29.7.2008 | 19:48
Jiiiiih hvað er gott veður
En ótrúlegt en satt þá var miklu heitara uppá Skaga í dag en hérna í bænum og þá er nú mikið sagt ehe. Kíktum nefnilega aðeins uppá Skaga í dag, sleiktum sólina á pallinum hjá tengdó en þar var varla verandi vegna hita, úúúffhh!! Stelpurnar fengu að strippast aðeins á meðan feðgarnir kíktu í klippingu og Theodór töffari hefur aldrei verið jafn glaður með eina klippingu eheh, kominn með kamb. Þvílíkur töffari! Þarf eiginlega að setja inn mynd af honum, svona líka stolltum. Krakkarnir að sjálfsögðu ennþá að leika sér úti með öllum nágrannakrökkunum, elska að vera svona "frjáls".
Ætli það verði ekki skroppið í Mosólaugina í fyrramálið enda snilldarlaug, hmm látum okkur sjá vakning síðasta lagi um átta þannig við verðum komin þanga níu. Samt yndislegt loksins að fá að sofa til átta sem er að sofa út á okkar Skara mælikvarða þar sem hetjan mín er hætt á sterunum þá er hún hætt að vekja okkur um sex. Sem betur fer!
Það er samt alveg ótrúlegt hvað líðan hennar Þuríðar minnar er fljótur að breytast, jú andardrátturinn er orðin þungur "aftur" þó hún sá á þessu blessaða pensilíni og við með pústið á loftið og er þreyttari en venjulega. Hún er náttúrlega alltaf (nánast) úthaldslítil og verður ennþá orku minni þegar hún er úti að leika allan daginn, fljót að þreytast og verður að leggja sig yfir daginn.
Well læknaheimsókn í fyrramálið og sjáum hvað doktor Ólafur segir þá og svo verður bara notið sólarinnar ALLAN daginn. Skari minn er náttúrlega kominn í sumarfrí þannig núna gerum við allt og ekkert......
.................................................................
Útí allt annað en það var útaf umfjölluninni í gær á stöð 2 af heyrnalausa manninum sem fær hvergi vinnu vegna þess að hann heyrir ekkert. Sjálfri finnst mér það ömurlegt hans vegna þar sem ég hef unnið með fjórum heyrnalausum einstaklingum (var yfir einum af þeim) og funndist það bara frábært og er ofsalega duglegt fólk í vinnu. Það var ákveðin reynsla fyrir mig að þurfa læra tjá mig við heyrnalausan og þessir ákveðnu einstaklingar kenndu mér líka margt þar á meðal táknmál sem ég hef alltaf haft mikin áhuga á. Þeir sendu mig á sjálfsnámskeið í táknmáli þar að segja gáfu mér bók til að ég gæti lært að tjá mig á "þeirra" máli sem mér fannst ekkert sjálfsagðara enda mjög áhugasöm um það. Jú þau gátu líka lesið af vörum og tjáð með því að geta talað með táknmálinu en mér fannst hinsvegar miklu skemmtilegra, mikilvægara og mikil áskorun að geta lært "þeirra" mál. Því miður hef ég gleymt meirihlutanum af því sem þau kenndu mér og ég sjálf lærði en væri alveg til í að læra þetta betur og vera "altalandi" á táknmáli. Ég held allavega að þetta sé mikill missir fyrir þessi fyrirtæki og starfsmenn sem vinna hjá þessum fyrirtækjum sem hafa neitað þessum manni. Alltof miklir fordómar í þessu litla landi.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ var að skoða myndirnar af Þuríði...jeminn hún er svooooo falleg þessi hetja að það hálfa væri nóg. Yndislegt að lesa fréttir af ykkur duglega fjölskylda. Tendra ljós og fer með bænir, bið að lungun fari að lagast.
Sumarknús á ykkur 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 22:21
knús á þig fallegust og ég er sko alveg sammála þér með heyrnalausa mannin.... Ömurlegt að það skuli vera komið svona fram við hann..... skil þetta ekki....
gangi ykkur vel hjá Ólafi á morgun duglega fjölskylda....
knús og koss
Þórunn Eva , 29.7.2008 kl. 22:27
Takk fyrir að deila með okkur myndum af fallegri hetju. Vann einu sinni með tveimur heyrnarlausum stúlkum og þær kenndu mér og öðrum heilmikið í táknmáli, bara þroskandi. Gangi ykkur vel hjá lækninum á morgun. Guð veri með ykkur.
Kristín (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 22:58
Hlakka til að sjá kappann með kambinn. Vonandi verða bara góðar fréttir frá dr Ólafi og svo endalaus sól. Mér finnst alveg furðulegt hvað enn eru miklir fordómar og fáfræði gagnvart heyrnarlausum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.7.2008 kl. 23:45
Knús knús og sólarsambakveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.7.2008 kl. 06:49
Yndislegar myndir. Gangi ykkur vel hjá lækninum í dag. Kveðja Þorgerður.
Þorgerður H. Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.