8.12.2008 | 13:48
Lífið er ljúft
Ég sit máttlaus allan liðlangan daginn og horfi á fallegu kraftaverkin mín, þetta er alveg yndislegt líf. Þó svo að allt sé að fara á "hausinn" og allt fer hækkandi líður mér svooooo vel, ég er svooooo hrikalega rík að hálfa væri miklu meir en nóg. Börnunum mínum líður vel og þá líður mér ennþá betur, þau eru svakalega spennt fyrir jólunum enda nýttum við helgina að baka sem var ekki leiðinlegt.
Hnoðrinn minn er ótrúlega vær og góður þó svo hann mætti sofa lengur en tvo tíma í einu en þá vill hann rjómann sinn en þá kvarta ég ekki. Hann verður allavega kallaður hnoðri til 17.janúar (langamma mín hefði átt afmæli þá) en þá mun hann fá nafnið sitt, hvað sem það á að vera?
Ég er ótrúlega heppin kona, er hægt að vera heppnari?
Hérna er Theodór krulluhaus, kanski tími á klippingu fyrir jólin?
Áhyggjulaust líf hjá hnoðra mínum, svoooo gott að knúsa hann svona.
Flottustur stelpurnar mínar, vitiði hvor er hvað? hehe!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
RÍKA KONA!!!... vá hvað Theodór er sætur með svona krullur og stelpurnar orðnar líkar ;) Yndislegar! Hlakka til að knúsa hnoðrann þinn á morgun...
Elsa Nielsen, 8.12.2008 kl. 14:15
Segi það sama og Elsa RÍKA KONA!! Þetta er náttúrulega bara BEST í heimi að eiga svona yndislega falleg börn. Njóttu bara í botn og jólin verða sko alveg frábær ekki spurning.
Knús til þín og allra.
Brynja (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 14:18
Já lífið er svo sannarlega yndislegt..Kveðja Þorgerður
Þorgerður (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 14:44
Já tek undir hér þú ert sko rík kæra Áslaug og þau eru svo yndislega falleg og glöð börnin þín. Stelpurnar bara alveg eins. Bænir mínar til ykkar og haldið áfram að njóta aðventunnar, við vitum hvað er mikilvægast í þessu lífi, fjölskyldan og kærleikurinn manna á milli.
kveðja 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:50
Já RÍKA KONA . Þú mátt svo sannarlega vera stolt af ungunum þínum eins falleg og þau eru. Bið Guð að blessa ykkur öll og njótið aðventunnar.
Kristín (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:19
Yndisleg børn haltu áfram ad njóta thess ad vera til.
María Guðmundsdóttir, 8.12.2008 kl. 17:33
Það er svo ljúft að lesa hjá sér. Einhver myndi nú liggja í sjálfsvorkunn eftir það sem gengið hefur á hjá henni Þuríði þinni. En ekki þú. Þú sérð alltaf björtustu hliðarnar. Þú ert einstök manneskja.
Helga Magnúsdóttir, 8.12.2008 kl. 19:04
:) Mikið óskaplega áttu (réttara þið Óskar ;) falleg börn!! og litli hnoðrinn er eiginlega bara frekar stór! Óska ykkur dásamlegrar hátíðar!
hm (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:14
Eins og ég hef áður sagt, yndislegt að þið skuluð geta notið aðventunnar. Hafið það sem allra best, ALLTAF.
Sólveig (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:33
Fallegu börn!! Og vá hvað mér finnst þær systur líkar!! Væri gaman að sjá ykkur fyrir jól!
Oddný (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:01
Falleg börnin ykkar Óskars.... þið eruð rík
Njótið ykkar í desember..... yndislegt líf hjá ykkkur. Kær kveðja, Stella A.
Stella A. (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:47
Ein rík kona til annarrar, ríkidæmi þitt er mikið og mun bara aukast með árunum þegar hnoðrarnir stækka og dafna. Svona í trúnaði er sko allur aldur skemmtilegur en mín elsta er orðin tvítug og enn þá gaman hjá mér. Og svo annað takk kærlega fyrir að ætla að skíra drenginn á afmælisdaginn minn Langamma hvað ég veit þetta er bara mér til heiðurs allavegana tek ég því þannig Ég veit þið eigið ánægjulega hátlið í vændum, umvafin unga fólkinu ykkar, lov Sigga
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:55
Já Áslaug þið Óskar eruð sannarlega rík - það er því miður ekki öllum gefið að eignast börn - hvað þá 4 - njótið þess að vera saman þrátt fyrir allt krepputal !!!
Ása (ókunnug (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 22:45
Sæl Áslaug og Óskar.
Hef ekki skrifað athugasemd áður en les oft, dáist að ykkur öllum saman. Og til hamingju með að vera búin að ná prófunum! :) Enginn smá dugnaður hér á ferðinni!
Innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn, hann er gullfallegur eins og systkini sín og ekki skemmir fyrir að hann er fæddur sama dag og ég :) Þið eruð svo sannarlega rík, með allan þennan barnafjölda!
Risastórt knús til ykkar allra...
Kv. Margrét
Margrét (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 23:06
Innlitskvitt og ljúfar yndislegar kveðjur á fallegum ljúfum vetrakvöldi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.12.2008 kl. 23:58
Mikið er Hnoðrinn flottur og afslappaður. Það er greinilegt að rjóminn frá mömmu gerir honum gott. Svo eru "stóru" börnin líka alveg dásamleg eins og alltaf. Já fjársjóðurinn er stór og dýrmætur. Guðs blessun í bæinn
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.12.2008 kl. 00:34
Fallegar myndir af fallegu bornunum thinum, mikid ertu nu rik. Eg er ther sammala, bornin eru thad rikasta sem madur a, eg a sjalf fjogur, tvo sem eg faeddi og tvaer stjupdaetur, og svo er eg komin thrja manudi a leid med litla barnid mitt, thannig ad tho svo ad kreppan er mikil, erfidleikarnir miklir, og enginn peningur, tha er eg 100% med ther, vid erum badar mjog rikar... Hafid thad gott yfir hatidarnar, og gaman ad sja ad Thuridi lidi betur. Kvedjur yfir hafid, Bertha i Kaliforniu
Bertha Sigmundsdóttir, 9.12.2008 kl. 01:22
Þið eruð bara svo rík, gangi ykkur sem allra best. Þið eruð yndisleg. Kærleikur til ykkar
Kristín Gunnarsdóttir, 9.12.2008 kl. 09:02
Alltaf er jafn gaman að líta við hjá ykkur nú orðið.
Enda ekki skrítið þessi flotti hópur, jú kannski smá að stytta krullurnar en ekki meira því þetta er svo ótrúlega sætt ég á tvo svona krulluhausa.
Jú ég þekki þær sundur en það er ekki alltaf.
Sendi kærleikskveðju í húsið.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:27
Gaman að heyra hvað öllum líður vel! Til hamingju með nýja prinsinn. Óska ykkur gleðilegra jóla! Kveðja, Ásdís.
Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:35
Ríkari er varla hægt að vera!
Yndislegar myndir og krulluhausinn er æðislegur!!
Súsanna (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:58
Ég sé hvor er hvor... þú ert rík kona
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.12.2008 kl. 12:14
Til hamingju með börnin blýð mikið eru þau falleg.Þau hafa ekki lánt að sækja það. Við þekkjumst ekkert bara datt inn af forvitni.Guð gefi ykkur gleðileg jól.
Bögga (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 17:47
Vá ég myndi ekki klippa hann fyrir jólin - Hann er svo sætur svona =o)
Þórdís Kolbrún (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:53
Þvílíku bjútíin!!!...til hamingju með þau öll elskuleg!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 10.12.2008 kl. 17:35
Þú þekkir mig ekki en ég skoða stundum bloggið þitt og ég verð bara að segja að þú átt ein fallegustu börn sem ég hef nokkurntíman séð
Sylvía (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.