13.1.2009 | 15:36
Lítil sjáanleg lömun
Þegar Þuríður mín fór til doktors Ólafs í síðustu viku, tjékkaði hann að sjálfsögðu á lömunareinkennunum hennar. Viti menn rétt einsog við vissum reyndar ehhe en þá eru bara litlar sýnilegar "leyfar" eftir af lömuninni. Pælið í því þar sem stúlkan var algjörlega lömun á hægri hendi, átti erfitt með að labba fyrir tveimur árum og var orðin mjög málhölt. Við rétt sjáum þessa lömun þegar hún er í sundi þar sem hún á dáltið erfitt með sundtökin og þegar hún er látin hoppa jafnfætis og þessu er líka mikið að þakka hennar sjúkraþjálfara og henni sjálfri þar sem hún lætur ekki einhverja svona "smámuni" stoppa sig, lömun hvað?
Fyrir tveimur árum var hún komin með hjólastól sem mér fannst frekar asnalegt en var samt ekki enda átti hún erfitt með alla göngu og þess háttar og jú við með fatlaðarmerki í bílnum. Mér hefur alltaf liðið illa að nota þessi fatlaðarstæði því fólk starir á mann þegar maður leggur þarna þó svo að maður er með merkið. Það er einsog allir skilji ekki alveg afhverju maður er með þetta merki ef allir labbi útur bílnum, þú þarft ekki endilega að vera í hjólastól þú getur átt erfitt með göngu einsog Þuríður mín. Hún á jú ennþá erfitt með að labba langar leiðir þess vegna notum við þessi stæði en mikið hlakka ég til að skila inn "merkinu" sem mun ekki líða að löngu en það gildir til 2012 en við munum ekki þurfa nota það svo lengi, verður frekar stutt í skil. Þá verður sko haldin veisla. Jíha!!
Má til með að segja eina sögu af því þegar við lögðum í þetta stæði uppá Barnaspítala, jú einsog ég sagði þá líður manni mjög illa að leggja í þessi stæði væri alveg til í að leggja 10mín göngufjarlægð frá spítalanum því þá vissi ég líka að ég væri með heilbrigt barn með mér. ALLTAF þegar ég legg í þetta stæði er horft á mann með stórum augum en oftast hættir fólk því þegar það sér "merkið" jú við komum öll kanski gangandi útur bílnum en það þarf ekki að merkja að það eru allir heilbrigðir sem eru í bílnum, munið það þegar "þið" ætlið að dæma. Það eru margir öryrkjar sem eru ekki með sýnileg merki um að þeir eigi rétt á þessu enda er ekki einsog þetta merki er til dreifingar niðrá Hlemmi. Jú einn daginn þegar ég var að ganga inn á spítalann með Þuríði mína mæti ég einni konu sem var á tjattinu í símanum sínum þegar ég heyri hana segja fyrir framan mig enda átti ég að heyra þetta "djöful þoli ég ekki þegar heilbrigðir einstaklingar nota fatlaðarstæðið" en þá varð líka mælirinn fullur hjá mér. Ég er ekki vön að æsa mig hvað þá við ókunnuga en varð að svara fyrir hönd hetju minnar og sagði við kellu að ég væri nú reyndar með fatlað barn og það væri merki í bílnum og helv... sorrý en svona fer virkilega í taugarnar á mér kellan stamaði einhverju útur sér og kíkti beint á bílinn. Veit fólk ekki hvað við eða aðrir myndu gefa fyrir það að vera heilbrigð eða eiga heilbrigð börn, jú ég veit líka að það eru heilbrigðir einstaklingar sem nota þessi stæði sem fer ofsalega í pirrurnar á mér en ég dæmi ekki áður. Ég varð líka nett pirruð þegar ég ætlaði að leggja í fatlaðarstæðið uppá spítala þegar ég sé starfsmann leggja í það, ég hefði hlaupið út og sagt eitthvað ef ég hefði ekki haft "fullan" bíl af börnum.
Var annars að láta mig dreyma áðan, jú frekar ómerkilegur draumur enda er minn stærsti draumur að rætast það er að sjá Þuríði mína á leiðinni að vinna þessa baráttu. Jú það er dáltið langt í land en samt ekki, þetta er allt að koma. Var nefnilega að skoða Next heimasíðuna útí London, úúúfffh svo flott föt á börnin þar kanski "neyðist" ég einn daginn að kíkja með pabba og jú mömmu hehe til London þar að segja ef þetta ástand fer að lagast hérna á klakanum sem það er kanski ekki. Væri ekki leiðinlegt að komast í verslunarferð en ég er samt alveg sátt.
Er á "fullu" að baka núna fyrir skírnina, mikið er gaman að baka. Finnst nú ekki leiðinlegt að eiga eina kitchenaid sem mamma og pabbi gáfu okkur á sínum tíma. Já talandi um veislur, ég kíkti í Toysrus í síðustu viku til að ath hvort það væri ekki til eitthvað flott dót handa verðandi 3 ára stráknum mínum í afmælisgjöf frá systkinum mínu? Oh mæ god, mikið var ég heppin að hafa verslað gjöfina handa honum frá okkur Skara þegar just 4 kids fór á hausinn með 50% afslætti eða íþróttaálfshjól (honum dreymir um það eheh) því ég þyrfti ö-a að borga minnst 20.000kr fyrir það í dag en keypti það á ca 5000kr fyrir nokkrum mánuðum. Það er klikkun að fara í þessa búð, ALLT dót búið að hækka um 100% það er ekkert grín að finna "almennilegt" dót á skikkanlegu verði. Þetta er klikkun en hann hefur eina draumahugmynd af gjöf og við verðum að ath hvort hún finnist ekki án þess að hún kosti tugi þúsunda eða marga marga þúsund kalla.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já verð á dóti er nú bara grín sko! ég fór fyrir ári síðan í Gallery Ozone á Akranesi og keypti cars flutningabíl á 6þúsund, fór svo núna í október og keypti alveg eins bíl á 7 þúsund á sama stað. svo í nóvember ákvað ég að skreppa í toys´r´us og þar kostaði sami bíllinn 16.990! já sæll segi ég nú bara
Guðbjörg Þórunn, 13.1.2009 kl. 16:10
Eitt sinn gekk ég framhjá bíl sem lagt hafði verið í stæði merkt fötluðum, útúr bílum steig maður, með báða fætur á jörðinni.....allt í lagi með það, ekkert merki sjáanlegt í glugga. Ég spurði hann hvirt hann ætti ekki slíkt (betra að hafa það sýnilegt) en hann svaraði mér með skæting og sagðist leggja í öll laus stæði. Þar sem ég á stundum erfit með munninn á mér þá benti ég honum kurteislega á að þetta stæði væri aðeins ætlað farartækjum líkamlega fatlaðs fólks. Aular eins og hann gætu lagt hvar sem væri. Hann starði bara á mig og átti greinilega ekki orð
Kæra Áslaug, ég samgleðst ykkur svo innilega varðandi bata Þuriðar Örnu. Dásamlegt bara. Ég treysti ykkur fullkomlega til að meta hversu lengi þið þurfið að nota stæðin og merkið. Bíð spennt eftir þeim degi þegar þið getið skilað því inn og hetjan getur ráðið við meiri vegalengdir en hún getur í dag. Það verður góður dagur
Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 16:28
Mikið er ég ánægð að lesa fréttina, enda er hún og þið buin að vera í mínum bænum og verðið það áfram. Ég hef mikla trú á bæninni.
Gangi þér vel í bakstrinum elskuleg. ;)
Aprílrós, 13.1.2009 kl. 19:22
Það fer samt líka í taugarnar á mér þegar fólk er að rífa sig yfir því að einhver leggur í fatlaðra stæði þegar það eru kannski 2-3 laus svona stæði og það er kvöld og enginn á ferli og fólkið rétt skýst inní e-a búð og ekki séns að 3 fatlaðir mæti á svæðið á 2 mín. og það er kannski blindbilur. Sumir rífast út af öllu.
En ánægjulegar fréttir af Þuríði Örnu!
daríra (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:44
Elsku fallega stelpan mín...þú ert og verður ávallt hetjan mín og þessa dagana þegar mér líður ekki nógu vel,þá gleðst hjarta mitt einstaklega mikið yfir yndislegum fréttum um þig..þú hefur barist svo hetjulega og átt allt gott skilið og öll þín fjölskylda...love
Björk töffari (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 21:51
Meiri frábærar fréttir, best í heimi. Þú ert að baka með kitchenaid frá mömmu. Ég átti svona vél, var hætt að nota hana og fór með hana í fóstur til dóttir minnar og tengdasonar eitt haustið. Svo ákveð ég að þau skuli bara eiga hana og við sendum þeim gjafabréf í jólagjöf. Gjafabréfið vakti mikla lukku og líka hlátur því þar stóð stórum stöfum HRÆÐIVÉL.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2009 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.