19.12.2008 | 09:47
Ég á mér uppáhalds flík
Uppáhalds flíkin mín er kápan mín sem ég fékk frá Skara mínum í jólagjöf fyrir nokkrum árum en það er einn "galli" með hana eða kanski mig hehe en ég get eiginlega aldrei notað hana almennilega því ég er "alltaf" ólétt eða með barn á brjóst. Sko málið er núna þegar ég var ólétt af hnoðra mínum þá gekk ég í kápunni minni sem er ekki frásögufærandi en þá gat ég bara hneppt henni yfir brjóstinn en ekki yfir bumbuna sem er náttúrlega ekkert skrýtið. Núna Þegar ég er búin að eiga hnoðrann minn þá get ég hneppt yfir magann en ekki brjóstinn því ég lít út einsog Dolly Parton mhohoho!! Þannig kápan mín fær aldrei að njóta sín þannig séð og mér er alltaf kalt einhversstaðar á líkamanum því aldrei get ég hneppt henni almennilega. Dóóhh!! Spurning hvort ég get kanski notað hana næsta haust og hneppt ÖLLUM tölum?
Það er brjálað að gera hjá okkur fjölskyldunni, ég myndi ekki bjóða í það ef ég hefði átt að kaupa allar jólagjafirnar í des því þá þyrfti ég ansi marga auka tíma í sólarhringinn, sem betur fer er ég ALLTAF það skipulögð að ég dreifi jólagjafakaupunum yfir árið því einsog ástandið er í dag veit ég ekki hvort ég hefði meikað það? Ég er bara snillingur, fór meir að segja á Toys'rus útsöluna áður en allt hækkaði þar um 100% og keypti handa krökkunum mínum, ohh það er svoooo gott að vera ég.
Við krakkarnir sendum Skara í að kaupa jólatréð í gærkveldi sem er kanski ekki frásögufærandi en fyrir nokkrum árum sendi ég líka hann einan og hann kom með stærsta tréð sem var til í búðinni og þá hét ég því að ekki senda hann einan aftur en núna var ekkert annað í boði. Viti menn Skari kom AFTUR með stærsta tréð í búðinni hahaha!! Well spurning hvort jólaskrautið okkar dugi á tréð, oh boy!! Reyndar elska ég stór tré en stofan okkar er nú ekkert hægt að hrópa húrra fyrir en hverjum er ekki sama, jólin eru bara 1x á ári og við ELSKUM jólin en verst að pakkarnir munu týnast undir trénu. Eins gott að mamma og pabbi komi með marga pakka með sér en þau verða með okkur, bara gaman!! Oh god hvað ég er orðin spennt að sjá börnin mín yfir hátíðirnar, þau eru líka svoooo spennt.
Krakkarnir eru búin að fara á tvö jólaböll en það þriðja er á morgun hjá Styrktarfélaginu, litli naglinn minn hann Theodór er alveg skíthræddur við sveinka einsog hann getur verið mikill gaur og mikill töffari en þegar það kemur að sveinka þá snappast hann. Greyjið litli!! Við fórum einmitt á jólaball í skólanum hjá Þuríði minni í gær og það var svo gaman að fylgjast með henni en hún þekkir hálfan skólann, heilsaði og knúsaði aðra hverja manneskju sem labbaði framhjá okkur. Hún var svo glöð að hitta alla og náttúrlega allir glaðir að hitta hana en ekki hvað? Það er ekki annað hægt en að vera glöð innan hetjuna mína, lífið er svo skemmtilegt hjá henni að hálfa væri miklu meir en nóg. Bara gott og gaman!!
Útskrift í dag, oh mæ god!! Loksins komið að henni og að sjálfsögðu fór ég annað sinn á þessu ári og verslaði mér eina flík fyrir hana (ok tvær). Ég bara varð ástfangin um leið og ég sá flíkina, mjög flott fyrir konur sem líta út einsog Dolly Parton. Þuríður mín er líka komin í jólafrí og finnst ekki leiðinlegt að tjilla bara ein með mömmu sinni og hnoðra litla sem hún dýrkar og elskar að sýna fólki hann sem ég geri að sjálfsögðu líka enda bara flottastur.
Well hnoðrinn minn farin að kalla á Dollyjarnar, eigið góða helgi. Mín mun pottþétt verða góð og mjög upptekin ALLA helgina sem er bara gott. Knús í hús!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 4870798
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er betra en nokkurt vítamín að kíkja inná síðuna þína þessa dagana og mikið er dásamlegt að allt gengur svona vel.
Hjartans hamingjóskir með að vera útskrifuð í dag það sýnir að þú ert engin venjuleg því það sem þú hefur haft að fást við síðustu misseri er meira en nóg fyrir venjulegt fólk, þó það bæti ekki við sig námi.
En það er bara endalaust gaman að fylgjast með ykkur STÓRFJÖLSKYLDUNNI. Og ég sendi kærleikskveðju í húsið.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 10:08
Langaði bara að segja Gleðileg jól og takk fyrir allar skemmtilegu og uppörfandi færslunar sem maður hefur fengið að lesa hér hjá þér. Yndislegt að heyra hvað allt gengur vel og til hamingju með útskriftina kjarnorkukona. Mikð væri heimurinn góður ef allar fjölskyldur væru svona jákvæðar eins og ykkar. Knús í hús.
Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 14:44
Hæ sæta mín....innilegar hamingjuóskir með útskriftina og það eru orð að sönnu,þú ert ekkert venjuleg....ihaaaaaaaaa
Knús á línuna og eigið þið dásamlega helgi,verð í bandi eftir jól þar sem tíminn er að hlaupa í burtu.Elsku Þuríður mín hafðu það áfram svona gott og ég bið guð að gefa þér falleg jól.Knús
Björk töffari (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 16:30
Já satt segir hún Sólveig, það er á við góðan vitamínkúr að lesa færslurnar þínar.
Innilegar hamingjuóskir með Útskriftina og allt hitt. Og kápan slitnar ekki á meðan þú gefur ekki notað hana, svo hún endist bara lengur. Það eru alltaf góðir kostir í stöðunni. Knús í kotið.
= Áslaug
= Óskar
= Þuríður Arna
= Oddný Erla
= Theodór (jólasveinar eru hættulegir)
= Hnoðri
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.12.2008 kl. 17:29
Já, ég gleymdi vítamínunum í morgun. Og þá er innlit á þessa síðu bráðnauðsynlegt. :) Bjargar deginum, algjörlega. Kærleikskveðjur á ykkur stórfjölskylduna, frá Sólveigu.
Ein Sólveig í viðbót (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 19:30
Knús í hús og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.12.2008 kl. 23:12
Sæl skoða stundum bloggið þitt..til að frá fréttir af hetjunni og finnst líka gaman að lesa, þú ert svo góður penni;)
Eftir þessa færslu er jólaspenningurinn að hríslast um mig, ég er búin að sakna hans en hann er kominn núna þökk sér þér :)
Takk og gleðileg jól :)
Vala Dögg (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.