25.8.2008 | 12:44
Fyrsti skóladagurinn
Hetjan mín ótrúlega hamingjusöm að fara í skólann sinn í morgun, hafði varla tíma til að borða morgunmatinn hvað þá að kveðja mann í morgun þegar við öll fjölskyldan fylgdum henni í skólann.
Hver hefði trúað því að hún fengi að upplifa þennan merkisdag? Fékk þann "stimpil" fyrir tæpum tveimur árum að hún ætti nokkra mánuði ólifaða en ég er ein af þeim fáum foreldrum ofsalega glöð með það að læknarnir okkar vita ekki allt. Sem betur fer!! Það fer oft ofsalega í mig þegar fólk rakkar niður læknaliðið okkar því mörgum finnst þeir eiga vita allt, kunna allt og aldrei gera nein mistök en þeir eru líka mannlegir rétt einsog ég/þið. Það gera allir mistök,engin fullkomin þó við viljum það.
Að sjálfsögðu er hennar baráttu ekki lokið, það er langt í land þó svo að æxlið hafið minnkað við síðustu myndatökur en þá getur það farið að stækka á morgun. Þuríður mín er ofsalega hamingjusöm þessa dagana þó hún kvarti mikið vegna verkja en þá er bara svo mikill spenningur að fara í skólann. Miklu erfiðara fyrir okkur foreldrana að láta börnin okkar fara í skólann en þau sjálf sértaklega finnst mér með hana vegna veikinda hennar, held að það væri auðveldara einsog með Oddnýju mína Erlu þó hún sé ofsalega feimin og hleypir ekki hverjum sem er að sér (mjög lík mömmu sinni sem er nú ekki leiðinlegt eheh).
Það gladdi mitt litla hjarta í morgun þegar ég kíkti á mailið mitt þá var þar póstur frá einni mömmunni sem á líka stelpu sem var að byrja í morgun, situr hliðina á Þuríði minni ásamt vinkonu sinni og lét mig vita að Þuríður mín væri velkomin í heimsókn. Fólk getur ekki ímyndað sér hvað svona gleður mig og svo fylgdi ein mynd af þeim skólasystrum mailinu. Þuríður mín Arna er nefnilega mjög félagslynd, elskar að leika við krakka, fá að fara í heimsókn eða fá til sín heimsókn þó svo að hún sé kanski ekki beint að leika við krakkana en bara að fá að vera í kringum þá finnst henni ofsalega gaman. Reyndar er ein skólaystir hennar (tveimur árum eldri og ný flutt í blokkina okkar) farin að kíkja hingað í heimsókn og Þuríði minni fannst það æðislegt og svo hjálpar það henni líka að eiga hana Oddnýju sína að sem er einsog 6 ára í þroska en ekki 4 ára einsog hún er. Svaka stuð hjá þeim í gær.
Hlakka mikið til að ná í hana í skólann á eftir, allavega ekkert búið að hringja í mig þannig hún er nokkurn veginn að meika daginn. Ö-a upptjúnnuð af hamingju að hún hefur ekki tíma til að þreytast ehehe, hún mun svo fara beint í sjúkraþjálfun eftir skóla sem hún getur heldur ekki beðið með að fara í og hitta "Marrit sína" einsog hún segir sjálf. Þetta verður strembinn vetur hjá henni, sjúkraþjálfun, sund- og badmintonnámskeið en að sjálfsögðu verður hún ekki pínd í neitt ef orkan eða getan segir stopp. Það er bara svo ótrúlegt með hana Þuríði mína þó hún sé alveg búin af þreytu þá lætur hún ekkert stoppa sig ef henni langar, ætlar og finnst eitthvað það skemmtilegt að hún tímir ekki að missa af því. Hún er alveg ótrúleg þessi stúlka.
Styttist líka í að skólinn minn hefjist eða 12.sept og það er komin smá spenningur í mig og líka kvíði því ég ætla mér að útskrifast í des þó svo að ég sé skrifuð 3.des (14 einingar í fjarnáminu). Ef vilijnn er fyrir hendi þá get ég þetta rétt einsog Þuríður mín getur alla þessa hluti sem hún ætlar sér þó enginn orka sé til staðar.
Geta, ætla, skal.
Innan um erfiðleikana, felast tækifæri.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega til hamingju með þennan stóra áfanga hetjur.Megi allt ganga vel þar.Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 12:56
Frábært, þetta er stór dagur hjá ykkur öllum. Hetjan Þuríður Arna byrjuð í skóla. Yndislegast :-)
Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 13:00
Hún er sko flottust með töskuna sína á leið í skólann...vonandi gengur henni bara vel í vetur og missir ekki mikið úr.
Ragnheiður , 25.8.2008 kl. 13:27
Vááá hvað hún er flott skólastelpa :) KNÚÚÚS
Elsa Nielsen, 25.8.2008 kl. 13:39
Sæt skólastelpa þarna á ferðinni, algjör hetja :) þú dugleg að drífa þig í skóla. Í hvaða námi ertu?
Katla (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 13:44
awww dúllan! ótrúlega sæt með skólatöskuna og allt:)
til hamingju með áfangann!
katrín atladóttir, 25.8.2008 kl. 13:46
Innilega til hamingju með þennan stóra dag! Gangi henni (og ykkur öllum) sem allra best :)
Snædís Baldursdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 13:47
Flottasta skólastelpan með fínu töskuna sína! Þið mæðgur hafið marg sýnt það og sannað að þið getið allt sem þið viljið. Þið eigið báðar eftir að taka skólann með trompi, það leikur ekki nokkur vafi á því
Oddný Sigurbergs (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:23
Áfram áfram sæta BROSdúlla til hamingju ,ekkert smá flott, bara yndislegust gangi ykkur allt í hagin ,muna allt uppávið, knús i knús dásamlegt.Kv. Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:30
Hvað ég dáist að þér kona. Ótrúleg fjölskylda. Til lukku með lífið og tilveruna og skólalilluna þína.
Hanna (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:22
Innilega til hamingju med fyrsta skoladaginn. Kvedja Thorgerdur..
thorgerdur h. halldorsdottir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:58
Þetta er svo gaman, strákurinn minn er líka að byrja í skóla og ég veit ekki hvor er spenntari, ég eða hann! hehe... Bestu skólakveðjur til Þuríðar og ykkar allra, kveðja Ásdís.
Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 16:17
Vá hvað þetta var ánægjuleg lesning til hamingju með skólagönguna þína kæra vinkona Þuríður. kveðja Guðrún ókunnug
Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 17:17
ef hún er ekki flottasta og sterkasta skólastelpan þá veit ég ekki hvað...
Þórunn Eva , 25.8.2008 kl. 17:51
hjartanlega til hamingju með þettaFlotta stelpa!!
Alva Kristín Ævarsdóttir (ókunnug).
alva (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 17:56
oh hvad hún er falleg og fín med skólatøskuna. Vonandi var dagurinn hjá henni frábær, hún er svooooooo dugleg.
til hamingju med skólastelpuna thína
María Guðmundsdóttir, 25.8.2008 kl. 18:02
Þú mátt svo sannarlega vera stolt af hetjunni þinni. Langaði bara að skilja eftir mig spor hér þrátt fyrir að þekkja ykkur ekki neitt. Er bara ein af þeim sem alltaf les bloggið þitt.
Gangi ykkur öllum rosalega vel í framtíðinni.
Petra Kristín Kristinsdóttir (ókunnug) (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:30
Bara flottust. Yndislegt að sjá hana með skólatöskuna og tilbúna í hvað sem er.
Bergdís Rósantsdóttir, 25.8.2008 kl. 21:00
Þið mæðgur eruð nú bara ekkert venjulegar. Til hamingju með skóladaginn, báðar tvær. Og þú átt eftir að rúlla upp fjarnáminu, ef ég þekki þinn stíl rétt.
Ylfa Mist Helgadóttir, 25.8.2008 kl. 21:17
Kenndi 1.bekk í nokkur ár...það er yndislegt að taka við þessum elskum sem eru svo tilbúin að LÆRA.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 25.8.2008 kl. 23:03
Til hamingju yndislega fjölskylda með þennann glæsilega námsmann sem er að trítla af stað eftir menntaveginum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.8.2008 kl. 05:07
Hæ til lukku með áfangan elsku skvísa.
Rebekka (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 09:55
Til hamingju skvisa gangi ykkur vel
Erna Sif Gunnarsdóttir, 26.8.2008 kl. 11:20
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.8.2008 kl. 11:25
Til hamingju með þennan stóra dag elsku Þuríður mín, gangi þér vel.
Kristín (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 11:56
Elsku Þuríður mín...innilega til hamingju með fyrsta skóladaginn,þetta er kraftaverkadagur fyrir stelpu eins og þig.Ég samgleðst ykkur innilega Áslaug mín og vona svo sannarlega að þetta eigi eftir að ganga vel.Verð í bandi við þig...knús
Björk töffari (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 12:09
Þetta er fallegasta litla stúlka sem ég hef séð.
Halla Rut , 27.8.2008 kl. 14:56
Til hamingju með litlu skólastelpuna þína. Mikið er hún falleg og dugleg! Vona að veturinn gangi vel hjá ykkur.
Emma Vilhjálmsdóttir, 28.8.2008 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.