Leita í fréttum mbl.is

Ár kartöflunnar

Vissu þið það?  Ehehe nei ég hefði ekki græn grun um það ef ég væri ekki í frægu kartöflukeppninni sem er haldin árlega í fjölskyldunni minni þar að segja afkomendur afa míns og ömmu sem er nú orðinn veglegur hópur og alltaf að aukast í hópnum.  Við erum t.d fjórar núna sem eigum von á okkur, ein sem er ö-a farin að bíða óþolinmóð og svo verðum við þrjár í kringum nóv og des.  Allavega við fjölskyldan förum á Stokkseyri á sunnudaginn og tökum upp okkar kartöflur og hittum allt liðið, það er alltaf stemmning þegar hver tekur upp "sína kartöflu" því svo er keppni um þyngsta aflann, stærstu kartöfluna og svo eitt en sem ég man ekki en því var bætt við vegna "ár kartöflunar".  Við erum allavega spennt fyrir helginni en hérna er ein af systkinunum síðan í fyrra en Þuríður mín varð í þriðja sæti sem þriðja þyngsta aflan og var ótrúlega stollt með medalíuna sína því að sjálfsögðu eru vegleg verðlaunGrin.

kartoflur
Þarna er hún ennþá með "strákakoll" en hárið hennar hefur verið ótrúlega fljótt að vaxa.  Bara flottust!!

kartoflur_1
Stollt með medalíuna sína.

Þuríður mín er annars ofsalega kát þessa dagana, þið sjáið hana varla öðruvísi en brosandi þó hún sé mjög þreytt þessa dagana og þarf því miður að leggja sig alla daga en maður hélt eða vonaði að hún væri komin yfir það en svo gott er það ekki þó að sé nú ekki að versta.

Ég skil ekki þessa þreytu sem er að hrjá mig, ég er ALLTAF þreytt.  Jújú ég er á sjöunda mánuði en fyrr má nú vera þreyta, hélt að það myndi líða yfir mig áðan þegar ég var að keyra fékk svona líka aðsvif en ég er nú að reyna japla á þessum meðgöngutöflum sem ég á að taka inn.  Ætli þetta sé ekki sá tími þegar þreytan kemur þegar vel gengur þá verður maður gjörsamlega búin á því bæði á líkama og sál.  Grindin er að sjálfsögðu ennþá ónýt verður bara ónýtari með hverjum degi sem líður en ég hef nú minnstu áhyggjur af henni, verra bara að geta ekki hlaupið á eftir krökkunum án þess að finna allt klofna í sundur og þurfa svo leggjast uppí sófa vegna verkja.  Aaaaaargghh!!

Skólinn hjá mér byrjar vel, ekki spurja af því.  Að sjálfsögðu mun ég brillera og taka þetta með trompi, skil ekki þessar gáfur mínar.Whistling  Hlakka til að fá fyrstu húfuna mína í des þegar ég útskrifast well þar að segja ef ég kemst í útskriftina verð væntanlega nýbúin að eiga 19.des þegar það á að vera? ....vona samt ekki. (skrifuð 3.des)  Er búin að fá leyfi frá kennurunum að taka prófin fyrr en þau eiga að vera þegar ég er skráð eða frá 1.des til eitthvað......

Við fjölskyldan ætlum að hafa "partý" í kvöld og núna er orðin sprengja hérna inní stofu.  Krakkarnir komnir með hálft herbergið hingað inn, úúúffhh!!  Perlan mín hún Oddný að dreifa sængum og teppum um alla stofu, er að reyna búa til tjald eheh en hin tvö horfa bara á og bíða spennt eftir að arkitektin sé búin að ljúka sinni vinnu.   ...og svo er að brullup á morgun.

Eigið góða helgi, við ætlum að reyna njóta hennar í botn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

æ hvad thetta er gaman  ad hafa svona fjølskyldutrend.

hafid góda helgi kæra fjølskylda, og munid ad slaka á og hafa thad gott

María Guðmundsdóttir, 19.9.2008 kl. 16:27

2 identicon

Kvitt kvittt - svo sætar myndir :)

Góða helgi 

Kartöflukveðjur

Hrundski 

Hrundski (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 18:34

3 Smámynd: Aprílrós

Stolt börn með uppskeruna sína ;) Hafið góða helgi . ;)

Aprílrós, 19.9.2008 kl. 20:05

4 identicon

Svo sætar myndir. Gangi ykkur vel í kartöfluupptökunni. Góða helgi..

Kristín (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Á sjöunda mánuði með þrjú lítil börn og í námi, nei það er sko lítið að gera og konan skilur ekkert í þreytunni. Ekki er ég hissa svo mikið er víst. Frábær kartöfluhelgi virðist framundan, njótið hennar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.9.2008 kl. 00:56

6 Smámynd: Agný

Til hamingju með hvað Þuríði gengur vel...

En við meigum ekki gleyma heilbrigðu börnunum okkar ( á fatlaðan son) ...Þeirra líf snýst líka jafn mikið um Þuríði og hjá þér...... En,,,annað..(ég er orðin það gömul..hef aldrei fyrr heyrt um svona pillur)  en hvað eru meðgöngu pillur?...

En ef þessar pillur innihalda Aspartame..sem ég ætla að áætla þar sem þú virðist tyggja þær...Það eitt að innihaldi þær Aspartame getur verið að orsaka það sem þú ert að kvarta undan... Þú velur á hvaða gapastokk þú setur mig ....en ég skrifa alltaf frá hjartanu ...ja kanski pínku útfrá mínum lærdómi...

Þú átt fullt af vinum sem kvitta hér og votta þér samúð með dóttur þína en hefur þér einhverntíma dottið það í hug að kanski eiga þessir einstaklingar börn/ættingja með samskonar heilsumál......

Fyrirgefðu ef ég er grimm að þínu mati....en stundum finnst mér fólk almennt hér á blogginu vera í kommenta keppni...Alias...;; Ég fékkk sko x hundrað kvitt í dag en hann " Jón" bara x...... ( Engin hætta á að ég vinni ..)

En af hjartans einlægni..það er að segja minni.,,þá óska ég þér og þinni fjölskyldu velfarnaðar í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur,,,, Ekki síst þér. Þú ert höfuð og herðar  fjölskyldunnar ...en kæra...leyfðu hinum líka að bera baggana með þér ..svona spöl og spöl..( þarf að læra þetta sjálf)... Knús til þín og ykkar allra....

Agný, 20.9.2008 kl. 06:08

7 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Fyrirgefðu Agný en ég er ekki að skilja þig?  Einsog þú sagðir :Þú átt fullt af vinum sem kvitta hér og votta þér samúð með dóttur þína en hefur þér einhverntíma dottið það í hug að kanski eiga þessir einstaklingar börn/ættingja með samskonar heilsumál......  Hef ég einhverntíman sagt að ég væri ein í heiminum sem ætti veikt barn?  Nei enda finnst mér þetta frekar asnalegt komment hjá þér, veit ekki alveg hvaðan það kemur?  Í gegnum síðuna mína hef ég kynnst fullt af foreldrum sem eiga langveik börn og veikum einstaklingum sem bæði hefur hjálpað mér og þeim.  Án þess að ég þurfi að útskýra eitthvað fyrir þér.

Skil heldur ekki alveg þessa "kommenta-keppni" hjá þér, hef aldrei vitað til þess að það væri "kommenta-keppni" hjá mér.

Ég tók nú líka bara til orða að ég væri að "japla á óléttupillum", allt í gegnum mína frábæru ljósmóðir og lækna sem ég set innum minn munn.

Kv.
Áslaug

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 20.9.2008 kl. 08:06

8 Smámynd: Þórunn Eva

hæhæ fallegust... knús og koss á þig og þína og hafi það ógó gott í brillup og svo á stokkseyri... snilldar keppni.... knúsknúsknús.....

Þórunn Eva , 20.9.2008 kl. 11:02

9 identicon

Æææi var búin að skrifa pínuslatta,en strokaði það út,eins og bj.... Geri aðra tilraun.

Haldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 11:28

10 identicon

Æsispennandi kartöflukeppni framundan...bara snilld....Hvernig gekk í æfingabúðunum mín kæra,æi mátti ekki segja frá þeim...sorry.En mótherjarnir eru sennilega uppteknir við sama.ÍA-maðurinn í fjölskyldunni reynir sennilega mannamest að sigra í þessari keppni,úr því að ÍA tapaði í fótboltanum.Klikkaðu ekki á brellunni,haltu bara áfram sama hver segir,þið vinnið.....Er viss að KR-ingarnir mínir taka bestu vinningana.Ekki er ég í kommenta-keppni,bara í keppni við sjálfan mig,að reyna að koma mér í gírinn að þrífa EINU SINNI.Það er mitt stríð...En á morgun er mitt spakmæli,virkar ansi vel,allavega eins og er..meðan ég bý einn..Eigið frábæra helgi,og vonum að KR-stelpur vinni bikarinn.Knús-koss-kærleik-Og KR kveðja=4K

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 11:54

11 identicon

Hæ elsku fjölskylda.

Þið eruð nú meiru karföflurnar;)hehehe ég man eftir þessu og finnst þetta frábært. Gaman að heyra hvað Þuríður Arna er kát en leiðinlegt með þessa þreytu hjá henni. En hún er kannski bara meðvirk með mömmu sinni, hver veit? Gaman að eiga von á sendingu en ég hlakka til að leyfa þér Áslaug mín að hitta hana Hönnu og vonandi verður ekki langt þangað til. Farðu vel með þig góða mín, knús og kossar, Kristín Amelía og kó.

Kristín Amelía, Eiríkur, Bergur, Arnar og Hanna (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 00:09

12 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Bíð spenntur eftir úrslitum??

Halldór Jóhannsson, 21.9.2008 kl. 21:54

13 identicon

Hæ duglegust!  Kommenta hér mér til ánægju en ekki í keppni við neinn..er bara í fullt af öðrum keppnum, bara einhverjum allt öðrum  Fór í kirkju í dag með stelpurnar mínar...góð stund og þær kveiktu á kerti til handa öllum þeim sem eiga erfitt og þurfa styrk.  Skrýtið hvað það er notalegt að skreppa í kirkju...þó ekki nema bara til að hugsa.  Með þínu leyfi...ætla ég að svara honum Halldóri í framhaldi af kyrðinni og að njóta hennar..hehe jú jú ég sef alveg stundum en oftast bara 5-6 tíma pr. nótt  Ræktin kl. 6 þannig hefst dagurinn. 

Hafið það sem best og kærleiksknús yfir landið til ykkar fallega fjölskylda  4 barna mamman.

4 barna mamman (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 21:59

14 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Vonandi hefur verið gaman hjá ykkur öllum á kartöfludeginum mikla.

knús og kram.

Bergdís Rósantsdóttir, 21.9.2008 kl. 22:39

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vonandi hafið þið fengið fullt af kartöfluverðlaunum og skemmt ykkur vel.

Helga Magnúsdóttir, 22.9.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband