Leita í fréttum mbl.is

Update

Já ég veit það er hrikalega ólíkt mér að vera svona ódugleg að blogga en ég er bara enganveginn að nenna þessu, það er einhver bloggleiði í gangi.  Svo er líka bara ótrúlega gaman hjá okkur Hinrik Erni á daginn að við nennum ekki að eyða einhverjum mínútum við blogg, eyði þeim mínútum frekar í facebookið.  Loksins þegar það gengur vel þá langar manni að njóta þess í botn og gera allt og ekkert þess vegna sé ég frekar mikið eftir því að hafa ákveðið að hafa farið í skólann eftir áramót en sagði mig samt úr einu fagi þannig ég er bara í þremur.  Ég er ógeðslega löt að læra en fæ samt ekkert lægra en 8, skil það ekki alveg?  Langar bara að hanga á kaffihúsum, hitta aðrar mömmur, fara í göngutúra eða bara eitthvað sem ég er ekki vön að gera vegna veikinda Þuríðar minnar.

Þuríður mín er algjörlega að slá í gegn þessa dagana, hún er ótrúlega hress og kát.  Þvílíkur kraftur í henni!!  Hún sýnir miklar framfarir og þær eru endalaust miklar síðan bara í haust, þetta ætlar hún og þetta skal hún.  Hlakka mikið til þegar hún fer í hreyfiþroskaprófið sitt í næsta mánuði en fyrir ári síðan var hún með mikla þroskahömlun en það á aldeilis ekki lengur við hana allavega ekki eins mikla eða réttara sagt MJÖG litla.

Hinrik minn er algjört draumabarn, ótrúlega rólegur þó svo hann sofi ekkert vel á nóttinni en þá kvarta ég ekki undan því.  Er líka farin að gefa honum smá auka á kvöldin áður en hann fer að sofa og svei mér þá held ég að það sé að virka(vaknar núna bara 3x), drengurinn þarf bara meiri ábót enda mikið matargat.   Frekar ólíkur systkinum sínum með mat að gera hehe.  Þessi drengur er bara draumur sem sér engan annan en mömmu sína hehe, hann er gjörsamlega ástfangin af mér þó svo ég segi sjálf frá hehe og ég líka af honum einsog öllum hinum.  En hann er orðinn smá mömmupungur sem er ekkert leiðinlegt.  Væri alveg til í eitt svona í viðbót hehe ENN það er ekki á dagskránni en maður veit ekki hvað gerist árið 2010, DJÓK!!  Gæti kanski þá troðið því barni inní geymslu hehe ekki alveg pláss í íbúðinni.

Skemmtileg helgi framundan hjá mér, Skara mínum og Hinrik Erni.  Eigið góða helgi kæru lesendur.
Skjáumst síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleði, ást og kærleikur einkennir færsluna þína duglega mamma.  Mikið er gaman að lesa  Þú skalt blogga þegar þú vilt og nennir, njóttu dagana og þess sem þig langar að gera.  Mikið eru þau heppin dúllurnar þínir 4 að hafa fæðst til þín og Skara.  Tendra ljós og bið guð að gæta ykkar.

Kærleiksknús yfir netið 4 barna mamman.

4 barna mamman (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 17:26

2 identicon

Yndisleg lesning-njótið helgarinnar.  Kveðja Þorgeður.

Þorgerður (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 18:49

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Falleg skrif. Eigðu góða helgi Áslaug mín og njóttu hennar í faðmi fjölskyldunnar.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 18:55

4 Smámynd: Aprílrós

Vá ekkert smá mikil gleði, njóttu þess að vera með dúllunum þínum og Skara. ;) og bara blogga þegar þú nennir, ekkert stress í kringum það ;)

Aprílrós, 12.3.2009 kl. 20:22

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Dásamlegt að lesa frá þér bjartsýnisfærslur hvað eftir annað. Þær hafa reyndar alltaf verið bjartsýnar og uppbyggjandi. Góða helgi og láttu þig dreyma um fleiri börn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.3.2009 kl. 20:46

6 Smámynd: Óskar Örn Guðbrandsson

"FLEIRI BÖRN".  Nei Hólmfríður mín nú erum við komin á samning hjá Durex :)

Óskar Örn Guðbrandsson, 12.3.2009 kl. 22:25

7 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Eruð best kæra fjölskylda...Stórt knús....

Halldór Jóhannsson, 12.3.2009 kl. 22:49

8 identicon

Gott að heyra hvað vel gengur.... gleður mig... kærar kveðjur, Ásdís.

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:54

9 identicon

Það er allt í lagi að láta sig dreyma Óskar,því það eru einmitt draumarnir sem halda manni stundum á floti..sendi hlýjar kveðjur inn í helgina hjá ykkur elskurnar og Þuríður haltu áfram að vera fallegust af öllum...knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 08:31

10 identicon

Það er svo endalaust gott að heyra þessar fréttir og finna þessa gleði hjá ykkur.

Sendi kærar kveðjur frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:03

11 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Iss, þið kaupið ykkur bara stórt hús úti á landi, nóg pláss hér fyrir vestan, og eignist FULLT af börnum í viðbót! :)

Góða helgi, dásamlegt að lesa þessar fallegu fréttir af ykkur!

Guð blessi ykkur.

Ylfa Mist Helgadóttir, 13.3.2009 kl. 15:17

12 identicon

Knús á ykkur öll.. og góða helgi

Óla Maja (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 21:04

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.3.2009 kl. 00:53

14 identicon

Hlýjar kveðjur til ykkar allra, njótið góðu stundanna.  Þetta eru algjör krútt börnin ykkar   Kærar kveðjur,  Stella Aðalsteinsd.

Stella A. (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband