Leita í fréttum mbl.is

"mamma ég er með mikið krabbamein"

Þetta sagði hetjan mín við mig í gær en ég held samt að hún viti ekkert hvað krabbamein sé en krakkarnir í skólanum eru væntanlega farnir að ræða þetta og þá grípur hún þetta orð.  Oftast segir hún við mig að hún sé hætt að vera lasin í höfðinu. Frændi hennar jafnaldri var í heimsókn hjá henni um daginn þegar ég heyri samtal þeirra á milli  frændinn: "Þuríður ertu hætt að vera lasin?", Þuríður: "jáhá".  Oftast þegar það kemur til tals þá segir hún að hún sé hætt og ég lít bara á að sem batamerki og hún sé ekki jafn oft með hausverk sem er bara gott.

Hún er líka alltaf að finna það meira og meira að hún getur ekki alltaf allt það sem hennar jafnaldrar geta einsog í leikfimi í síðustu viku brotnaði hún niður því hún gat ekki einsog hinir.  Þetta finnst mér reyndar sýna ákveðið þroskastig en samt ótrúlega vont þegar henni sárnar svona en þetta er ekki í fyrsta sinn hvað þá síðasta sinn.  Þó hún ætlir sér flest allt þá er getan ekki alltaf til staðar.

Núna var hún að heimta fá stafabókina sem við erum oft að lesa uppúr en oftast segir hún aldrei neitt þegar við förum yfir stafina þannig maður veit aldrei hvort hún er að veita þessu athygli eða ekki en einsog ég hef oft sagt áður þá leynir þessi stelpa á sér.  Hún kann miklu meira heldur en hún sýnir manni einsog ég er alltaf að taka meira og meira eftir.  Alltíeinu núna byrjaði hún að þylja upp stafina fyrir mig "mamma Á alveg einsog Áslaug", "L alveg einsog Linda", "J alveg einsog Jóhanna", "D alveg einsog amma dreki" (krakkarnir uppnefna oft ömmu sína Oddný og kalla hana ömmu dreka ehe), "Í alveg einsog Ísbjörn", "Ó alveg einsog pabbi", "E alveg einsog Eva" og svo lengi mætti telja.  Ég sit bara gapandi yfir þessu, oh mæ god en endalaust stollt af henni og svo er sagt að þroskinn hennar eigi að vera sirka við 3 ára sem við gefum bara prump í.  Þó hún viti ekki alveg hvað allir stafirnir heita þá veit hún hverju það tengist.  Endalaust dugleg.  Gæti ekki verið meira stolltari af henni.

Ég fékk annars spurningu frá litlu frænku minni um helgina "Áslaug hvort ertu svona feit eða með barn í maganum?" ahaha!!  Vissi ekki hvert ég ætlaði og átti erfitt með að halda haus en auðvitad gerði ég það og svaraði henni hreinskilnilega en mín er að byrja á 30 viku.  Víííí!!  Þetta verður bara fljótt að líða.....

Erum að fara ná í hin tvö og svo beint á sundnámskeið, oh mæ god hún er svo stollt hvað hún kann marga stafi og er ennþá að telja þá upp fyrir mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þið eruð alltaf jafn jákvæð og frábærlega dugleg, gott að heyra að Þuríður sé að þrusast svona áfram

Helga Arnar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 15:26

2 identicon

Þuríður er náttúrulega bara flottust.

Gaman að hitta þig í gær og takk fyrir mig enn og aftur.

Vonandi gengur debet/kredit up!!!!

kv. Brynja.

Brynja (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 15:50

3 identicon

Falleg færsla..og gaman að lesa um hana Þuríði og hún er stórt, mikið, endalaust fallegt og undursamlegt kraftaverk.

knús á ykkur 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 15:52

4 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Það veitir mér alltaf jafn mikila gleði og pepp að lesa færslur þína.. það er svo gott að finna speglana sína í lífinu... þú ert einn af mínum... Takk fyrir að hleipa okkur svona inní lífi þitt ... raunir og gleði... það er mikil gjöf..

Margrét Ingibjörg Lindquist, 17.9.2008 kl. 16:15

5 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Frábært að heyra hvað henni gengur vel. 

Bergdís Rósantsdóttir, 17.9.2008 kl. 16:29

6 Smámynd: Þórunn Eva

þú ert svo dugleg elsku vinkona.... :) knús og koss á þig og alla í sveitinni :)  uuuuuu já þið skuluð sko gefa prump í það að hún eigi að vera í þroskastigi á við 3 ára... hún er sko algjör hetja og mjög vel gefin.... :)

p.s get ekki beðið eftir að sjá litla bumbubúann.... love á þig og þína :)

vonandi passaru enn í það sem var í pokanum... ;)

Þórunn Eva , 17.9.2008 kl. 16:50

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

yndislegt ad lesa hvad hún er ad spjara sig  hún er bara frábær. Og já,thú og thid erud bara svo thokkalega dugleg ad thad hálfa væri nóg.

knus og krammar frá dk.

María Guðmundsdóttir, 17.9.2008 kl. 18:07

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábært hvað hún er að taka sig á með stafina. Þú ættir kannski að athuga hvort forritið Stafakarlarnir sé ekki til ennþá. Minn strákur lærði að lesa 1, 2 og 3 með því þegar hann var þriggja ára. Svo ef hún er með þroska á við þriggja ára ætti hún að geta það líka.

Helga Magnúsdóttir, 17.9.2008 kl. 19:20

9 Smámynd: Elsa Nielsen

Yndislegust :)

KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 17.9.2008 kl. 20:13

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þuríður er frábær stelpa, svo dugleg!!! Yndislegt að lesa færslurnar þínar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.9.2008 kl. 20:57

11 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Kjartan Pálmarsson, 17.9.2008 kl. 23:31

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þuríður er dugleg að læra og henni fer stöðugt fram. að er auðvitað gott að börnin skuli ræða mál eina og krabbamein þó þau skilji það kannski ekki til fulls. Litla frænka þin er ansi snjöll að sjá þetta með barnið í maganum. Smá saga að norðan. Ung mamman að sækja tveggja ára barn sitt á leikskólann, var með annað í kerru og svo var komin kúla á magann. Eitt barnið spyr hvort hún sé með barn í maganum og játa hún því. Þá heyrist í einum peyjanum "Hvað, ertu að safna börnum?"

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.9.2008 kl. 23:32

13 identicon

Þuríður er bara undursamlegt kraftaverk....þið eruð öll æðisleg og Áslaug mín haltu áfram að vera eins og þú ert, því þú gefur miklu meira út í lífið en þig grunar.. og takk fyrir það....knús og kærleikur  á ykkur

Björk töffari (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:02

14 identicon

Elsku stelpan!!

alva (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:09

15 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ji!! Þetta er svo skemmtilegt að heyra! Hún er dásamleg! Og eins og Magga segir, hún hefur þroska á við margan fullorðin einstaklinginn á vissum sviðum!

Stórt knús frá vestfjarðarakademíunni.+

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.9.2008 kl. 15:09

16 identicon

Bara stórt KNÚS.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband