Leita í fréttum mbl.is

Húmoristinn hún Þuríður Arna mín

Einsog alla þriðjudaga fórum við mæðgur í sjúkraþjálfun eftir skóla, hún bætir sig með hverri vikunni þessi elska.  Ég elska að fara með hana í þessa tíma því hún er svo mikill húmorist og alltaf að reyna snúa sjúkraþjálfaranum, plata hana í einhverja hluti sem stundum tekst og bara ótrúlega gaman að fylgjast með henni hvað henni gengur vel.  Einsog í tímanum í dag þá átti hún að gera sína æfingu sem var að hoppa jafnfætist milli hluta sem tókst svona glimrandi vel, alltaf að bæta sig í hoppunum.  Þegar hún var búin að hoppa ákvað mín bara að setjast á dýnu og sagði við sjúkraþjálfarann "jæja nú þú" hahaaha!!  Auðvidað átti hún að gera einsog hún eða það fannst Þurðíði minni sjálfsagt, afhverju á hún að gera þetta allt á meðan þjálfarinn fylgist bara með.Whistling

Það gerðist líka eitt kraftaverk í dag, Þuríður mín hún skrifaði Þ.  Jííííhaaaa!!!  Auðvidað var þetta bjagað Þ en samt flottasta Þ sem ég hef nokkurn tíman séð.  Hún var sjálf ótrúlega stollt af sér þá hvað þá ég, það var líka gaman því við vorum heima hjá mömmu og pabba þegar hún gerði þetta kraftaverk.  Jú hún hefur alltaf verið að æfa sig að gera O sem hefur tekist en að gera sinn eigin staf er bara best og gaman að sjá.  Æfing skapar meistarann!!  Flestum foreldrum sem eiga 6 ára heilbrigð börn finnst þetta ekkert merkilegt, bara eðlilegasti hlutur en þetta er sko STÓÓÓÓRT kraftaverk hjá hetjunni minni.

Það er samt eitt sem ég hef áhyggjur af, hún er farin að haltra enn eina ferðina og kvartar ekkert en einsog ég sagði við mömmu þá er betra ef hún myndi kvarta þá myndi ég vita að hún finndi til en það gerir maður ekki ef ástæðan er önnur hjá hetjunni minni (þar að segja ef þetta væri einhverskonar lömun sem ég er ekki að segja bara áhyggjur að það væri ástæðan).  Hún gerði þetta líka fyrir nokkrum vikum en það gekk tilbaka og komið svo aftur þannig maður veit ekki alveg ástæðuna og fer strax að hafa áhyggjur.  Erum að fara hitta doktorana hennar í næstu viku og látum þá ath þetta.

Enn meiri lyfjaminnkun byrjar á morgun, svo þegar þessi mánuður er liðinn þá er ein tegund af fjórum farin og vonandi mun þetta takast í þetta sinn.  Alltaf mikill kvíði fyrir þessu.  Engir krampar síðan í feb í fyrra, ótrúlegt en satt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hamingju með Þ-ið. Frænka mín ein var að kenna litla bróður sínum stafin og sagði ákveðin: Hessi heitir horn, mundu hað.

Helga Magnúsdóttir, 30.9.2008 kl. 19:14

2 identicon

Ég skil vel að þið hafið verið í skýjunum með þetta, alveg frábært bara! Bestu kveðjur, Ásdís.

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 20:10

3 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Æðislegt að heyra með Þ-ið.  Það er ótrúlegt hvað þessir smáu hlutir sem öðrum finnst vera sjálfsagðir hlutir geta glatt mann mikið.  Vonandi mun lyfjaminnkunin ganga vel hjá ykkur.  Fáum að vita það 21. okt hvað verður gert með unglinginn.  Doktorinn er að spá í að breyta um lyf hjá honum þar sem hann er komin upp í topp á einu lyfinu og vel að vera komin upp í topp á öðru lyfi.

Knús og kram

Bergdís Rósantsdóttir, 30.9.2008 kl. 20:51

4 identicon

Til hamingju með Þ - ið  Örugglega flottasta Þ sem hefur sést

 kveðja, Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 20:58

5 identicon

Hamingjuóskir með Þonnnnnnið húmoristi og aðrir.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 20:59

6 identicon

Hæ fallegust...þú ert alltaf sama flotta hetjan og gott að húmorinn er í lagi hjá þér...bíð eftir að hitta þig...knús til mömmu og ykkar

Björk töffari (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:47

7 Smámynd: Þórunn Eva

hæhæhæ sætulingar... vá hvað ég man hvað mér fannst erfitt að gera minn staf sem er Þ hehhehhe ;) þannig að ég tek sko BIG TIME að ofan fyrir hetjunni.... LOVJÚ LONG TIME sæta fjölskylda og vonandi gengur allt áfram vel... knús í krús

Þórunn Eva , 30.9.2008 kl. 23:59

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gudrún Hauksdótttir, 1.10.2008 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband