Leita í fréttum mbl.is

Vitiði hvað þetta er? :)

3D VIKA29+_6

3D VIKA29+_42

Annars er frí hjá hetjunni minni í skólanum, svokallað vetrarfrí og við erum búnar að hafa það ofsalega kósý í dag og í gær.  Henni finnst ekki leiðinlegt að fá svona tíma ein með mömmu sinni þó svo að við séum ekki að gera margt, bara kúra uppí sófa og horfa á Kalla á þakinu hehe.

Áðan kom ég að henni liggjandi á eldhúsborðinu (var að borða og lá hálfpartinn yfir matnum) og ég fékk dáltið í magann þegar ég sá þessa ákveðnu stellingu því ég hélt að hún væri í krampa.  Ég spurði hvað væri að?  "mamma mín, ég er með krabbamein í höfðinu" og var ofsalega leið, ætli það hafi ekki verið einhver hausverkur til staðar en sem betur fer skjatlaðist mér með krampann þó svo það sé ekkert betra að hún sé að þjást með þennan blessaða hausverk.

Hún bíður annars spennt núna með töskuna sína því hún er á leiðinni uppá Skaga og ætlar að fá að gista hjá ömmu og afa um helgina, bara alein sem henni finnst ótrúlega spennandi og hinum tveim finnst líka spennandi að fá að vera "ein" heima hjá okkur réttara sagt mér því Skari er að vinna á morgun og fer svo á árshátíð hjá styrktarfélaginu en ég treysti mér ekki til að sitja lengi vegna grindarinnar og svo er ég líka orðin hrikalega þreytt að ég nenni ekki að vera geispandi allt kvöldið ehhe.  En svo er það leikhús á sunnudaginn með Styrktarfélaginu, farið verður á Skilaboðaskjóðuna sem þau bíða spennt eftir enda miklir leikhúsaðdáendur.  Bara gaman!!

Eigið góða helgi kæru lesendur.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk sömuleiðis og Guð veri með ykkur.

Kristín (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 14:43

2 identicon

omg flottar myndir ,  skil ekki afhverju það klingir altaf þegar maður sé svona myndir , á nú 3 stelpur væri alveg nú alveg til í eitt í viðbót

Eigið góða helgi

knús

Dagrún (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 19:04

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 24.10.2008 kl. 19:14

4 identicon

Hæ hæ.  Flottar myndir Eitt "bjútíbarnið" í viðbót !  Ótrúlega myndarleg börnin ykkar....     Eigið sem notalegasta helgi.

Bestu kveðjur, Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 20:53

5 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Góða helgi elsk....... 

Halldór Jóhannsson, 24.10.2008 kl. 21:25

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bumbubúinn hefur verið til á að sitja fyrir og myndast vel eins og systkinin. Mamman orðin myndarlega vaxin um miðjuna, gæti ég trúað. Hún Þuríður er svo þroskuð og segir hlutina af svo mikilli einlægni. Góða helgi öll sömul

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.10.2008 kl. 23:29

7 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Til hamingju með fullkomna bumbubúann!  Mikið rosalega eru myndirnar af krílinu flottar!!!  Greinilega orðið mjög tæknilegt allt. 

Skil þig mjög vel að hafa áhyggjur af elsku litlu hetjunni þinni.  Vona að allt gangi áfram upp á við og held að það eigi eftir að gera það áfram. 

 Eigiði góða helgi og gangi ykkur sem allra best. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 25.10.2008 kl. 02:52

8 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Fallegur gullmoli.  Njótið helgarinnar.

knús og kram.

Bergdís Rósantsdóttir, 25.10.2008 kl. 10:11

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.10.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband