Leita í fréttum mbl.is

Er sátt - góð þjónusta

Oft gleymist að hrósa fólki fyrir góða þjónustu en ég reyni nú oftast að gera það þegar ég er ánægð með þjónustuna þó ég sé kanski ekki alltaf að tala um hana hérna á síðunni en þá læt ég það ákveðna starfsfólk vita ef ég er ánægð sem og ég gerði í gær.

Ég fékk ekkert sérstaklega skemmtilega hringingu í gær þannig séð en hún var frá Tryggingastofnun, þar var maður sem sér um málin hennar Þuríðar minnar að hringja í mig og ath hvernig statusinn væri á henni það var nefnilega komið að en einu umsóknarferli sem ég er búin að standa í.  Ég þoli ekki að þurfa sækja svona oft um þessa blessuðu "styrki" sem maður fær vegna langveiks barns en ég skil þá mjög vel enda á maður ekki að vera á þeim endalaust ef barnið er í bata og er kanski batnað af sínum sjúkdómi.

Þar sem Þuríður mín hefur verið á uppleið síðustu mánuði eiga "styrkirnir" að lækka til okkar sem ég SKIL enda bjóst ég alveg við því þó svo það sé ekki besti tíminn til að fá "launalækkun" uppá 35% á þessum verstu tímum.  Ég er reyndar mjög ánægð að þeir séu að lækka því þá veit ég líka að læknirinn skrifar uppá það hvernig hennar líðan er og þeir hjá Tryggingastofnun meta hana.  Jú ég veit það sjálf að hún er á uppleið þó svo við séum ekki komin með vinninginn en þetta er allt í áttina, ég veit það og trúi því.   Jú auðvidað er það vont þegar "laun" skerðast um þetta mikið þegar allt er að hækka á móti en ég græt það samt ekki því mér finnst miklu mikilvægara að Þuríður mín nái bata en að ég fái ekki að fara til New York, gæti ekki verið meira sama.  Heilsa barnanna minna skipta miklu meira máli en þessi skitnu 35% en samt er dáltið asnalegt þegar þessar bætur skerðast þá má ég samt ekki vinna neitt á móti ekki það að ég geti það en samt asnalegt.

Þó þetta símtal hafi ekki verið það skemmtilegasta sem ég hef fengið en samt ofsalega gott símtal hehe þá er ég mjög þakklát þessum góða manni hjá tryggingastofnun að ræða þessi mál við mig og vildi líka vita hvað mér finndist um þessa lækkun og svo framvegis en einsog ég sagði við hann þá vildi ég mest vilja bara losna við þessar bætur og Þuríður mín verði heilbrigð. 

Er sem sagt sátt við þessa lækkun, Þuríður mín er á batavegi.

Þuríður mín fór í blóðprufur í gær, hjúkkan okkar ætlaði að hringja í okkur ef það væri eitthvað mjög óeðlilegt við þær en við fengum ekkert símtal þannig ég hef engar áhyggjur.  Reyndar erum við eftir að vita hvernig lyfjagildið er en það fáum við að vita eftir helgi. Það er nefnilega þreytan hjá henni sem hefur verið að bögga okkur undanfarna daga, hún er líka búin að vera óvenju róleg hehe og þá fer maður líka að hafa áhyggjur.  En kanski er hún bara alltaf að þroskast meira og meira, hætta þessari ofvirkni og verður rólegri við það.

Reyndar höfum við áhyggjur af hennar líkamlega þroska þar að segja hún er hætt að þyngjast og lengjast sem er ekki gott en læknarnir okkar voru búnir að láta okkur vita að það gæti komið að þeim tímapunkti að þeir þyrftu að grípa inní það og við ætlum einmitt að ræða það við þá í næstu viku.  Kanski komin tími til að fara leyfa henni að stækka smávegis ekki það að það sé eitthvað slæmt að vera lítill en verra að hætta stækka bara 6 ára gamall. 

Helgin framundan og auðvidað ætlum við að njóta hennar, að sjálfsögðu verður partý kvöld hjá okkur fjölskyldunni í kvöld einsog öll föstudagskvöld sem krökkunum finnst ekki leiðinlegt.  Keypt popp og nammi, horft á Sveppa og Audda og Idolið.  Bara gaman!!

Njótið helgarinnar kæru lesendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærleikskveðja á línuna...sem og viltu koma henni til einkaþjálfarans  í Keili tilvonandi líka...Æ vantar ykkur ekki hund????grey kvikindið er einn uppi og er hágrenjandi,ekki gott að hlusta á það...Góða helgi...

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 12:53

2 identicon

Hún á eftir að stækka hetjan þín, alveg viss um það, stór og endalaust falleg sé ég hana í framtíðinni Jákvætt en erfitt með þessar bætur og styrki.  Mín heitasta ósk er sú að kerfið gæti hjálpað og stutt enn betur við þá sem þurfa þess því orkan á að fara í eitthvað allt annað en peningaáhyggjur.  Góða helgi duglega fjölskylda og hjá mér er líka alltaf svona föstudags stemming, kertjaljós og smá partý krakkarnir elska það. 

Guðsbelssun til ykkar og kærleiksknús yfir netið 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:40

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert jákvæð og þroskuð kona Áslaug Ósk Hinriksdóttir og átt allt mitt hrós skilið. Góða helgi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.2.2009 kl. 14:34

4 identicon

Vildi bara senda ykkur hlýjar kærleiksríkar kveðju inn í helgina og Þuríður mín þú ert endalaust dugleg og yndisleg hetja...knús og koss á línuna

Ps..takk enn og aftur fyrir kíkkið til mín í gær elskurnar

Björk töffari (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 16:19

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

góda helgi kæra fjølskylda

María Guðmundsdóttir, 27.2.2009 kl. 16:45

6 Smámynd: Aprílrós

Góða helgi yndislega fjölskylda. ;)

Aprílrós, 27.2.2009 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband