19.3.2009 | 09:22
Lífið - nr.3
Einsog ég hef sagt áður þá gat Þuríður mín ekki gert staf í haust bara réð engan veginn við fínhreyfingarnar en í dag getur hún gert þá og viti menn það gerist enn eitt kraftaverkið í gær. Ég er oft að reyna láta hana skrifa einhver orð eða herma eftir mér en hún hefur alltaf neitað að gera það, bara segist ekki geta það. En hún hefur verið að gera það mikið í tölvunni okkar sem er bara frábært en svo alltíeinu í gær spurði hún mig hvernig ætti að skrifa "Oddný" því henni langaði svo að skrifa það og auðvidað gerði ég það fyrir hana og hún hermdi svona líka fallega eftir. Hún hefur ö-a bara ekkert viljað gera þetta nema þetta væri fullkomið hjá henni, vildi bara fyrst æfa sig í tölvunni og svo spurði hún um hitt og þetta og skrifaði allt og var svona líka stollt af sér og ég ennþá stolltari. Oh mæ þetta er alveg yndislegt líf!!
Þuríður mín hefur aldrei verið mikið fyrir að leika sér í dóti, veit ekki afhverju kanski ekki bara kunnað það og svo hefur alltaf verið svo ofvirk vegna lyfjanna sinna. Í dag er engin ofvirkni í henni smá hvatvísi en hver ekki hvatvís? Ég er hvatvís. Það eru ekki margir dagar síðan hún byrjaði að leika sér þá meina ég dunda sér í dótinu sínu og Oddnýjar Erlu. Uppáhalds dótið hennar er dúkkan hennar Ósk sem er væntanlega vegna Hinriks, henni finnst ofsalega gaman að gefa henni brjóst, skipta á henni og svo lengi mætti telja. Þess vegna ákváðum við Óskar að gefa henni eitthvað sem tengdist dúkkum eða bleyjur, litla skál, skeið og þess háttar sem hún gæti dundað sér við og það er líka ótrúlega gaman að fylgjast með henni leika sér með þetta eitthvað sem við erum ekki vön að sjá. Ég er líka mikið að spurja hana hvernig dót henni langi í afmælisgjöf og ætli það verði ekki eitthvað dúkkutengt, æjhi þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er yndislegt að sjá hana gera þessa hluti sem öllum foreldrum finnst bara eðlilegur hlutur. Oddný Erla er líka farin að biðja hana meira að koma inn að leika (hefur reyndar alltaf gert það en það er bara miklu algengara núna) því hún finnur líka að hún er farin að gera meira af þessu.
Í haust var Þuríður mín að taka inn ca 20 töflur á dag af flogalyfjunum sínum en í dag eru þær "bara" ca 10 og fara minnkandi, vávh þvílíkur munur á stúlkunni. Það er rosalegur munur á einu barni bara síðan í haust. Yndislegt!!
Hérna er hetjan mín, sofnaði vært í sófanum.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er barasta ekki hægt annað en að kommenta á færslurnar þínar duglega mamma. Þú ættir að skrifa bók, þar er ég sammála öðrum, bókin yrði hvatning og kærleikur út í lífið og nóg efni hefur þú
Það er svo undursamlegt að lesa um framfarirnar hjá þessari fallegu stúlku og hvatvísi er bara af hinu góða, á einn þannig að það hefur orðið honum til aukins árangurs í hans lífi. Það sem er svo gott er að þið hafið haldið áfram að láta lífið halda áfram og þið hafið ekki látið allt þetta erfiða stoppa ykkur. Þið ættuð að eiga miklu fleir börn
Alltaf gott að koma hér við því hvað er betra en að lesa hér. Lífið er metið upp á nýjan leik og skilyrðislaus ást og umhyggja vermir manni um hjartarætur. Að nota þessi litlu fallegur orð "Ég elska þig" á þá sem standa okkur næst, það hafið þið kennt mér að gera hvern dag
Tendra ljós fyrir ykkur kærleikskveðja 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 09:55
Færslurnar þínar um lífið hafa verið yndisleg lesning undanfarna daga. Sérstaklega gaman að lesa um blikið í augum Þuríðar Örnu!
Haldið áfram að hugsa vel um ykkur og lifa lífinu! Stundum vildi ég að ég stæði ykkur nær svo ég gæti hjálpað ykkur og lagt eitthvað af mörkum, en góðar hugsanir og endalaus hlýhugur verður að duga :)
Súsanna (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 10:04
Það er ekki spurning, að lesa um hetjuna Þuríði Örnu, hefur hjálpað mér mikið. Mín veikindi voru samt ekki mikil miðað við hetjuna ykkar. það er svo gaman að fylgjast með ykkur núna. Það hefur verið góð næring fyrir sálartetrið að lesa færslurnar þínar undanfarið. takk fyrir það. Flott mynd af Rjómabollunni.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:17
Úff hvað hún er falleg, kær kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:35
innlitskvitt með fingurkossi til ,,hetjunnar okkar" í bloggheimum.
Bjarni Kjartansson, 19.3.2009 kl. 11:45
Mikið er gaman að heyra jákvæðar og góðar fréttir. Kíki reglulega hér inn, en eins og margir er ég ferlega löt að kvitta. Þetta eru myndarleg og dugleg börn sem þið eigið. Gangi þér vel í skólanum. Kveðja úr Hafnarfirðinum.
Gerða (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 17:43
Mikið er frábært að lesa þessa færslu eins og alltaf hjá þér. Þú ert reyndar að segja okkur núna ýmsilegt sem ekki hafi þótt taka því að tala um fyrir nokkru síðan.
Hún er farin að leika sér í dóti eins og önnur börn, ég vissi ekki að það hefði hún ekki gert.
Ekki lengur ofvirk, ekki herur verið kvartað mikið yfir því og svo er hún farin að skrifa stafi. Það hefur þú talað um að væri ekki gert.
Það sem ég er að meina að þó eitt og annað hafi vantað uppá, þá var ekki verið að telja það upp, heldur sagt frá þeim sigrum sem unnust á hverjum tíma.
Þið hefur hjálpað litlu stúlkunni ykkar svoooooo mikið með ykkar jákvæða viðhorfi í gegnum allt ferlið.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.3.2009 kl. 18:23
Kveðja...les síðar....
Halldór Jóhannsson, 19.3.2009 kl. 22:08
Þið eruð hvunnagshetjur
Kveðja....Ingunn
Ingunn Guðnadóttir, 20.3.2009 kl. 06:46
Yndislegt hvað hetjan hefur það gott og þvílíkar framfarir hjá henni!!!
Ég er ein af þeim sem kíki oft við og heillast af lífsgleðinni, sigrunum og bara almennt lífsviðhorfum ykkar hérna í á blogginu, en kvitta afar sjaldan.
Sendi ykkur þó alltaf orkustrauma í stórum skömmtum við hverja lesningu og vona að þeir hafi skilað sér.
Gangi ykkur áfram svona vel með alla þessa gullmola sem þið eigið...
Kærar kveðjur úr sólinni í Danaveldi, Begga (ókunnug)
Begga (ókunnug í DK) (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 08:51
Vá hvað það er frábært að henni (og ykkur) gengur svona vel. Alveg ótrúlegar framfarir hjá henni :)
ókunnug (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 11:31
bara frábært hvad hún er mikil kraftaverkastúlka
María Guðmundsdóttir, 20.3.2009 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.