Leita í fréttum mbl.is

Orðinn veglegur:)

P1146831
Þessi var tekinn af hnoðra mínum í morgun en þá fór hann í vigtun og drengurinn er orðin veglegur eða 5,5kg hehe!!  Börnin mín hafa aldrei verið svona "þung" áður en þessum litla dreng finnst ekki leiðinlegt að fá matinn sinn.  Hann er farinn að brosa útí eitt og hjalar orðið smá, bara gaman af honum.  Krakkarnir eru svakalega ánægðir með hann, Oddný Erla heldur á honum einsog fullorðinn skil ekki þessa stelpu.Whistling
P1146838
Bara flottastur, farinn að halda svona líka flott höfði.  Svo er drengurinn að fá nafn um helgina og það eru margir með góðar og lélegar hehe skoðanir á því hvað drengurinn á að heita eða hvað það heldur að hann eigi að heita en það veit það engin nema við Skari.Sideways  Endalaust gaman að hafa fólk svona forvitið og heyra þessar skemmtilegu ágiskanir.  Var einmitt að hringja í prestinn og tilkynna honum þetta allt saman þar að segja nafnið og skírnavottana og pantaði svo eitt stk skírnarköku en samt ekki hjá prestinum hehe.W00t  Ditta "skáfrænka" ætlar einmitt að gera köku handa Theodóri mínum sem ég veit að hann verður svaka stolltur af, úúúú þetta er svo gaman og við að springa úr spenning.

Best að fara sinna hnoðra mínum sem verður bráðum ekki lengur kallaður hnoðri eða litli bróðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heheh Andrea sagði við mig í morgun þegar við vorum að tala um littla og hvað hann ætti að heita og hún vissi það sko allveg hann ætti að heita Valþór Ingi. Veit ekki hvaðan það kom en hún var alveg viss

Verður gaman að vita nafnið eftir nokkra daga

Luv magga

Magga (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 11:29

2 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

eheh!! Inga nafnið er náttúrlega í ættinni en komið á Theodór minn.  Valþór.... hmmm reyndar búin að tilkynna prestinum nafnið og panta kökuna en það er alltaf hægt að breyta um nafn.

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 14.1.2009 kl. 11:34

3 Smámynd: Ragnheiður

hann er flottur, það verður gaman að sjá nafnið hans

Ragnheiður , 14.1.2009 kl. 12:02

4 Smámynd: Aprílrós

Hlakka til þegar okkur hérna verður tilkynnt nafnið. Samgleðst ykkur í tilhlökkununni. Duglegur er hann að þynjast.

Knús knús

Aprílrós, 14.1.2009 kl. 13:55

5 identicon

Yndislegastur litli stubburinn.  Spennt að heyra nafnið , Guð blessi ykkur öll og gangi ykkur vel um helgina.

Kristín (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 14:01

6 identicon

Gullfallegur er litli drengurinn ykkar   Kveðja Þorgerður.

Þorgerður (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:56

7 identicon

Elsku Áslaug,rosalega er hann skír, hann er algjört bjúdý,eins og hin börnin ykkar Skara,yndislegt að lesa allt um brosdúlluna ykkar ,gangi ykkur rosa vel með allt áfram.Kv.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 20:10

8 identicon

Gaman að sjá hvað hann er að líkjast stóra bróður :) Nú miða ég bara við myndir sem ég sé hér hjá þér. Algjör krúsla, gangi ykkur vel um helgina.

hm (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 20:14

9 Smámynd: Þórunn Eva

jiiiiiii já það var ekki lítið gaman að koma um jólin og fá að knúsa litla gullið ykkar.. svoooooooooo sætur... ;)

hlakka til að heyra hvað maður á að heita ;) love u long time sæta ;)

Þórunn Eva , 14.1.2009 kl. 20:38

10 identicon

Er KR ekki allavega millinafnið á hnoðranum?Viltu brauðtertu með súkkulaði á????það fékk ég hjá frænda vor einu sinni...Kveðja

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 22:11

11 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Hæhæ eg er nú bara orðin forvitin,hvað litli fallegi guttin á að heita.Efast nú ekki að það verði eitthvað fallegt.EKKERT SMÁ SÆTUR

Sædís Hafsteinsdóttir, 14.1.2009 kl. 22:17

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er hann flottur og fínn þessi strákur. Hlakka mjög til að frétta af nafninu. Það er nóg að blogga bara. Hann heitir ???

Þetta er nú bara frekja að láta svona, en mér skilst að ég hafi fengið smá af henni með móðurmjólkinni.

Njótið lífsins til þess er það

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.1.2009 kl. 01:42

13 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 alger gullmoli thessi drengur

María Guðmundsdóttir, 15.1.2009 kl. 08:06

14 Smámynd: Hulla Dan

Fallegur hann sonur ykkar. Eins og öll ykkar börn

Hulla Dan, 15.1.2009 kl. 08:35

15 identicon

Þvílít pjútý þessi litli hnoðri eins og þau öll eru börnin ykkar.  Eigið góða helgi og ég sendi kærleiksknús í bæinn. Tendra ljós og fer með bænir til handa ykkur.

kveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 09:59

16 Smámynd: Elsa Nielsen

Algjör sætamús!! Hlakka til að heyra nafnið... ég er viss um að ég hafi rétt fyrir mér ;) KNÚS

Elsa Nielsen, 15.1.2009 kl. 11:57

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flottur strákur hjá þér og gaman verður að fá að vita nafnið.

Helga Magnúsdóttir, 15.1.2009 kl. 12:58

18 identicon

Er veðbanki í gangi með nafnið????????Og ágóðinn rennur til þessara fallegu barna.Það má treysta þeim banka.....Kv..

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 13:08

19 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Ji hvað litli hnoðrinn er fallegur! einsog hin börnin ykkar líka.  Innilega til hamingju með hann og allar góðu fréttirnar undanfarið

Emma Vilhjálmsdóttir, 18.1.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband