Leita í fréttum mbl.is

Teymisfundur

Við vorum á svokölluðum "teymisfundi" í dag í skólanum hennar Þuríðar minnar sem gekk svona líka vel enda ekki við öðru að búast af svona undrabarni einsog Þuríði minni.  Hún er ótrúlega hamingjusöm í skólanum sem við vitum, á auðvelt með að laða að sér hina stelpurnar hvort sem þær eru 1eða 4 bekk sem við vissum líka enda mikil félagsvera.  Bara gott og gaman.

Við einmitt fréttum á þessum fundi að krakkarnir voru eitthvað að tala við Þuríði okkar að hún væri með krabbamein og þess háttar en Þuríður var sko ekki sátt við það.  Hún æsti sig svona líka við krakkana að sagðist ekkert vera lengur með krabbamein og var eiginlega brjáluð og sár yfir því að þau væru að segja þetta.  Enda oftast segist hún ekki vera lengur með krabbamein en þegar það kemur að hausverk þá kvartar hún en annars vill hún segja að það sé farið og við viljum sjálfsögðu trúa því en ekki hvað?  Hún segir það líka alltaf þegar við förum með bænirnar á kvöldin að krabbameinið sé farið og "hann" eigi að passa Þuríði.

Annars er lítið að frétta, Þuríði minni líður ágætlega þó svo hún sé oft þreytt.  Hinum tveimur eða ætti ég kanski að segja þremur líður líka vel, Theodór Ingi biður alltaf um stafabókina þegar hann kemur heim úr leikskólanum og er þvílíkt duglegur að læra stafina og stundum situr ODdný með þeim tveimur og er að kenna þeim stafina enda þekkir hún þá alla.  Hún er meir að segja farin að reikna pínu, þvílíkt brain! (kemur frá mér ehe)  Bumbubúanum líður svakalega vel að ég held, lætur allavega finna mikið fyrir sér bara þrjár vikur þanga til ég fer í svo kallaða punktanuddið, jíííhhaaaa!!  Mikil þreyta í gangi en það fylgir, er að setja í fimmta gírinn með lærdóminn og svefninn verður að bíða til betri tíma eða bara þanga til ég verð gömul.

Set eina svo í lokin af þeim flottustu á svæðinu:
spann.nr_1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Örn Guðbrandsson

Ég VAR nú líka einu sinni geðveikt brain.  Veit ekki alveg hvað klikkaði.

Óskar Örn Guðbrandsson, 27.10.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Bestu kveðjur til ofurfjölskyldunnar.Skemmtileg mynd af þessum kláru börnum þínum SKARI (og þínum líka Áslaug).

Þú getur alltaf bætt við gír,ótrúleg... 

Halldór Jóhannsson, 27.10.2008 kl. 22:27

3 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Elsa Nielsen

Falleg og dugleg börn... mikið eruð þið rík! Verð í bandi... KNÚS

Elsa Nielsen, 27.10.2008 kl. 23:07

5 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Guðrún Hauksdóttir, 27.10.2008 kl. 23:15

6 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Flottur hópur...flott fjölskylda...

Bergljót Hreinsdóttir, 28.10.2008 kl. 01:49

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Snúllurnar tínar eru svo flóttar.

fadmlag til ykkar.

Gudrún Hauksdótttir, 28.10.2008 kl. 06:22

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 28.10.2008 kl. 14:00

9 Smámynd: Aprílrós

Þið eruð svo frábær fjölskylda og dgleg, standið svo vel saman. Veit það bara af skrifum þinum ;)

Aprílrós, 28.10.2008 kl. 15:39

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur:)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:18

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Yndislegt að heyra hvað Þuríði gengur vel í skólanum. Gott hvað hún er ákveðin í að krabbameinið er farið. Hugur hennar skiptir SVO MIKLU MÁLI hvað það varðar. Bumbubúinn fer þá bráðum að segja upp "húsnæðinu" og flytja í stærra. Gott hjá honum/henni, þetta er framsýnn einstaklingur og lætur ekki "kreppuna" trufla sig. Guðsblessun á línuna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.10.2008 kl. 00:18

12 identicon

Fallegur barnahópur sem þú átt!

Gangi þér ofboðsslega vel að bæta 4 barninu í hópinn og ekki vera of dugleg. Það er svo mikilvægt að biðja um hjálp og fá tíma með bara litla barninu þegar það kemur.

Takk fyrir að leyfa okkur öllum að fylgjast með ykkur !

Heiða Björg (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband