31.10.2008 | 09:06
Aðgerðin í dag
Þuríður mín er að fara í aðgerð í dag og bíður spennt eftir henni, alveg ótrúleg þessi stúlka. Var vakin fyrir sjö í morgun svo hún gæti fengið hafragrautinn sinn en svo þarf hún að vera fastandi til hálf tvö í dag eða þanga til aðgerðin verður gerð. Ætli ég þurfi ekki að "berjast" við hana kringum ellevu þegar hún byrjar að vera svöng aftur, þá verðum við bara að fara læra stafina og þess háttar til að reyna láta hana hugsa um eitthvað annað hvernig sem það fer. Hún verður líka ö-a orðin þreytt þá og þarf væntanlega að leggja sig enda vakin mjög snemma og það mun væntanlega bjarga okkur frá "barningnum" og halda henni frá matnum. Að sjálfsögðu þarf ég að taka þátt með henni og vera fastandi líka og þá verður ö-a litla krílið brjálað í mallanum. Dóóhh!!
Bumban mín er annars orðin huges, oh mæ god!! Fólk er farið að nefna það hvort hún sé ekki farin að síga? eitt er víst að hún er orðin frekar þung ehhe enda ekki kanski skrýtið þegar ég er farin að skríða í níunda mánuð. Úúúúffh hvað ég get ekki beðið þegar þetta klárast þó svo mér finnist æðislegt að vera ólétt en þá mættu verkirnir vera minni en þeir fara versnandi núna. Grrrrr!!
Áðan lág ég fyrir og þurfti að standa upp sem er orðið ansi erfitt þessa dagana, Þuríður mín hefur greinilega verið búin að taka eftir því enda var hún snögg að standa upp og rétta mér aðra hendina sína til að hjálpa mér.
Þetta kreppuástand er farið að snerta fólkið mitt, allir að missa vinnurnar sínar. Ótrúlega sorglegt og erfitt, kanski mun ég líka missa "mína vinnu" frá Tryggingastofnun(eru þeir líka að fara á hausinn?). Þetta ástand er skítt, erfitt og tekur ofsalega á hjá fólki.
Ætli ég haldi ekki áfram að kúra með Þuríði minni og horfa á Ísöld.
Eigið góða helgi, verum góð við hvort annað og ekki gleyma knúsunum.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku fjölskylda,
ég óska þess að aðgerðin gangi vel hjá Þuríðu duglegu skólastelpu og vona að þetta sé ekki eitthvað alvarlegt.
Leitt að heyra að margir eru að missa vinnuna í kringum þig. Erfitt ástand og þá sérstaklega hjá fólki sem er að kljást við veikindi sín eða sinna, um leið. Ég vona svo innilega að kerfið reynist mennskara en það, að láta þig vera launalausa þegar litla krílið fæðist. Ömurlegt að heyra þetta. Kerfið er svo ósanngjarnt og ómannúðlegt. Það hálfa væri hellingur.
Gangi þér og ykkur vel og ég hugsa til litlu hetjunnar í dag. Þetta fer allt vel hjá ykkur.
Baráttu og kærleikskveðja,
Emma
Emma Vilhjálmsdóttir, 31.10.2008 kl. 09:24
KNÚÚÚS - gangi ykkur vel í dag!!
Elsa Nielsen, 31.10.2008 kl. 11:01
knús í klessu fallegust... gangi ykkur ofsalega vel í dag... knús í kotið
Þórunn Eva , 31.10.2008 kl. 11:40
Baráttukveðjur, biðjum fyrir hetjunni.
kær kveðja Guðrún, Jói og dætur
Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:25
KNÚS
Halldór Jóhannsson, 31.10.2008 kl. 12:46
Knús til ykkar sæta fjölskylda ;)
Aprílrós, 31.10.2008 kl. 19:50
Allar góðar hugsanir til ykkar. Góða helgi. Kveðja Þorgerður.
Þorgerður (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 20:23
Góðar kveðjur og hugsanir til þín og þinna Áslaug.
Vona að aðgerðin hafi gengið vel hjá dótturinni. Knús til ykkar. Stella A.
Stella A. (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 21:37
Jesús vaki yfir ykkur.
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 07:19
vonandi gekk vel i adgerdinni
María Guðmundsdóttir, 1.11.2008 kl. 09:34
Vona ad allt hafi gengid vel kæra fjölskylda
Kvedja frá
Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 1.11.2008 kl. 10:58
Elsku hetja vonandi hefur allt gengið vel. Þú og þín fjölskylda eigið sko hrós skilið standið allan storm af ykkur.
Hjartans hlýja frá mér og mínum
Rebekka Halldórsdóttir (ókunnug) (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 11:03
Bergdís Rósantsdóttir, 1.11.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.