28.8.2008 | 11:49
"Eru þið í einhverjum sértrúarsöfnuði?"
Þessa spurningu hef ég oft fengið frá fólki sem ég þekki ekki mikið eða hvort við Skari vitum ekki hvað getnaðarvarnir séu, bara því við erum að koma með okkar fjórða barn á sex og hálfu ári. Fer stundum dáltið í mig, má maður ekki fjölga sér öðruvísi nema maður væri í einhverju sértrúarsöfnuði? Ég myndi eiginlega ekki bjóða í það ef svo væri eheh því þá kæmu börn hjá okkur á níu mánaða fresti, stundum er erfitt að vera frjór og maður manns megi ekki anda á mann án þess að maður verði búúúmmm! Jú við vitum allt um getnaðarvarnir án þess að ég þurfi eitthvað að útskýra fyrir fólki, ég hef alla mína tíð elskað börn. Helst vildi ég ekki vera neinsstaðar annarsstaðar nema þar væru börn enda passaði ég mikið þegar ég var yngri eða þanga til ég átti Þuríði mína en þá hætti ég að passa mín þrjú uppáhald sem voru þá 9 og 10 ára gamlir töffarar(alveg síðan þeir fæddust). Ætli ég væri ekki ennþá með þá ef ég væri barnlaus eheh.
Ég hef líka alltaf sagt að ég ætlaði mér að eignast fimm börn, well þá vitiði hvað mun ske árið 2010 mhúahaha!! ....eða ekki? Ég segist nú vera hætt eftir þessa meðgöngu því ég veit að líkaminn minn mun ekki meir ef ég verð bara ekki komin í hjólastól eftir þessa en ég var einmitt að ræða þetta við konu frænda míns. Hún sagðist einmitt hafa fundið það þegar henni fannst vera komið gott og þá var hún komin með þrjú og vissi nákvæmlega að núna ætlaði hún að hætta en það versta með mig að ég hef ekki fundið þessa tilfinningu. Hmmm!! Þó ég segist vera hætt þá langar mig ekkert að hætta ehe, þetta er bara svo gaman fyrir utan alla þessa verki sem ég þjáist af alla daga.
Fólki finnst líka skrýtið að við ætlum að halda áfram að búa hérna í sveitinni með öll okkar fjögur börn (fáum þessa spurningu oft "er íbúðin ekki orðin alltof lítil fyrir ykkur?"), því einsog þjóðfélagið er þá eiga öll börn að vera með sérherbergi en það er ekki í boði á mínu heimili. Stundum er einsog allir skíti peningum og haldi að við getum bara hlaupið útí næstu fasteignasölu og sagst ætla kaupa draumahúsið mitt hérna í sveitinni sem kostar "bara" sjótíu millur. Vávh hvað lífið væri þá mikill draumur í dós. Hey draumahúsið mitt er tómt, gengur ekkert að selja það ætli þeir geti ekki bara skipt á sléttu? Þó að íbúðin okkar sé ekki stór þá líður okkur ofsalega vel hérna og við erum ekkert á leiðinni neitt enda eigum við heldur ekki sjötíu millur fyrir draumahúsinu. Kanski þegar Skari verður orðinn bæjarstjóri í einhverju bæjarfélaginu og ég mun nýta mitt nám .....eða ekki?
Læknaheimsókn á eftir, þá kemur eitthvað af framhaldinu hjá Þuríði minni í ljós. Hún er annars ótrúlega hamingjusöm og ánægð með lífið þessa dagana, elskar að fara í skólann en Theodór minn er sko ekki sáttur að vera ekki orðinn 6 ára og fá að fara í skólann líka eheh. Mikil lífsgleði í hetjunni minni sem elskar að vera til, á mjög auðvelt með að heilla fólkið í kringum sig. Stundum þegar hún er að gera eitthvað sem hún veit að hún má ekki og ég ætla að fara skamma hana setur hún upp þennan svip og segir "æjhi mamma mín ég elska þig". Hvernig er þá hægt að "æsa" sig við hana? Hún saknar samt allra á leikskólanum en hún er svo heppin að fá hitta allar konurnar á hverjum degi þegar við náum í hin tvö og elskar það líka.
Hetjan mín að hugsa eitthvað mikilvægt.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Undarleg árátta hjá fólki að vera alltaf að skipta sér af ! Svo reynir fólk að fela afskiptasemina með yfirlýstri umhyggju.
Það eruð þið sem ráðið för, enginn annar.
Þau eru yndisleg krakkarnir og ég hef sjaldan séð fallegra bros en á guttanum í bakstursfærslunni. Bara svo flottur...eins og þær líka báðar.
Knús...á línuna og línan má verða miklu lengri
Ragnheiður , 28.8.2008 kl. 12:05
Aldrei hefði mér dottið í hug sértrúarsöfnuður þótt einhver sé að drita niður börnum en 4 börn á innan við 7 árum er mikið í dag. Það er mikil vinna og þá sérstaklega í okkar kröfuharða og flókna samfélagi. En hver velur sína leið að hamingjunni og þetta er ykkar og ætti fólk að virða það og ekki vera að velta sér upp úr "af hverju". Þú ert nú líka svo dugleg að þú gætir fært fjöll.
Svo er þetta líka stundum öfugt. Þá meina ég þegar fólk á ekki börn en hefur veri saman lengi. Þá koma getgátum um ófrjósemi eða eitthvað annað.
Svona erum við; alltaf með nefið ofan í hvers mans koppi.
Hetjan er yndi og þú líka.
Halla Rut , 28.8.2008 kl. 12:07
oh ég hef nokkrum sinnum fengid thessar skemmtilegu(not) spurningar,eigandi min fjøgur. Held ad fólk eigi bara ad sinna sinum eigin koppi betur og taka nebbann uppúr annarra, vid sem eigum svona mørg børn gerum thad yfirleitt visvitandi og med bædi augun opin og er okkar lif og yndi , eins og skín útur thinum bloggum bara gefa svona langt nef og halda sinu striki med bros á vør enda hvernig er hægt ad "hætta" thegar mann er med svona rosalega flotta uppskrift hehe..
hafid thad sem best kæra fjølskylda,thid erud frábær øll sem eitt
María Guðmundsdóttir, 28.8.2008 kl. 12:26
hehe, ég á þrjú á sex árum og er stolt af því :) Til hamingju með þetta :)
alva (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 12:28
ég eignaðist þrjú börn á 4 árum og fólk sagði oft við mig... hva eigið þið ekki sjónvarp ???????
Þið eruð yndisleg og dugleg ég dáist að ykkur og dugnaði ykkar
kv Birna
Birna (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 12:45
Haldið ykkar striki - hvar væri maðir ef maður færi eftir öllu sem öðrum finnst - við verðum að fá að vera við sjálf svo okkur líði vel!!!
Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 12:46
Það er svo skrýtið að ef einhver fer yfir "normið" þá þarf hann að vera eitthvað skrýtinn eða trúa á eitthvað sérstakt. Ef þig langar að eiga mörg börn þá er það gott mál hjá þér. Og íbúðin ykkar er æðisleg og það er hægt að láta sér líða vel þó svo að allir hafi ekki sérherbergi samstaðan í fjölskyldunni verður bara meiri og betri fyrir vikið.
Ég trúi því statt og stöðugt að þú komir með 1 barn í viðbót á næsta ári kannski eins og ég
Skúlinn (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 15:28
Ef fólk er ekki í meðalmennskunni þá er eitthvað að. Þessir foreldrar vilja eiga mörg börn og hvað með það??? . Þessir foreldrar vilja ekki eiga börn og hvað með það??? Verst að grindin þín er ekki að meika þetta. Og svo eru það húsnæðismálin, erum við ekki sjálfráða fólk í frjálsu landi. Ég segi nú bara svona.
Flott mynd af Þuríði. Það er alveg sama hvað hún er að bralla þessi elska, hún er alltaf svo falleg og frábær. Óskapleg vandræði að ekki sé hægt að "redda" nokkrum árum fyrir hann Theodór.
Gangi ykkur allt í haginn
Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.8.2008 kl. 16:02
Mikið er gaman að lesa hér um skólagöngu Þuríðar og greinilegt að hún blómstar og falleg er hún eins og alltaf Þið Skari skuluð bara eiga eins mörg börn og ykkur langar til því betri foreldrar er erftitt að finna. Gangi ykkur vel á morgun og ég ætla að tendar eitt lítið ljós fyrir fjölskylduna
Með kærleikskveðju 4 barna mamman
4 barna mamma (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 16:22
Alveg ótrúlegt hvað fólk getur verið afskiptasamt. Ég veit meira að segja um einhleypar konur sem fá reglulega spurningar um hvort þær ætli nú ekki að fara að fjölga mannkyninu orðnar þrítugar, eða eldgamlar og þær verði nú að nota tímann, bla bla ... hehehhe. Mér finnst æðislegt að þú skulir vera svona dugleg að eiga börn á þessum tímum þar sem normið er tvö til þrjú börn. Þegar ég bjó í lítilli 3 herbergja íbúð (56 fm) með syni mínum fékk ég líka spurningar um hvort ég ætlaði ekki að stækka við mig. Ég benti á að í þessari íbúð hefðu alist upp 5 eða 6 börn fyrri eiganda og komist vel til manns. Ekki hafði ég sérherbergi þegar ég var lítil og það var bara yndislegt að hafa félagsskap systra minna.
Ef fólk langar ekki til að eiga mörg börn þá gerir það það bara ekki ... en lætur aðra í friði sem eru ekki sama sinnis. Þið Skari eruð líka frábær í þessu, alveg yndisleg börnin ykkar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.8.2008 kl. 16:48
Ef ég hefði getað...ætti ég örugglega tú börn...og ég myndi sko ekki spyrja neinn um leyfi til þess...ekki láta fólk rufla íg og þína lífssýn...gerðu bara það sem þér finnst réttast og best....
Það er ekkert að því að hafa börn saman í herbergi...mín þrjú hafa átt sitthvert herbergið en á hverjum morgni voru þau komin öll saman á einn stað...finnst það bara mest kósí ever.....
Gangi þér vel.....
Bergljót Hreinsdóttir, 28.8.2008 kl. 17:16
mér finnst æðislegt hvað þið eruð dugleg...
þetta kemur fólki akkúrat ekkert við.... knús og koss og p.s elska íbúðina ykkar í tætlur.. :)
maður getur alveg látið sér líða vel í litu ;) húsnæðið segir ekkert heldur hjartað sem er inní því.... ;) og það eruð þið ;)
lots of love á ykkur öll
Þórunn Eva , 28.8.2008 kl. 17:44
Ég hef nú fengið að heyra þetta sama en átti 3 á þremur og hálfu ári og síðan kom ég með tvær i ellina og eru þær á sitthvoru árinu svo ég segi bara gangi þér rosalega vel. Ég hef líka fengið að heyra þetta elska þig mamma ef það vantar eitthvað eða skvísan er búin að gera eitthvað sem hún mátti ekki.
KV,
ókunn fimm barna móðir
Ókunn fimm barna móðir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 17:47
Það er nú ekki annað hægt en að hlæja að svona kommentum frá fólki. Þau lýsa svo mikilli þröngsýni og fáfræði. Mikið var hetjan falleg og yndisleg fyrsta skóladaginn :)
Hafdís (ókunnug) (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 19:35
Mikið kannast ég við þetta að stubbum þyki óréttlátt að fá ekki að fara í skólann líka. Bríet mín er jafngömul Þuríði og Þór er verður þriggja ára um helgina. Honum þykir misréttið fyrir neðan allar hellur!!!
Þór: Er é búinn í leikgóla mín?
Ég: Nei ástin mín
Þór: Jú, deppunar segja það (stelpurnar segja það)
Ég: Nei, Bríet er fimm ára og alveg að verða sex ára meira að segja. Þegar þú ert svo gamall ferð þú í stóra skólann. Nú ert þú bara þriggja og verður aðeins áfram í leikskólanum þínum
Þór: Þú ett a djóka!
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 28.8.2008 kl. 21:13
Góður punktur með sérherbergið. Við hjónin bjuggum í tveggja herbergja 60 fm íbúð þegar ég var ófrísk að tvíburunum okkar. Við höfðum ekki undan að svara spurningum um " hvort og hvenær við ætluðum að stækka við okkur "
Þekki hjón með 5 ára dreng sem búa í fallegri 3 herbergja íbúð - í tvíbýli. Þau eru stöðugt spurð hvort eigi ekki að stækka við sig. Frúin stakk upp í flesta þegar hún sagðist ekki sjá nauðsyn þess að kaupa nýtt húsnæði ef fjölskyldan myndi stækka. það væri alveg nóg að kaupa koju !
Held að ástandið á mörgum heimilum væri betra ef fólk myndi setjast niður og reikna dæmið til enda áður en það hleypur til og skrifar nafnið sitt á einn eitt skuldabréfið , nýr flatskjár, nýr jeppi, nýtt hús. "Þetta reddast" hugsunarhátturinn getur nefnilega kostað töluvert !
Frábært að heyra hvað hetjan þín er glöð og ánægð. Vona að það verði svoleiðis áfram.
Húsmóðir, 29.8.2008 kl. 00:06
hneyksl! Er fólk virkilega að setja útá barneignir hjá öðrum?
Mér finnst bara flott hjá ykkur að bæta við, ef það er ykkar ósk og það kemur nákvæmlega engum við.
Maður á ekki að láta aðra hafa áhrif á sig. Lýsir þeirra innri manni ansi vel. Svoleiðis fólk mundi ég ekki vilja þekkja, því þeir sem hugsa svona til vina sinna, eru ekki vinir.
Leitt samt að heyra hvernig meðgangan fer með heilsuna þína.
Yndislegt hvað litla hetjan er dugleg og björt.
Emma Vilhjálmsdóttir, 29.8.2008 kl. 01:09
Ég er voðalega hlynnt barneignum. Elska börn og ætti sennilega 12 ef ég hefði ekki gripið inn í sjálf og látið kippa mér úr sambandi eftir barn númer 5. Gerði það ekki með glöðu geði en var svakalega hrædd um að enda hreinlega í hjólastól ef ég héldi áfram. Grindarfxxxgliðnun.
Frábært að sjá hvað Þuríður er stolt með töskuna sína og skólann.
Bara falleg börn sem þú átt og verður gaman að sjá myndir af nýja krílinu.
Góða helgi til ykkar
Hulla Dan, 29.8.2008 kl. 11:26
Tjah Áslaug, þetta er náttúrulega alveg spurning - Að vera KRingur er hálfpartinn eins og að vera í sértrúarsöfnuði :O hahaha
En, ég er stolt af ykkur, sé að Þuríður er að standa sig mjög vel og ætlar að massidda í vetur!!!
Knús í sveitina
Súsanna (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 15:10
ég var stödd á biðstofu hjá rakara og sagðist búa til mitt eigið sjampó og var spurð hvort ég vær í sétrúarsöfnuð. Rakarinn talaði um bakstur heima hjá sér. Það tilheyrði víst ekki sértrúarsöfnuði . <<<<
skutlan (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 23:34
hún er ekkert smá mikil hetja dóttir þín og lika ekkert smá falleg litil stelpa <3
inga (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.