12.1.2009 | 16:57
Styttist í skírn :)
Fengum fleiri niðurstöður í morgun af henni Þuríði minni þar að segja af kýlinu sem ég var búin að finna á höfðinu hennar og það kom allt gott úr því. Engin skuggamyndun myndaðist á myndunum sem merkir að þetta er ekkert illkynja sem er að sjálfsögðu best í heimi en við fylgjumst með þessu og ef þetta færi eitthvað að breytast verðum við auðvidað að hafa samband við doktorana.
Ég fór áðan og hitti einn af læknunum hennar Þuríðar minnar vegna Oddnýjar minnar Erlu og hann hristir endalaust hausinn yfir því hvað þessi kraftaverka stelpa er að gera góða hluti og kemur sífellt á óvart. Auðvidað er hann í skýjunum yfir þessu kraftaverki einsog við en þeir bara skilja þetta ekki, oftast finnst manni leiðinlegt þegar læknarnir skilja ekki suma hluti og við viljum að þeir hafi alltaf rétt fyrir sér en ég er alveg í skýjunum yfir því að þeir höfðu ekki rétt fyrir sér í þessu tilfelli einsog með Þuríði mína.
Þuríður mín er einmitt að byrja á reiðnámskeiði og það verður 2x í viku og henni finnst það nú ekki leiðinlegt, bíður spennt eftir því. Oddný Erla er að sjálfsögðu í sundinu 3x í viku og Theodór minn var að byrja á sundnámskeiði líka sem er 2x í viku, nóg að gera að skutlast með þau á æfingar. Bara gaman!!
Annars styttist óðum í skírnina, drengurinn fær nafn. Loksins!! Það er sem sagt nk laugardag og hann Theodór minn er að sjálfsögðu líka að rifna úr spenning því hann ætlar að halda uppá þriggja ára afmælið sitt í leiðinni nú og Oddný systir ætlar líka að skíra litlu músina sína. Ótrúlega gaman að heyra í fólki sem heldur að það viti nafnið á drengnum og það vissi það meir að segja á undan okkur hehe þar að segja áður en við ákváðum nafnið á honum. Bara fyndið og gaman!! Við vorum einmitt í einni skírn í gær en það var hjá lillunni hennar nöfnu minnar Áslaug en hennar lilla fæddist sama dag og minn en hún fékk fallega nafnið Elínbjört Heiða.
Ætla núna að fara með Oddnýju mína á sundnámskeið og svo verður tilraunabakstur í kvöld fyrir skírnina.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með niðurstöðurnar hjá Kraftaverkamúsinni. Og innilega til hamingju með öll ykkar kraftaverk:) Þetta er sko ríkidæmi í lagi! Gangi ykkur öllum sem best.
Ásta Svavars (ókunnug) (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 17:58
Sendi ykkur öllum stóran vönd af hamingjuóskum með hvað allt er heilbrigt og gott hjá ykkur, kominn tími til segi ég nú bara. Ég bíð spennt eftir nafninu á litla prinsinum. Ég er sérstaklega með eitt nafn í huga, afi minn hét Theodór og hann átti bróðir sem ég hélt svooo mikið uppá. Ef hann fengi nafn bróðurins þá væri það skemmtilegasta tilviljun sem ég veit um. Auðvitað segi ég ekki það nafn, en bíð bara þolinmóð, eða þannig. Til hamingju með nöfnin á litlu frænkunni, þau eru mjög falleg. Og hamingjuóskir til Oddnýjar með afmælið og músina.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2009 kl. 19:39
Hæhæ mikið er nú gott að allt er þetta nú að koma.Innilegar hamingjuóskir og einnig til músarinnar,mer finnst þú áslaug ofsalega dugleg kona.STÓRT KNÚS Á YKKUR ÖLL
Sædís Hafsteinsdóttir, 12.1.2009 kl. 22:00
Til hamingju með góðar niðurstöður. Ótrúlega gaman að heyra hvað allt gengur vel, á öllum vígstöðum! :)
Gangi ykkur vel á laugardaginn, sem og í framtíðinni :))
Inga (ókunnug) (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 23:24
Innilega til hamingju með allan pakkann bara, dásamlegar fréttir af kraftaverkaprinsessunni,.
Guð gefi ykkur góðan dag. ;)
Aprílrós, 13.1.2009 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.