Leita í fréttum mbl.is

Lífið

Það er alveg ótrúlegt hvað við fjölskyldan höfum lifað í miklum rússíbana síðustu árin, þetta hafa verið gífurlega erfið ár.  Að horfa á Þuríði mína þjáðst og ekkert geta gert fyrir hana nema vera til staðar er ofsalega erfitt.  Mér hefur aldrei liðið jafn illa og daginn sem okkur var tilkynnt að æxlið hennar væri greint sem illkynja og hún ætti nokkra mánuði ólifaða, ég get ekki einu sinni lýst þeim tilfinningum.  Bara hræðilegt!!  Strax frá þeim degi ákváðum við samt að halda áfram að plana okkar framtíð og að sjálfsögðu vorum við öll í því plani, það kom ekkert annað til greina og kemur ekkert annað til greina.  Við höfum alltaf vitað að Þuríður okkar er baráttu kona og gefst ekki svo auðveldlega upp, alveg sama hvursu erfið brekkan er þá kemst hún alltaf upp.

 

Í dag eru tvö og hálft ár síðan við fengum þessar fréttir, okkur var sagt að hún ætti nokkra mánuði ólifaða en ef það er hægt að kalla eitthvað meðaltal svona í árum þá var okkur sagt að árin væru tvö en auðvidað er Þuríður búin að afsanna bæði.  Hún gefst ekki svo auðveldlega upp og það er alveg sama hvað það er, hvort sem er það er að læra stafina, skrifa þá, hlaupa, fara uppí kojuna sína, hjóla, hoppa og svona lengi mætti ég telja.  Þetta eru hlutir sem Þuríður mín hefur ekki getað gegnum árin en auðvidað gafst hún ekki upp og getur þetta allt saman, ÆFING SKAPAR MEISTARANN!!  Krakkarnir í skólanum eru meir að segja alltaf að koma til mín og segja hvað hún sé orðin klár í snúsnú, þau eru meir að segja ótrúlega stollt af henni þegar hún getur eitthvað sem þau vita að hún hefur ekki getað áður.  Þau eru ekki minna stollt en ég.  Þuríður mín er ótrúlega heppin með skólafélaga.

 

Þuríður mín er búin sýna alveg ótrúlegar framfarir á nokkrum mánuðum eitthvað sem maður var ekki einu sinni farin að hugsa útí að hún gæti eftir kanski nokkra mánuði en afsannar allt og getur allt ef viljinn er fyrir hendi og hann er alltaf fyrir hendi.  Hún á reyndar ennþá mjög erfitt með að tjá sig en ég veit að það verður komið áður en ég veit af, henni langar svo oft að segja mér svo margt en veit bara ekki hvernig.  Viljinn er mikill!!

 

Hún hefur upplifað alltof mikið fyrir bráðum 7 ára stelpu og systkinin hennar líka sem gleymast oft, þetta hefur líka verið erfitt fyrir þau sérstaklega Oddnýju Erlu mína.  En hún er alltaf jafn stollt af henni ef hún gerir eitthvað sem hún veit að hún hefur ekki getað áður, ég man svo vel eftir þeim degi sem Þuríður mín fór uppí koju þar að segja efri kojuna sem hún hafði ALREI getað vegna lömunar en þá kom Oddný mín hlaupandi fram geðveikt stollt af stóru systir.  Bara í haust réði hún engan veginn við fínhreyfingar sínar og gat ekki skrifað neitt bara krafsaði en í dag skrifar hún stafi og teiknar endalaust flottar myndir.

 

Þar sem þetta er orðið frekar langt kemur framhald í næsta bloggi J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Stundum er erfitt fyrir menn komna á seinni hluta  ,,MIÐS ALDURS" að tjá tilfinningar til ókunnra, án þess, að verða vandræðalegur.

Hinnsvegar er svo með ykkur mæðgur (og auðvitað hina fjölskyldumeðlimina, því stundum er rússíbanareiðin á baki þeirra án þess að vilji sé fyrir því) að auðveldara er, að setja niður á blogg, hugsanir og langanir ykkur til handa um góðan bata og framför.

Ég hef set inn hjá sumum, sem hafa þjáðst en efast um Hann, litla sögu/vers um gönguna með ,,honum".

Ekki svo að skilja, að ég sé einhver biblíupoppari eða sértrúarsafnaðargaur, langt því frá en er bara viss, vegna eigin upplifunar, að Hann hjálpar stundm á þann veg, sem vipð ekki skiljum og þegar við erum hvað óþolinmóðust út í Hann, er sú orka sem þó heldur menni á fótunum frá Honum komin.

 Mundu að Jesús sagði við lærisveina sína, (sem erum við) ég geri alla hluti nýja og allt sem áður var er ekki lengur heldur eru allir hlutir nýjir.

Því gaf hann okkur Kærleiksboðorðið í stað allra hinna.

hérna er smá gjöf til ykkar.

:

Nótt eina dreymdi mann draum.
Honum fannst sem hann væri á gangi
eftir ströndu með Drottni. Í skýjum
himins flöktu myndir úr lífi mannsins.
Við hverja mynd greindi hann tvenns-
konar fótspor í sandinum, önnur hans
eigin, og hin Drottins.

Þegar síðasta myndin birtist fyrir augum hans,
Leit hann um öxl á sporin í sandinum. Hann
tók eftir því að víða á leiðinni voru aðeins ein spor.
Hann sá einnig að það var á þeim augnablikum
Lífsins, sem hvað erfiðust höfðu reynst.
Þetta olli honum miklu hugarangri og hann tók
það ráð að spyrja Drottinn hverju þetta sætti.

“Drottinn, þú sagðir að þegar ég hefði ákveðið að
 fylgja þér, myndir þú ganga alla leiðina í fylgd með mér.
 En ég hef tekið eftir að meðan á erfiðustu stundum
 lífs míns hefur staðið, eru bara ein fótspor í sandinum.
 Ég get ekki skilið hvernig þú gast fengið af þér að skilja
mig eftir einan þegar ég þarfnaðist þín mest ”.

Drottinn svaraði: “Þú dýrmæta barn mitt.
Ég elska þig og myndi aldrei skilja þig eftir eitt.
Á meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu
þar sem þú sérð aðeins ein fótspor
Var það ég sem bar þig “.

 Gleður mig ósegjanlega hvað ,,okkar hetja" hefur braggast. Bjarni Kjartansson 

Bjarni Kjartansson, 17.3.2009 kl. 15:17

2 identicon

Lífið er endalaust ferðalag og ykkar ferðalag er búið að vera ansi strembið.  En hún Þuríður er svo mikið kraftaverk og hún hefur kennt okkur hinum svo margt og á eftir að kenna okkur svo miklu meira.  Það er enginn vafi að hún hefur vilja á við marga.  Hinir stubbarnir þau þroskast hraðar, hafa fallega hugsun og sýn og það er gott. Þið Skari, einstakir foreldrar þar sem ástin og kærleikurinn fer með ykkur yfir fjöll og dali. 

Guð mun gæta ykkar, við tendrum ljósin, færum þakkir og biðjum

Knús á ykkur 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 15:22

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er þetta yndislegt og fagurt. Þegar ég verð eitthvað löt og sérgóð, þá er bara að kíkja inn hjá ykkur og lesa smá. Það virkar eins og vitamín. Þú ættir að skrifa bók um þess reynslu ykkar. Hún mundi verða mörgum hvatning og hughreysting. Sendi ykkur fullt af ljósi og kærleika frábæra fjölskylda       

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.3.2009 kl. 17:44

4 Smámynd: Aprílrós

Ég held mikið upp á Fótsporin í sandinum, les það oft.

Kærleiks knús til ykkar ;)

Aprílrós, 17.3.2009 kl. 19:41

5 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 17.3.2009 kl. 20:55

6 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Halldór Jóhannsson, 17.3.2009 kl. 22:53

7 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 17.3.2009 kl. 23:37

8 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er gaman að fylgjast með hversu litla stúlkan stendur sig vel og ég vona svo innilega að ekkert sé að marka þessar hrakspár læknanna.

Hilmar Gunnlaugsson, 17.3.2009 kl. 23:46

9 identicon

hm (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 00:36

10 identicon

Knús á fallegustu hetjuna mína...og njótið lífsins eins og þið getið fallega fjölskylda...gaman væri að fara að hitta ykkur

ps.já Þuríður er endalaust kraftaverk og ég vona svo sannarlega að þú haldir því áfram fallegust

Björk töffari (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband