Leita í fréttum mbl.is

Ég var að hugsa...

...sem gerist nú ekkert alltof oft ehe.  Þegar ég var að fara sofa í gærkveldi, sárkvalin í líkamanum sem er kanski ekki frásögufærandi en þá fór ég að hugsa um allar þær konur sem fá ekki þá gjöf að eignast börn eða ganga með þau einsog ég og þarf ekki mikið til haha!.  Ótrúlega heppin (sko ég).  Fólk lítur nefnilega oft á þennan "hlut" sem sjálfgefið sem það er að sjálfsögðu ekki, oft þegar konur eru ekki orðnar óléttar eftir nokkur ára samband spyr fólk oft það hvort það fari ekki að koma með barn.  Sem gæti verið ofsalega særandi fyrir þann einstakling sem er verið að spurja þessara spurningu, kanski er fólkið búið að vera reyna og reyna en ekkert gerist en "við" erum oft ekkert að spá í það.  Bara "hneykslast" á því afhverju þau skyldu ekki vera búin að fjölga sér?  Tjah auðvidað hafa sumir engan áhuga á að fjölga sér og eignast börn en ég veit t.d. með eina vinkonu mína sem vill njóta lífsins til þrítugs og þá vill hún fara reyna sem er bara gott mál.  Ég bíð spennt eftir þeim degi sem hún verður þrítug eheh.Wink

Það vildu t.d. margar konur vera í minni stöðu þó þær væru svona kvaldar í líkamanum, bara að þær geti átt börn og ég veit sjálf að ég væri ein af þeim annars væri ég ekki að þessu.  Ég er orðin það slæm að ég verð að taka mér stundum hvíld á nóttunni þegar ég þarf að snúa mér yfir á hina hliðina og sofna aðeins á bakinu því kvölin er svo mikil, einsog ég hata að sofa á bakinu.  Ég vissi alveg fyrirfram að ég yrði svona slæm og væntanlega verri en þegar ég gekk með Theodór minn þannig ég er ekkert að biðja ykkur að vorkenna mér eða neitt svoleiðis enda bý ég til fallegustu uppskrift ever að þessum kraftaverkum mínum. 

Ég öfunda allavega ekki þær konur sem fá ekki að kveljast svona í líkamanum (einsog ég) til að fá drauma sína uppfyllta, sumar að sjálfsögðu finna ekkert fyrir meðgöngum en ég er allavega ein af þeim heppnu.  Best í heimi þó ég þurfi að liggja mikið fyrir, ég elska að finna fyrir bumbubúanum mínum sprikla í mallakútnum mínum einsog það er að gera núna.

Mig einmitt langar mjög mikið í þrívíddar sónar einsog mín ástkæra systir er að fara í en Skari vill það ekki, djöhh ehe.  Vill ekki kíkja í þann pakka, jú að sjálfsögðu verður hann að ráða einhverju þá fæ ég kanski að ráða nafninu eheh.  Aftur á móti langar okkur að fara í bumbumyndatökur þó ég sé nú ekki mikið fyrir að vilja láta taka myndir af mér í þessu ástandi einsog þið hafið tekið eftir, ekki búin að birta eina mynd hérna af mér, allavega ekki hérna ehe. Ég veit ekki hvað við gerum, djöh dýrt.  En hvað reynir maður ekki að gera til að fá flottar minningar því við öll fjölskyldan myndum mæta í þetta og svo þekkir fólk mig ekkert öðruvísi en ólétta thíhí.

Statusinn góður á heimilinu, hetjan mín ágætlega hress og svo róleg.  Erum búnar að liggja aðeins yfir stöfunum um helgina og hún hlustar vel á mig þó hún sé kanski ekkert mikið að tjá sig um þá en þá ég veit að hún er að læra en sú yngri kann þá alla sem við höfum farið yfir en við höfum þá reglu að Þuríður eigi að reyna fyrst svo má hún sem hún tekur vel í.  Theodór minn hefur líka verið með okkur í þessu og bíður mest spenntur yfir því að við komum í hans staf T ehe en hann er samt farinn að tengja stafina við hin og þessi nöfn þó hann viti ekki hvað hann heitir en þá veit hann hver á hann.  Frekar góð byrjun af tveggja ára gaur.Grin

Best að fara "berjast" við Þuríði og Theodór sem eru að sofna.....  Sko að reyna halda þeim vakandi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já thetta er ómetanleg gjøf sem vid fáum , ad geta gengid med og eignast børn. Madur getur ekki einu sinni ímyndad sér ad vera i theirri adstødu eins og margt fólk,reynir árum saman og ekkert gengur, thad hlýtur ad vera alveg svakalega erfitt. Thess vegna tekur madur thessu med jafnadargedi,grindarveseni,ógledi og flr og flr medan madur man eftir ad thakka fyrir ad geta fengid ad eiga børn.

Gódur pistill hjá thér sem og alltaf, gód áminning til okkar allra ad taka ekki hlutunum sem sjálfsøgdum hlut.

hafid thad gott kæra fjølskylda og fardu vel med thig

María Guðmundsdóttir, 31.8.2008 kl. 18:36

2 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Þetta er yndislegasta gjöf í heimi, var einmitt komin með 3 börn 24 ára gömul & fannst það æðislegt  Mig langar einmitt svo mikið í fjórða barnið en er að reyna þrauka það framyfir háskólanámið ( 2 ár eftir )

Kannast við þessa hræðilegu verki & er enginn öfundsverður af þeim en manni finnst þetta samt svo þess virði sjálfum  Hafið það gott & njóttu meðgöngunnar eins vel & þú getur  Alltaf gott að koma hingað & lesa bloggið þitt, gefur manni svo mikla von & að það sé allt hægt

Dagbjört Pálsdóttir, 31.8.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Já það er yndisleg gjöf að geta gengið með barn.. ég þekki það soldið sjálf því að sonur minn þessi elska er 1/1000 mögulegum... ég var búinn að reyna að verða ófrísk í 4 ár með fyrrvarandi manninum mínum og þessi erviðleikar eiðilagði sambandið okkar og við skildum... en svo átti ég 1nætur gaman og búmmm... sonurinn var veruleiki... Þannig að maður á að var glaður að geta veitt þessum elskum líf...

Farðu vel með þig og baraáttu kveðja til hetjunar þinnar...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 31.8.2008 kl. 19:22

4 Smámynd: katrín atladóttir

hehe 2 ár og 2 vikur í þetta;)

katrín atladóttir, 31.8.2008 kl. 19:46

5 identicon

Öfundaði ykkur mikið að komast í kjötsúpu....en sviðin viltu þau köld eða heit...ef ef...?Kveðja um góða viku framundan.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 21:27

6 identicon

Gangi ykkur, (þér) rosalega vel og ég vona að sársaukastuðullinn þinn hækki með hverju barni. Hvernig ættirðu annars að komast í gegnum hverja meðgöngu ?   Knús á þig og þína.....  þið eruð ótrúleg.  XXX

Stella A. 

Stella A. (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 21:53

7 identicon

Góður pistill. Heyr heyr!! þooooooli ekki fólk sem spyr svona. Núna spyrja mig allir hvort ég sé ekki að fara að koma með annað !!! halllóooooo stubbi er enn á brjósti og hvað í andsk.... kemur fólki það við. pfffff

Jæja búin að röfla :) Gangi þér vel 

knússs

Hrundski (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:01

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já það er ekki bæði sleppt og haldið, en það er sko rétt hjá þér að það er mikil Guðsgjöf að geta eignast börn og að eignast þau heilbrigð. Ég þekki ung hjón sem eiga eitt barn sem er fatlað og þau eru meiri líkur enn minna á því að ef þau eignast fleiri börn þá verði þau líka með sömu fötlun.  Það er víst ekkert sjálfgefið í þessu lífi og ekki allir sem hafa möguleika á að geta börn.

Mikið er frábært að heyra um námsárangurinn á þínum bæ. Þetta eru greinilega miklir námshestar og það er gott. Svo eitt að lokum, mikið er hún frábærlega dugleg hún Jóhanna Kristjóns að safna fyrir skólanum í Jemen

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.9.2008 kl. 01:34

9 identicon

...ertu búin að fá þér snúningslak? Það er alveg að bjarga mér núna á minni meðgöngu

hafið það gott 

Anna ókunnug (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 07:34

10 identicon

Falleg færsla frá fallegri mömmu 

Gangi ykkur vel með stafina strumpar

Eigið góða daga og guð veri með ykkur

kærleiksknús frá 4 barna mömmunni

4 barna mamman (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 08:09

11 identicon

Það þarf ekkert að "kíkja í pakkann" í þrívíddarsónar. Ég fór í svoleiðis og bað um að sneiða hjá því svæði ;)

Dísa (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:17

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Skil vel hvað þú átt við. Á sjálf glasabarn sem kom eftir 12 ára baráttu og það var sko allt þess virði.

Helga Magnúsdóttir, 1.9.2008 kl. 18:07

13 identicon

Sæl

Sá að þú varst að spá í bumbumyndatöku og langaði mig þá  að benda þér á vinkonu mína sem er áhugaljósmyndari og búin að koma sér upp stúdíói. Hún hefur verið að taka í bumbumyndtatökur á sanngjörnu verði. Endilega kíktu á síðuna hennar: http://www.flickr.com/photos/jennygudm/

 Kveðja

Íris

Íris (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband