1.10.2008 | 09:09
Þoli ekki október mánuð, bwaaaaahh!!
Október er erfiðasti mánuður sem ég hef upplifað síðustu fjögur ár. Fyrir fjórum árum í október veiktist hetjan mín og svo tveimur árum síðar greindist æxlið hjá henni illkynja í sama mánuði þannig við vorum búin að biðja læknanna okkar ekki að hafa neinar rannsóknir í þessum mánuði þetta árið. (hjátrúarfull eða eitthvað?)
Ég er strax komin með magapínu fyrir þessum mánuði, svo hrædd við slæmar fréttir eða eitthvað.... Sérstaklega einsog fyrir nokkrum vikum þegar hetjan mín byrjaði að haltra sem gekk tilbaka (þá hætti ég að hafa áhyggjur) og svo er hún aftur farin að haltra sem er mjög áberandi sérstaklega þegar hún er að hlaupa. Ands.... helv.... Vildi óska þess að hún væri bara að kvarta undan einhverjum verkjum í fætinum eða þess háttar því þá vissi ég að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur en svo gott er það ekki. Hún var eitthvað óhamingjusöm þegar hún var að fara í skólann í morgunn, alltaf erfitt þegar hún grætur svona nánast útaf engu en oftast er hún alveg ótrúlega hamingjusöm þessi elska. Sérstaklega þegar hún á að taka til hjá sjúkraþjálfaranum ehhe. Ég veit nefnilega ef hún heldur þessari höltrun áfram þyrfti að setja hana í myndatökur eða allavega liði mér betur þó svo það sé október og ég veit að læknarnir gera allt fyrir okkur þó svo það sé "bara" að láta okkur líða betur. En að sjálfsögðu vona ég það besta þó svo ég hugsi það versta.
Mín er að byrja í meðgöngusundi á eftir, fyrsta sinn sem ég fer í svoleiðis þó svo það hafi alltaf verið að reyna ýta á eftir mér í það á öllum mínum meðgöngum en aldrei viljað finnst nefnilega svooooo hundleiðinlegt í sundi og er líka ótrúlega þver haha!! Hef líka verið að mæta í nudd og svei mér þá, þá er ég betri í grindinni. Ótrúlegt en satt! Kanski ég get þá farið að undirbúa fimmtu meðgöngu árið 2010, DJÓK!
Hérna er ein af hetjunni minni árið 2004 þegar það var verið að greina hana uppá spítala.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
252 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guð og góðir vættir! ég byð ykkur um að láta ljós ykkar skýna á þessa yndislegu fjölskyldu sem er búinn að sýna svo mikin styrk og dug í sínum baráttum við lífið og tilveruna, láttu ásjónu þína lýsa yfir þau. Tryggið það að gleði, bjartsýni og von vakni í hjörtum þeirra. Drottinn! hjálpaðu þessari litlu hetju að ná framförum og bata. Guð blessi ykkur öll, alla daga. Amen
Margrét Ingibjörg Lindquist, 1.10.2008 kl. 09:33
Ég held ég væri líka með smá oktober fóbíu, en auðvitað er ekkert vit í því. En þar sem þið hafið fengið extra stóra skammta af erfiðleikum og vonbrigðum þá er það ekkert skrítið.
Nú er að trúa treysta og vona að þeim kafla sé lokið og þið fáið í ykkar hlut það sem er eðlilegt fyrir fallega stóra hetjufjölskyldu.
kær kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 09:56
Skil þig vel með október hræðsluna. Gangi þér vel í sundinu. Bestu kveðjur til fjölskyldunnar..Hugsa mikið til ykkar. Kveðja Þorgerður
Þorgerður (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 12:36
Ég kveiki á kerti, fer með bænir og bið alla engla hins góða að vaka yfir ykkur. Bið þess að október verði bara góður mánuður hjá ykkur fallega fjölskylda
knús 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 12:36
Elsku fallega Þuríður Arna...guð gefi að allt verði í himnalagi hjá þér.Vonast til að sjá þig sem fyrst sæta hetja...knús á þig og rest af fjölskyldu...ps.Áslaug þú ert ótrúlega kraftmikil og dugleg kona sem vert er að taka til fyrirmyndar
Björk töffari (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:03
Vonum að þessi oktober verði sá besti ever.
Eyrún Gísladóttir, 1.10.2008 kl. 17:33
Þið eruð búin að fá 3 slæma októbermánuði, ekki rétt og þá er komið "allt er þegar þrennt er". Hugsaðu eins ákveðið og þú getur um að nú fáið þið góðan október. Þú ert núna að senda frá þér þau skilaboð að þú trúir að október verði slæmur og þá er meiri hætta á að svo verði og líka að þá horfir þú frekar á það sem er neikvætt í þessum mánuði. Það er svo mikilvægt að halda frá sér neikvæðum hugsunum og viðhorfum.
Þið eruð nefnilega svo dugleg að sjá það bjarta og góða. Og það er líka svo margt gott og bjart í kringum ykkur núna. Eins og það að Þuríði er að fara fram í sjúkraþjálfun, hún var að skrifa fyrsta Þ sitt um daginn og svona mætti lengi telja. Þetta góða og jákvæða er svo mikið hjá okkur öllum, en við erum stundum svo blind. Guð blessi ykkur öll og Guð blessi október.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.10.2008 kl. 17:44
Knús knús og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.10.2008 kl. 19:43
Knús til ykkar ;)
Aprílrós, 1.10.2008 kl. 20:36
Bæði falleg og átakanleg mynd af litlu hetjunni.
Helga Magnúsdóttir, 1.10.2008 kl. 20:40
Vonandi verður þessi mánuður betri
Knúsi,knús
Erna Sif Gunnarsdóttir, 1.10.2008 kl. 22:23
Innlitskvitt og góðar óskir til þín og þinna...Thumbs up for you.
Agný, 2.10.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.