Leita í fréttum mbl.is

Jólagjöfin í ár

VON – HOPE – SPES

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur hafið sölu hálsmena í fjáröflunarskyni. Hálsmenin eru með áletruninni VON á þremur tungumálum (íslensku, ensku og latínu) og fást bæði í silfri og stáli (grófari fyrir herra).

Í Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna er hópur fólks sem hefur staðið í þeim sporum að glíma við veikindi með vonina að vopni – vonina um að lífið komist í réttar skorður á ný – vonina um að veikt barn nái heilsu og fjölskyldan öll muni eiga sínar ljúfu stundir á ný.

SKB langar til að færa þjóðinni von og gefa henni um leið tækifæri til að hjálpa félagsmönnum að halda í sína von. Í því skyni eru þessi táknrænu hálsmen boðin til sölu. Verði er stillt í hóf en silfurmen kostar aðeins 4.000 krónur og stálmen 3.500 krónur. Menin eru seld á heimasíðu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, www.skb.is og í síma 588-7555. Boðið er upp á heimsendingu.

Íslenska þjóðin er á krossgötum. Margir standa frammi fyrir því að þurfa að breyta lífsstíl sínum og forgangsraða upp á nýtt. Í þeirri óvissu sem framundan er skiptir miklu máli að missa aldrei vonina um að komast út úr erfiðleikunum og lífið komist í fastar skorður á ný. 

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 2. september 1991 af foreldrum barna með krabbamein. Markmiðið með stofnun SKB var að gæta hagsmuna krabbameinssjúkra barna og aðstandenda þeirra á ýmsum sviðum. Árlega greinast að meðaltali 10 - 12 börn og unglingar 18 ára og yngri með krabbamein á Íslandi.  Íslenskir læknar og hjúkrunarfólk eru mjög framarlega á sínu sviði og batahorfur barna með krabbamein góðar hér á landi.

Mynd af kvennmannshálsmeninu.
halsmen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Flott men, virkilega flott. Ekki verra að gott málefni er styrkt með því að kaupa það. Set þetta á óskalistann minn fyrir jólin. :)

Annars til hamingju með fjölgunina í fjölskyldunni, bara æði.

Kær kveðja frá Skaganum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.12.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er þetta fallegt og stílhreint hálsmen. Vona að sem allra flestir kaupi það og styrki félagið að allan hátt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.12.2008 kl. 00:26

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góðan daginn elsku vinkona og ljúfar kveðjur:):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.12.2008 kl. 09:58

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

rosalega fallegt hálsmen. vonandi kaupa thad sem flestir.

hafdu gott kvøld og góda helgi

María Guðmundsdóttir, 11.12.2008 kl. 20:06

5 Smámynd: Júlíana

Ég skoðaði þetta í gær, mjög fallegt. Ætla að koma við á skrifstofunni fljótlega í kaffi og splæsa á þetta.

Júlíana , 13.12.2008 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband