa á Gosa og Lóru og fannst það æði.  Þarna vinstra megi er hann Theodór minni Ingi alveg dolfallinn.

Verð víst að hætta en stelpurnar mínar eru að biðja mig um að kenna sér stafina, well perlan mín kann orðið ansi marga stafi eða svona sirka helminginn og kann líka að skrifa þá.  Hetjan mín er mjög áhugasöm að læra og kann nokkra en því verr og miður ræður hún ekki við hreyfingarnar við að skrifa þá en það kemur með tímanum(hún getur það samt í tölvunniHappy), ég veit það enda ætlar hún sér að geta það.  Ef hún fær tækifæri til þess að þroskast einsog þessa dagana verður hún ekki mörg ár að ná jafnöldrum sínum, verður bara vinna og þolinmæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra hvað allt gengur vel! Bestu kveðjur, Ásdís.

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 14:19

2 identicon

Frábært að fylgjast með ykkur þessa dagana og heyra hvað Þuríði líður vel.  Hafið það gott og njótið sumarfrísins

 Kveðja Benný

Benný (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 14:20

3 identicon

Hæ hæ

Yndislegar myndir og frábært hversu vel gengur þessa dagana.

Guð veri með ykkur,

Hugheilar baráttukveðjur

Kv. Ragna

Ragna (ókunn) (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 16:02

4 Smámynd: Helga skjol

Æðislegar myndir af fallegu prinsessuni þinni og guttanum líka

Helga skjol, 29.7.2008 kl. 10:36

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Megi Guð láta á gott vita.

Allt er gerlegt og föslkvalaus barátta hennar við þessar aðstæður sínar (í kroppnum) er launa verð, það verður að vera Almættinu ljóst.

Því vona ég innilega, að þið náið lokasigri yppon á Krabba-kúkalabba.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 29.7.2008 kl. 10:39

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gott að heyra að hlutirnir ganga vel þessa dagana. Það að hún skuli geta skrifað á tölvuna er mjög jákvætt. Frænda mínum, sem er með galla í miðtaugakerfi og á því vont með að samhæfa hug og hönd, var einmitt ráðlagt að nota tölvu því bæði að skrifa á hana og nota stýripinna í leikjum og öðru væri ein besta þjálfunin.

Helga Magnúsdóttir, 29.7.2008 kl. 12:23

7 Smámynd: Þórunn Eva

glæsilegar fréttir... hún er svooo falleg..... brún og sæt.... LOVE

Þórunn Eva , 29.7.2008 kl. 13:13

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Flottar myndir af henni Þuríði Örnu. Hún er með svo eðlilegan litarhátt muna og það segir meira en margt annað um að hún er orðin heilbrigðari en hún hefur verið lengi. Virkileg prinsessa, sérstaklega á efstu myndinni.

Njótið ykkar í blíðunni, nú þarf ekki að kaupa flug til sólarstranda, bara vera heima á svölum, palli, stétt eða flöt. Guðsblessun.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.7.2008 kl. 14:06

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

  endalaust falleg stúlka , mikid er gaman ad lesa ad allt er i rétta átt.

hafid thad sem best øll sømul. 

María Guðmundsdóttir, 29.7.2008 kl. 14:15

10 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 29.7.2008 kl. 15:02

11 identicon

hæhæ kíki hér inn annað slægið og langar bara að segja hvað hún Þuríður er ótrúlega flott stelpa.

Gangi ykkur vel

Bestu kveðjur

valla (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 15:57

12 Smámynd: Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir

Ég hef aldrei skrifað hérna inn en ég les bloggið ykkar alltaf og það er ótrúlega gaman að lesa þegar þið hafið svona góðar fréttir til að segja frá.  Það er sérstaklega gaman líka að sjá þessar myndir.

Kveðja, Skaga- og ex-sundstelpa,
Þórdís Kolbrún :-)

Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir, 30.7.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband