12.10.2008 | 10:45
10.okt'06
Þennan dag fyrir tveimur árum fór Þuríður mín í sínar hefðbundnum sneiðmyndatökur, venjulega viljum við fá fréttirnar samdægurs en þarna vorum við búin að ákveða að fara til London og njóta þess að vera saman og fá ekkert að vita fyrr en við kæmum heim. Nokkrum dögum síðar fengum við með þeim verstu fréttum sem hvert einasta foreldri vill aldrei fá, okkur hefur aldrei liðið jafn illa einsog þessa daga. Æxlið var búið að breytast í illkynja og henni gefnir nokkrir mánuði en í dag eru liðin tvö ár frá þessum degi og hér erum við ÖLL saman þannig við skulum bara muna "að það eru ekki allir heppnir að vakna heilbrigðir á morgun". Þökkum fyrir daginn í dag, heilsan okkar er sú dýrmætasta sem við höfum.
Þuríður mín Arna hefur samt ákveðið að "halda" uppá þennan dag með flensu, hún er mjög slöpp og hefur legið algjörlega fyrir. Ég vona samt að stormið sé ekki að byrja fyrir þennan vetur, síðasti vetur var hrikalega slæmur með heilsu hetju minnar að gera. Einsog hún var farin að hlakka til að fara í tvö afmæli í dag og ég veit að hún verður ótrúlega fúl á eftir þegar hin tvö fara með pabba sínum í afmæli. Hún er orðin alltof vön því að hlutir eru teknir af henni samt bara sex ára gömul.
Það var læknaheimsókn á föstudaginn, áfram verður fylgst með fæti hetju minnar og dotkor Óli ætlar að biðja sjúkraþjálfarann að fylgjast vel með þessu og láta hana gera hinar ýmsu æfingar. Ég hef miklar áhyggjur af henni. Það voru teknar blóðprufur sem gengu erfiðlega því það var síðast tekið blóð úr brunninum í lok ágúst þannig hann var eitthvað stíflaður. Í svona sirka korter á meðan hjúkkan "hamaðist" að taka blóð sat Þuríður mín sallaróleg og flautaði. Úúúúffhh ef þetta væri ég væri ég ekki vissum að ég tæki þessu með svona mikilli ró? Það er alveg yndislegt að fylgjast með henni þegar doktorarnir eru að sprauta hana, segir ekki orð, geri sig bara reddí með að lyfta bolnum upp og flautar. Hún þekkir reyndar ekkert annað því verr og miður enda búin að eyða meira en helming ævi sinnar í veikindi. Það eru tvær vikur eftir að eitt flogalyfið hennar fer alveg út og þá "bara" þrjár tegundir eftir og það verður vonandi hægt að halda áfram að minnka þau í janúar einsog áætlunin segir. Viljum enga krampa TAKK.
Fórum líka á okkar fyrsta foreldrafund í skólanum hjá henni á föstudaginn, hún er ótrúlega hamingjusöm í skólanum, þó svo að hún sé ekki á sama leveli og jafnaldrar hennar í lærdómi þá er mikill áhugi fyrir því að læra. GÆS GÆS GÆS!! Það er líka alltaf best í heimi að ná í hana í skólann á hverjum degi, alltaf þegar við erum að labba útí bíl þá heilsa henni svona ca 10 krakkar með nafni á hvaða aldri sem er. Þannig hálfur skólinn þekkir hana ehhe en hún hefur ekki hugmynd um hvaða lið er að heilsa henni hahaha, hún bara brosir eða horfir "hneyksluð" á þetta lið sem er að heilsa og vill kanski knúsa hana í leiðinni. En að sjálfsögðu gefur Þuríður mín ÖLLUM knús sem biðja um það og þurfa ekki einu sinni að biðja um það, ég skil alveg þennan fjölda sem laðast svona að henni enda á hún auðvelt með að heilla fólk. Ótrúlega gott hvað hún er mikil félagsvera og opin. Ef ykkur vantar knús þá leiti þið bara til Þuríðar minnar þá eru öll vandamál að baki.
Við mægður ætlum sem sagt að hafa það kósý í dag, verst að ég þarf að læra fyrir próf sem ég á að fara í á morgun en það verður nú lítil kökusneið og stressa mig ekki mikið fyrir því.
Munum knúsin....
Stelpurnar farnar að hlakka mikið til jólanna.... oh það verður svooo gaman, lítið jólabarn á leiðinni sem þau eru hrikalega spennt fyrir og perlan mín hún Oddný væri í kringlunni alla daga að versla föt á það ef hún fengi að ráða hehe.
Þessi mynd var tekin af þeim systrum í fyrra í jólatívolíinu í Köben sem okkur var boðið, þó svo að hetjn mín var endalaust slöpp og orkulaus þennan daginn lét hún það ekki stoppa sig og fór í ÖLL tækin sem hún mátti fara í. Hún lætur ekki svoleiðis "smámuni" stoppa sig ef henni finnst það gaman.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æ thessi flensa er svooooooooo leidinleg nóg annad tharf hún ad dila vid thótt flensupjásan sé ekki ad elta hana uppi. En dugleg er hún Thurídur, thad er bara med ólíkindum.
hafid gódan kósídag mædgur
María Guðmundsdóttir, 12.10.2008 kl. 11:03
Hún Þuríður þín er endalaust dugleg og dásamleg. Ef einhver ókunnug stór og feit kelling stekkur á hana úti á götu og knúsar hana máttu bóka að það er ég.
Helga Magnúsdóttir, 12.10.2008 kl. 14:54
Ylfa Mist Helgadóttir, 12.10.2008 kl. 15:15
;)
Aprílrós, 12.10.2008 kl. 15:17
Gangi ykkur allt í haginn!
hm (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:38
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.10.2008 kl. 21:50
Kristín (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:53
KNÚÚÚS
Elsa Nielsen, 12.10.2008 kl. 23:08
Kæra Áslaug.
Ég þekki þig ekki neitt en eftir lestur bloggsins þíns, sem ég rakst á fyrir algera tilviljun, er ég full virðingar og aðdáunar fyrir þér, dóttur þinni og öllu sem þið fjölskyldan hafið gengið í gegnum. Ég gekk í gegnum mikil veikindi sem krakki, þó svo það sé sem betur fer ekkert í líkingu við það sem dóttir þín er að ganga í gegnum. En þrátt fyrir allt þá náði ég ótrúlega góðum bata með baráttuviljann að vopni - hann fleytir manni ótrúlega langt og ég á mömmu minni mikið að þakka, hún hefur gert líf mitt að því sem það er í dag með því að kenna mér að gefast ekki upp og krefjast að allt sé gert sem hægt er. Ég er sannfærð um að ÞA á eftir að líta til baka síðar og átta sig á hvílíkt þrekvirki þið foreldrar hennar hafið unnið í hennar þágu.
Guðs blessun og góðar bata- og baráttuóskir.
Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:37
Kæra fjölsylda. Bestu knúskveðjur til ykkar allra. Þorgerður.
Þorgerður (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 09:01
Sæl. Þú þekkir mig ekki en ég hef lengi fylgst með hetjunni þinni. Hún er ALGJÖR dugnaðarforkur þessi stelpa og þið hin líka :) Vona að Þuríði gangi vel í framtíðinni :)
Dagbjört (þú þekkir mig ekki) (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 12:55
Dóttir ykkar er kraftaverk, á því er enginn vafi.
Þið eruð stórkostleg og ég óska ykkur en og aftur alls hins besta.
Hlakka til að sjá myndir af ókomna barninu ykkar sem er verður án efa ekki síðra en systkini sín.
Látið ykkur nú líða vel í ástandinu.
Knús og kossar frá landi roks og rigningar (DK)
Hulla Dan, 13.10.2008 kl. 19:26
Langar ad senda tér vinarfidrildid sem hún Zordís sendi mér í morgunn og bankdi nett á gluggann minn...Tad yljadi.
Tú mátt alveg senda tad áfram ef tú vilt.
fadmlag til tín og tinna
Gudrún Hauksdótttir, 14.10.2008 kl. 08:03
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 19:15
Ég á dóttur á sama aldri og langaði bara að votta samúð en jafnframt lýsa aðdáun.
Bullukolla, 15.10.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.