Leita í fréttum mbl.is

Þetta styttist óðum...

Það líður hratt að bumbubúanum, er á 34 viku þannig restin verður ö-a fljót að líða sérstaklega þegar það er mikið að gera og það er MIKIÐ að gera.  Er að rembast við að reyna klára öll verkefnin mín í skólanum fyrir 20.nóv og þá næ ég kanski andanum og verð ö-a skjálfandi á beinunum með  að bíða eftir því og sjá hvort ég nái að útskrifast fyrir jól.  Sem ég að sjálfsögðu mun gera enda mikið brain á ferð og held svo galvösk áfram eftir áramót ...vonandi.

Þuríður mín Arna fór í sitt fyrsta bekkjarsystur afmæli í fyrradag og skemmti sér hrikalega vel, ég fylgdist aðeins með henni úr fjarlægð og það var ótrúlega gaman að sjá hvað bekkjarsystur hennar pössuðu vel uppá hana.  Hjálpa henni við hitt og þetta, kallandi á hana og henni finnst það heldur ekki leiðinlegt.  Það er alveg yndislegt að sjá hvað hún á góðar stelpur að sérstaklega nágrannavinkonur hennar sem passa sérstaklega vel uppá hana og eru alveg yndislegar við hana sem er alveg ómetanlegt bæði fyrir okkur og hana, hún getur alltaf leitað til þeirra og ALLTAF eru þær tilbúnar að hjálpa eða leyfa henni að vera með.  Fær að kíkja í heimsókn til þeirra þó svo að hún sé ekkert endilega að leika við þær en þá eru líka foreldrarnir tilbúnir að leyfa henni að koma og kanski bara fylgjast með matseldinni en hún er mikil áhugamannaeskja um eldamennsku.  Ég meina það væru ekki allir foreldrar tilbúnir að fá barn með illvíga flogaveiki í heimsókn og hún gæti krampað hvenær sem er.  Ég veit alveg hvern ég tek því þegar hún fær krampa þó svo það sé langt síðan síðast hvað þá hvernig annað fólk tæki því sem hefði aldrei séð manneskju í krampa.  Ég veit vel að það tekur á fólkið okkar sem sér hana í fyrsta sinn í krampa og brotnar bara niður sem er bara eðlilegasti hlutur enda er þetta ekki það skemmtilegasta að upplifa.  Gvvuuuð hvað ég er ánægð hvað ég á góða nágranna, ómetanlegt og ekki sjálfgefið.

Í þessari endalausri þreytu, eftirköstum (hjá mér vegna veikinda Þuríðar minnar) og krepputali ákvað ég að skella mér í kringluna og kaupa mér eitt stk kjól.  Án gríns þá hef ég ekki keypt mér eina einustu óléttuflík í þessari óléttu, hef fengið þær gefins og eða bara notað venjuleg föt.  Óléttuföt í dag eru RÁN.  Gvuuuð hvað það var samt góð tilfinning að kaupa sér eitthvað nýtt en þá er ég ekki heldur vön að versla mér neitt á sjálfan mig, vill frekar að börnin mín líti skikkanlega út en ég sjálf.  Ég fékk nett sjokk þegar ég mátaði kjólinn (ekki óléttukjóll hehe)við þennan stóra spegil (á að banna svona spegla haha) því þá fattaði ég hvað ég væri komin með hrikalega HUGE bumbu, oh mæ god!!  Mér hefur alltaf fundist hún bara venjuleg en nei svo er ekki, núna skil ég fólk þegar það er að "nöldra" um hvað bumban mín er stór.  Dæssúss hvað endar þetta?

Áfram með föt en þá var ég að ræða við þær systur í gær hvernig föt þeim langaði fyrir jólin, hvort þær vildu ekki bara vera í buxum (var aðeins að stríða þeim því ég veit að það er ekki þeirra) og ég vissi ekki hvert Oddný mín Erla ætlaði, hún ætlar sko að fá jólakjól haha.  Ég man vel eftir jólunum fyrir tveimur árum þegar hetjan mín Þuríður Arna var í sinni fyrri geislameðferð, uppdópuð af lyfjum, krampandi endalaust og vissi oft ekki á tíma hvað hún héti allavega þá ákvað ég að kaupa "bara" pils fyrir jólin.  Þuríður sem hefði ekki að geta æst sig sem hún er heldur ekki vön að gera varð alveg snar á aðfangadag þegar hún sá að hún ætti ekki að fá kjól "bara" eitthvað lásí pils. haha!!  Eftir þetta hef ég heitið mér því að leyfa þeim bara að ráða og kjólinn skulu þær fá.  Núna verður farið vikulega í kringluna/Smárann og bíð spennt eftir jólafötunum því ég vil ná því flottasta handa flottustu stelpunum mínu um leið og það kemur því annars klárast þetta allt saman.  Ég vil líka bara fara klára undirbúninginn fyrir jólin því ég verð ekki fær í það í byrjun des og ætla líka að slappa endalaust af eftir að bumbubúinn birtist nota bene þá er ég líka búin að kaupa nánast allar jólagj. en því dreifi ég yfir allt árið svo des verði ekki hell.  (Skari minn bara eftir, jíííhhhaaaa!)

....farin í meðgöngusund sem ég veit ekki hvort það sé að gera rassg.... fyrir mig, verð bara verri í grindinni eftir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert náttúrulega bara sú skipulagðasta í sambandi við jólagjafir og jólastússið. Alltaf er ég að reyna þetta en æj nei það klikkar alltaf annað en þú elsku vínkona bara massar þetta yfir árið, DUGLEGUST.

Góða helgi ;)

Brynja (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: katrín atladóttir

hvernig væri að tala um hversu langt er eftir;)

sumir hérna eru ekki alveg með á hreinu hversu langar svona meðgöngur eru!!

katrín atladóttir, 17.10.2008 kl. 15:40

3 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

hehe Katrín mín.  Venjuleg meðganga er 40 vikur en það á að byrja reyna setja mig afstað þegar ég er komin 38 vikur, bara rúmar 4 vikur þanga til.  Jeij en er samt vön að ganga með börnin mín í 42vikur.  Þannig það eru 4-8vikur eftir

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 17.10.2008 kl. 15:56

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 17.10.2008 kl. 16:12

5 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt ?

Aprílrós, 17.10.2008 kl. 17:31

6 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

 Gangi þér ogó vel með framhaldið á þessum skemmdilega tima meðgöngunar og vildi segja þér að ég er ekkert  smá stolt af þér að vera i skóla og með allt þetta á bakinu.

knús i kless.

Erna Sif Gunnarsdóttir, 17.10.2008 kl. 17:43

7 identicon

Þú ert svo dugleg!

Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 20:00

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tú ert bara svo dugleg kona ad madur á ekki ord stundum .

Góda helgi mín kæra

Stórt fadmlag til tína frá  Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 18.10.2008 kl. 07:06

9 identicon

Þú ert sú fyrsta sem ég hitti sem varð verri við meðgöngusundið ég varð verri af því og fékk alls konar verki eftir það en öllum fannst það svo skrýtið.

Farðu varlega.

Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband