10.2.2009 | 12:34
Munum að...
"Það sem máli skiptir er ekki að við getum lifað í voninni heldur hitt að líf án vonar er ekki þess virði að lifa því"
Síðustu daga hef ég verið að lesa gamlar færslur frá mér eða síðan Þuríður mín veikist, allt sem ég hef skrifað síðustu árin og það sem þið hafið skrifað til mín hef ég varðveitt vel enda allt mjög mikilvægt og verður gott fyrir Þuríði mína þegar hún eldist að geta lesið um veikindin sín. Ég t.d fann nokkur ljóð sem mitt fólk hefur samið til okkar eða um Þuríði í hennar baráttu, ég fékk t.d. þetta ljóð sem ég ætla að birta hérna í nóv'04 frá Óskari "bróðir" mömmu (nenni ekki að útskýra tengslin enda óþarfi) sem hann samdi.
Þrautin er þung
þá barist er við
alvarleg veikindi barna
til almáttugs drottins
ég auðmjúkur bið
að batni þér Þuríður Arna.
Svo á svipuðum tíma í nóv'04 fengum við þetta ljóð frá Ásu vinkonu mömmu.
Ó góði guð nú bið ég þig
að þú munir bænheyra mig
að Óskar og Áslaug verði sterk
og Þuríður Arna verði kraftaverk.
Það hefur svo sannarlega ræst úr þessum ljóðum og bænum frá þessu flotta fólki. Ég á nokkur svona ljóð sem hafa verið tileinkuð hetjunni minni og allar þessar færslur úúúfffhh þær eru endalaust margar, er búin að liggja yfir þessum og lesa útí gegn. Þvílíkar þjáningar sem barnið hefur barist við en er endalaust kraftaverk og endalausar framfarir sem hún hefur sýnt. Flottust!!
Yndislegust komin í öskudagsbúning sinn.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eruð kraftaverk elskurnar...maður felldi bara tár að lesa ljóðin...og allt tilbúið fyrir öskudaginn...þvílík kona ert þú......ER EKKI ERFITT AÐ VERA SVONA klár og skynsöm.....Takk fyrir allt frábæra kona....Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:02
Falleg færsla frá þér Áslaug.
Netknús í bæinn með bæn um endalaust góða daga
kveðja 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:05
Stundum er gott að skoða fortíðina til að sjá hvað nútíðn er góð og yndisleg. Hafið það alltaf sem best.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.2.2009 kl. 13:29
Takk fyrir fallega færslu. Flott mín kona í búningnum sínum, Kærleikskveðja.
Kristín (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 15:24
Alveg yndisleg í Pippi settinu ;) Kraftaverka kveðjur sendi ég ykkur, þið hafið sínt það og sannað að kraftaverk gerast enn ;) sem betur fer.
Aprílrós, 10.2.2009 kl. 16:49
Gangi ykkur sem allrabest, kæru mæðgur... Gott að fylgjast með ykkar baráttu ...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.2.2009 kl. 02:16
Bestu kveðjur með óskum um að batinn haldi áfram, alltaf. Knús til öskudagsdrottningarinnar og allra hinna barnanna.
Ylfa Mist Helgadóttir, 11.2.2009 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.