Leita í fréttum mbl.is

Niðurstöðurnar

Þetta eru alveg hreint ótrúlegar niðurstöður sem við fengum í dag, jú við vissum að það væri enn meiri minnkun á æxlinu sem er bara BEST Í HEIMI en hvað það er búið að minnka mikið síðan það var sem stæðst.  Oh mæ!!  Þegar það var sem stæðst þá var það 3,7cm á breidd og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það sé í dag?  Jú alveg heilir 0,5cm ég þurfti eiginlega að fá gleraugunum hjá doktor Ólafi lánuð til að sjá það á myndunum hehe, það eru allir svooo hissa á þessari minnkun og svo er maður að spurja læknana útí þetta og þeir hafa eiginlega engin svör nema "þetta bara gerist"?  Ég get ekki hægt að tönglast á þessu kraftaverki mínu, hún hefur aldrei ætlað sér að fara frá okkur það er svo mikill kraftur í henni og það sem hún ætlar sér reynir hún að gera þanga til það tekst. 

Það var endalaust gaman í læknaheimsókninni í dag en oftast er nú ekki gaman að fara í læknaheimsóknir en Þuríður mín reitti af sér brandara við doktor Ólaf.  Þessi stúlka er svo mikill húmorist, fannst Ólafur frekar mikill klaufi þegar hann var að "toga hana og teygja".  Tók spretti fyrir hann, hoppaði, gerði nokkrar fimleikaæfingar og sagði honum frá sínum ástkæra kærasta sem hún segist alltaf vera kyssa og svo ljómar hún öll.  Byrjar kanski aðeins of snemma hehe!!  ...en hún sagðist nú ekki vera kyssa hann núna enda var hún á fundi.Whistling  Bara yndislegust þessi stúlka.

Reyndar er hún ekki að stækka einsog heilbrigð börn sem er útaf öllum þessum lyfjum sem hún er að taka inn en það er nú ekki það versta sem gæti gerst að vera lágvaxin.  Þekki það nú sjálf hehe!!  Það þarf víst að fylgjast með því og kanski að gera eitthvað meira í því þar að segja hjálpa henni að stækka hraðar. 

Frá og með deginum í dag höldum við áfram að minnka flogalyfin hennar, það á að taka næstu lyf af henni þannig hún verði "bara" á tveimur tegundum en það mun ö-a taka ca hálft ár að taka þetta ákveðna lyf af henni eða það verður farið þegar hún fer í næstu myndatökur sem verða ekki fyrr en næsta sumar eða rétt áður en hún færi í skólann.  VÁÁÁÁVH!!Sideways

Ég nefndi hérna á blogginu mínum rétt áður en hún fór í myndatökurnar útaf einu "kýli" sem ég fann á henni sem við vorum að sýna doktor Ólafi áðan og það sást víst á myndunum en fór frammhjá röngenlæknunum þegar þeir skoðuðu myndirnar því þeir einbeittu sér að sjálfsögðu bara að æxlinu sjálfu þannig það verður kíkt á það á morgun eða síðastalagi á mánudaginn og þá fáum við að vita hvað þetta sé eiginlega?  En okkar læknir gat ekkert sagt okkur. Þannig við bíðum bara eftir svörum.

Annars útí annað lumar einhver á góðum uppskriftum á köldum brauðréttum? Ef svo er megið senda mér á aslaugosk@simnet.is takk takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábærar fréttir. Nú farið þið vonandi að sjá fyrir endann á þessari erfiðu baráttu.

Helga Magnúsdóttir, 8.1.2009 kl. 17:49

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

FRÁBÆRAR FRÉTTIR... Það er augljóst að skvísan er ekki á því að fara héðann enda hefur hún það greinilega óendanlega gott hjá ykkur yndislegu fjölskyldu... Þetta er efni í metsölubók um jól... kennska í ákveðni og gleði...

KNÚSSS á alla línuna ... þig eruð súper hetjur...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 8.1.2009 kl. 17:58

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er þetta yndislegt og frábært.  Ég á bara ekki nógu sterk orð til að lýsa því hvað þetta eru góðar fréttir. Kyssa kærastann, kannski aðeins og snemmt og þó. Það er alltaf gott að eiga sér góðan vin og enn betra að kyssa hann svolítið (mikið)   Er ekki svona brauðréttasnillingur svo ??

Sendi ykkur þess í stað fullt af kærleika og ljósi.      

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.1.2009 kl. 20:53

4 identicon

Dásamlegar fréttir!! Til hamingju öll sömul, þið hafið öll unnið að þessu!!

hm (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:04

5 identicon

Sæl Áslaug, ég hef lesið bloggið þitt nokkuð lengi en aldrei skrifað þér línu.. núna get ég bara ekki annað, sit hérna með tárin í augunum og samgleðst ykkur svo innilega þó ég þekki ykkur ekki neitt. Þetta eru æðislega fréttir og þið getið horft björtum augum fram á veginn....Og svo auðvitað til lukku með nýjasta fjölskyldumeðliminn:-)

Kær kveðja

Erla ókunna

Erla (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:21

6 identicon

Bara yndislegt!

Sólveig (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:28

7 identicon

Dásamlegar fréttir í ársbyrjun! Hún er sannkölluð kraftaverkarhetja hún Þuríður Arna!

Kveðja af Skaganum, Helga

Helga Arnar (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:33

8 identicon

Orðlaus af ánægju :)

Súsanna (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:00

9 identicon

Sendi sms út og suður,plús systkini mín fjögur,þar gætir ýmissa grasa á ég von á.......Knús á hetjurnar...

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:24

10 identicon

Sæl Áslaug

Ég hef oft og mikið kíkt inn á þessa síðu þína og haft gaman af að lesa um ykkur fjólskylduna og mikið finnst mér gaman að litla hetjan þín er orðin svona hress. Hún á einmitt sama afmælisdag og ég, það er frábær dagur... Þetta er nú í fyrsta skipti sem ég kvitta en ákvað að gera það í tilefni þessara frábæru frétta, bara til hamingju með þetta og haldið áfram að vera svona dugleg, ég dáist af ykkur... já og til hamingju með litla prinsinn...

Margrét (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:26

11 identicon

Mikið eru þetta æðislegar fréttir.  Vonandi verða fréttirnar af þessu sem þið funduð jafn frábærar.  En það hefði greinilega verið gaman að vera fluga á vegg hjá lækninum í dag!  Gangi ykkur allt í haginn, Ásdís (ókunnug).

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 00:23

12 Smámynd: Júlíana

ó vá, þvílíkar fréttir. Æðislegt!!

Júlíana , 9.1.2009 kl. 00:36

13 identicon

Gott að heyra :o)

Huxa til ykkar..

Aldís (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 04:41

14 identicon

Þetta er ótrúleg minnkun á æxlinu. Þvílíkt kraftaverk sem Þuríður Arna er. Frábærar fréttir. Gangi ykkur vel

Harpa(Ókunnug) (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 07:27

15 Smámynd: Aprílrós

VÁ ÆÐISLEGAR fréttir, samgleðst ykkur svo sannarlega. Ekki annað hægt en að tárast með ykkur ;) YNDISLEGT.

Sendi til ykkar kærleiksljós og knús ;)

Aprílrós, 9.1.2009 kl. 07:49

16 identicon

Dásamlegt, ljúft að lesa um svona kraftaverk

Þórunn (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 08:34

17 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thetta er BARA frábært, madur fær alveg gæsahúd ad lesa thetta  innilega til hamingju med thetta, hún er bara frábær thetta kraftaverk sem hún er.

María Guðmundsdóttir, 9.1.2009 kl. 09:09

18 identicon

Þetta er allt saman alveg frábært að heyra, eitt þetta kraftaverk.

Þau gerast sem betur fer.

Megi Guð gefa að allt verði fram á við hjá þessari fallegu fjölskyldu.

kærleikskveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 09:17

19 identicon

Ydislegt að lesa.  Sendi Þuríði eitt fallegt ljóð sem er í uppáhaldi hjá mér, mikið sungið á mínu heimili í gegnum árin, fallegur texti sem segir svo ótal margt. Sendi ykkur kærleik og knús, ljós og bænir.

Kvæðið um fuglanaSnert hörpu mína, himinborna dís,svo hlusti englar guðs í Paradís.Við götu mína fann ég fjalarstúfog festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré sem fann ég út við sjóég fugla skar og líka’ úr smiðjumó.Í huganum til himins oft ég svífog hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,en sumir verða alltaf lítil börn.En sólin gyllir sund og bláan fjörðog sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyr’ í fjarska villtan vængjaþyt.Um varpann leikur draumsins perluglit.Snert hörpu mín, himnborna dís

og hlustið englar guðs í Paradís.

 Davíð Stefánsson

kveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 09:42

20 identicon

Voðalega kom þetta eitthvað skringilega inn á færsluna...en það nær ekki lengra þetta skilst :0)

kv. 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 09:43

21 identicon

Leiðin liggur bara upp á við, samgleðst ykkur! Kv. Ásdís.

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:14

22 identicon

VÁ! Þið eruð svoo miklar hetjur :D Til hamingju með þetta :)

Dagbjört (þú þekkir mig ekki) (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:41

23 identicon

Vá gaman að heyra að æxlið hefur minnkað innilega til hamingju og gangi ykkur vel, eg vona svo innilega að Soffía vinkona mín verði svona heppin kveðja María

María Þorláksdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:43

24 identicon

heyrðu áslaug mín þetta verður bara greinilega ár minkana því hann frændi minn sem fékk heilaæxli var að fá sínar niðurstöður núna fyrir nokkrum dögum og æxlið hans er bara horfið úr höfðinu á honum svo þetta er ekkert nema jákvætt!

Tinna Rut (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 12:16

25 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Vávh frábærar fréttir Tinna mín.  Bara flott!!
Takk allir!!

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 9.1.2009 kl. 12:45

26 identicon

Til lukku með kraftaverkið.

kv.Jane úr ÍKÍ

Jane Petra (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 17:15

27 identicon

Mikið eru þetta alveg hreint frábærar fréttir fyrir ykkur!  Yndislegt...ég fylgist alltaf með blogginu þínu, og langar líka að óska ykkur til hamingju með nýjustu viðbótina í fjölskylduna ykkar:)

Kær kveðja og vona svo innilega að þetta gangi svona vel áfram!:)

Sigurborg Þórsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 21:12

28 identicon

GUÐ HVAÐ ÞETTA ERU FRÁBÆRAR FRETTIR ÉG SIT HER MEÐ TÁRIN I AUGUM AF GLEÐI FYRIR YKKAR HÖND ÞETTA ER BARA FRÁBÆRT

ÁSTARKVEÐJA TÓTA

TÓTA (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 22:02

29 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er frábært viðtalið við þig í Mogganum. Þú segir það að þetta sé eins og nokkurs konar sálfræðingur fyrir þig/ykkur að blogga.

Svarið mitt er að bloggið þitt er eins og vin í eyðimörkinni, sérstaklega síðustu mánuði þegar flestir eru að tala um kreppu, reiði, hefnd og mótmæli. Neikvæðnin er svo gríðarleg að það er með ólíkindum.

Bloggið þitt er fullt að ást, gleði, von og jákvæðni. TAKK FYRIR MIG

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.1.2009 kl. 23:27

30 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Frábært upphaf á vonandi enn betra ári!!!

Kraftaverkin gerast svo sannarlega....

Bergljót Hreinsdóttir, 10.1.2009 kl. 10:24

31 identicon

yndislegt að heyra,samgleðst ykkur, gæfan fylgi ykkur öllum, kíki oft inn, kvitta sjaldan, ljúfar kveðjur.

Didda ókunn (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 12:51

32 identicon

Kraftaverkin eru yndisleg. Gleðilegt ár til stórfjölskyldunnar.

Kveðja frá Þorgerði.

Þorgerður. (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 15:51

33 identicon

Þetta er frábært!!! Ég er ókunnug ykkur en hef fylgst með hér á hliðarlínunni og ég óska ykkur til hamingju þetta er yndislegt....

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 19:23

34 identicon

angel<br><a href=View Raw Image" height="373" src="http://s5.tinypic.com/1626txs.jpg" width="431" />

Elsku hjartans hetjan mín...ég var svo glöð í hjartanu þegar ég kom heim í dag og las þessar fréttir.Þú ert kraftaverk af guðs náð og ég bið alla engla himinsins að vera með þér og fjöslskyldu þinni um ókomna framtíð.Haltu áfram að vera svona ótrúlega dugleg engillinn minn...baráttuknús á ykkur öll

ps.ég verð í bandi

Björk töffari (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 23:22

35 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

hæhæ mer hlýnar um hjartarætur við þessa lesningu.Þetta er bara æðislegt.knús á ykkur

Sædís Hafsteinsdóttir, 11.1.2009 kl. 12:08

36 identicon

Halló, Yndislegar fréttir!!!!!!!!!!!!!!! Gangi ykkur endalaust vel

Gunna G (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 15:23

37 identicon

Á engin orð, en mikið er Guð góður.  Bara endalaust yndislegt kraftaverk hún Þuríður litla..

Kristín (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 19:57

38 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Til hamingju með þessar frábæru fréttir, það er gaman að sjá einhverjar góðar fréttir nú á dögum

Guðborg Eyjólfsdóttir, 11.1.2009 kl. 21:27

39 identicon

Bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi. Innilega til hamingju með litlu kraftaverkaskvísuna

Halla Skúladóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 21:42

40 identicon

En frábært!! VÁ - þvílík hetja sem hún er hún Þuríður:)  Innilega til hamingju - get ekki ímyndað mér hvernig það er að fá svona yndislegar fréttir!

Dísa ókunnug (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 01:10

41 identicon

FRÁBÆRAR FRÉTTIR. Það er svo gott að heyra svona góðar fréttir. Hafið það gott stóra fjölskylda :)

 kv frá mömmunni sem er ekki sama ( ókunnug)

Guðrún (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband