Leita í fréttum mbl.is

Lífið - nr.2

Auðvidað hafa veikindin reynt á okkur öll, mig og Óskar líka en þetta hefur frekar þjappað okkur saman frekar en hitt og líka stórfjölskylduna, mér finnst ég t.d. miklu nánari foreldrum mínum eftir þessi veikindi.  Við eigum líka marga góða ættingja og vini sem hafa staðið þétt við bakið okkar, við værum aldrei búin að geta gengið í gegnum þetta án allra aðstoðar.  Þið eruð öll frábær.

 

Ég sé ekki eftir neinu í veikindum hetjunnar minnar, ég hef ekki verið í miklu sambandi við vini mína því það var mitt val að hugsa alfarið um hana og hin og styrkja frekar samband mitt við Óskar en vini mína þó svo þeir segja mikið í svona baráttu.  Við verðum líka að vera með gott fólk í kringum okkur en maður sér líka í svona baráttu hverjir eru vinir manns og hverjir ekki, hverjir halda áfram að halda sambandi þó svo ég sé ekki mikið að taka upp símann og hringja í hina og þessa og ath hvernig þeir hafi það þá var það líka alltaf sama fólkið sem hélt áfram sambandi sem ég er mjög þakklát fyrir.  Ég hafði bara nóg að hugsa um mjög veika barnið mitt en hvernig hinir hraustu hefðu það, sorrý!!  Við höfum heldur ekki hætt að lifa einsog ég sagði þó svo hún var orðin þetta veik, héldum áfram að gera það sem við vorum vön að gera þó svo við fengum skrýtin augu héðan og þaðan ef við vorum að gera eitthvað sérstaklega ég og Óskar fyrir okkur tvö.  En hvað verður um börnin mín ef við höldum ekki áfram að rækta okkar samband?

 

Börnin mín hafa líka alltaf verið númer 1, 2 og 3 hjá mér, ég kaupi frekar föt á þau en sjálfan mig eða eitthvað annað.  Mér hefur alltaf verið sama þó svo ég líti út einsog ég veit ekki hvað en ekki börnin mín, ég vil að þau hafi það gott og njóti þess að vera til.  Ekki misskilja mig en ég nýt þess alveg að vera til ehehe þó svo ég eyði ekki mörgum þúsund köllum á mánuði í föt og þess háttar á sjálfan mig.  Enn þá er þessi tilfinning að koma núna, núna langar mig svo að gera eitthvað fyrir sjálfan mig sem ég hef ALDREI fundið fyrir þessu í gegnum þessa „veikindasúpu“.  Núna langar mig að kaupa mér föt, hafa mig til, koma mér í form, vera innan um fólk og svo lengi mætti telja en þessa tilfinningu hef ég ekki fundið.  Ótrúlega skrýtið en það ö-a vegna þess því Þuríði minni hefur aldrei liðið svona vel í nokkur ár, hún er svo hress, ef þið horfið í augun á henni þá sjáið þennan glampa sem maður hefur ekki séð oft hjá henni, henni finnst allt svo skemmtilegt og það er endalaust gaman að vera kringum hana(einsog alltaf ehhe) því það er taumlaus gleði hjá henni.  Núna langar mig svo að gera einhverja hluti sem ég er ekki vön að gera vegna hetju minnar sem ég sé alls ekki eftir, mitt val!!  Þetta er skrýtin tilfinning en góð samt því ég veit að hetjan mín er á batavegi.  Bara flottust.

 

Svo er það eitt sem ég hef mikið verið að pæla í en þegar Þuríði minni leið sem verst og ekki talin eiga langt eftir þá „rifust“ margir fjölmiðlar um að fá hana/mig í viðtal til sín sem og ég gerði því það hjálpaði okkur og fá stuðning utan frá en um leið og hún er orðin þetta „hraust“ þá hefur engin áhuga.  Það er einmitt núna sem fólk ætti að hafa áhuga, ekki misskilja mig ég er ekki að biðja um eitthvað viðtal eða þess háttar.  Laaaaangt í frá!!  Það er bara núna sem Þuríður mín ætti að vera fréttnæmt efni því hún er eitt af þeim fáum kraftaverkum sem við vitum af(þó svo hún sé ekki búin að vinna en það er allt í áttina), það er hún sem fólkið vill lesa um sem er í sömu baráttu.  Fólkið vill vita af kraftaverkunum en ekki þeim sem tapa en það er bara svoleiðis við heyrum sjaldnast um þau því verr og miður.  En afhverju er hitt frekar?  Veit einhver?

Framhald síðar.....
Ein af rjómabollunni minni:
100_3652


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elsa Nielsen

Vá hvað rjómabollan er orðin stór ... flottur strákur ;)

Yndislegt að heyra þetta með tilfinninguna fyrir því að vilja gera hluti fyrir þig - þýðir bara að öllum líður vel og sérstaklega Þuríði Örnu ;)

Sammála þér - nú væri einmitt tilefni til að birta viðtal og frétt um hamingjusömu hetjuna- akkurat svoleiðis hvatning sem fólk með veikt barn þarf á að halda!!

KNÚÚS ... kem bara með hoppugrindina um helgina - sýnist Hinrik Örn þurfi á því að halda :) hehe

Elsa Nielsen, 18.3.2009 kl. 11:57

2 identicon

Mikið er maður orðinn myndarlegur.  Bara um að gera að vera dugleg núna og hugsa um þig sjálfa komin tími til. Það er búið að vera svo mikið álag á ykkur .yndislegt hvað allt gengur vel , bið Guð um að líta til með ykkur.

Kristín (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 12:31

3 identicon

Þú eins og vant er geislar af lífi og gleði.

Mjög jákvætt að þú skulir hafa áhuga á þér og sýnir að þú ert á batavegi fyrir sjálfa þig.   Mjöööög svo.  Ekki að þú hafir verið veik en samt upptekin af öllu öðru en þér.

Já ég er hjartanlega sammála það þarf að heyrast meira af batanum í þessari grimmu baráttu, sem krabbameinið er.

Rjómabollan þín er æðisleg bolla og greinilegt að það er gott sem hann fær hjá mömmunni sinni.

kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 12:55

4 identicon

Framhald af fallegri færslu, líka falleg og þessi lýsir þér í hnotskurn  Það er svo merkilegt að lesa skrifin þín og vissulega ættu allir að fá að vita af kraftaverkinu ykkar. Held að blaðamenn leiti alltaf eftir einhverju sorglegu og átakanlegu til að selja sig og blöðin sín en ættu frekar að segja okkur frá gleði og áfangasigrum.

Kannast við þessa tilfinningu að láta sjálfan sig sitja á hakanum en frábær þessi tilfinning sem þú hefur núna, bara jákvætt.  Láttu það eftir þér 

Jedddúda mína hvað Hinrik er fallegur og bjartur drengur, með þessi fallegu augu sem eru svo afgerandi í ykkar dúllum og þau segja meira en hægt er að hafa orð yfir. 

Bið guð að gæta ykkar 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 14:16

5 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 18.3.2009 kl. 18:17

6 identicon

heil og sæl öll sömul, skoða ykkur oft, kvitta sjaldan, hugsa oft til ykkar og bið , þið eru svo yndisleg, gott að all gengur vel, óska ykkur gæfu og gengis um ókomin ár með fallega hópinn ykkar, knúsknús.

Didda ókunn (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 18:24

7 identicon

Sæl

Verð bara að segja fyrir mig að mér finnst FRÁBÆRT hvað allt gengur vel ;)  Ég vona innilega að þú hættir ekki að blogga því það er hollt og mannbætandi að lesa bloggið þitt, og um leið minna sig á að kraftaverkin gerast !

Sigga (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 21:15

8 Smámynd: Aprílrós

Ég er þer alveg innilega sammála, uðvitað er það núna sem Þuríður og þið ættuð að fá viðtal, ekki bara þegar hún var sem veikust og enginn vissi hvernig færi. Ef ég væri þú þá myndi ég koma því á framfæri ;) því svona er fréttnæmt ;)

Þið eruð búin að vera svo dugleg ;)

Aprílrós, 18.3.2009 kl. 22:01

9 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Mér datt bara eitt í hug þegar ég las þennan pistil. Ætli ein helsta ástæðan fyrir því hve fólk er hrætt við krabbamein sé ekki einmitt að við fáum aldrei góðu fréttirnar, þær slæmu selja blöðin svo miklu betur? Og svo koma minningargreinarnar og maður fær á tilfinninguna að það sé varla nokkur sem lifir af krabbamein.

Enn ein góð ástæða til að lesa bloggið þitt

Margrét Birna Auðunsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:35

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur...:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:46

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fréttir af bata, vonum sem rætast og kærleika sem virkar, eru alltof sjaldan á boðstólum. Ég skil undrun ykkar yfir áhugaleysi fjölmiðla mjög vel. Það er alltof mikil neikvæðni í fjölmiðlum og það dregur fólk niður. Þið eruð með mikla reynslu í pokanum, með marga sigra á leiðinni, með vonir sem hafa ræst og vonir sem aldrei hurfu eða yfirgáfu ykkur.

Því segi ég það að bókarskrif eru framundan og þá kemur sér vel að hafa bloggað. Mér finnst alveg frábært að pjattrófan í þér sé að vakna til lífsins. Það eru góðar fréttir og leyfðu henni að koma fram og sýna sig. Eins er þetta með blikið í augunum hennar Þuríðar algjörlega stórkostlegt.

Rjómabollan er dásamleg og frábært að hún (ég meina hann) fékk tækifæri til að koma til ykkar.  Að þið hættuð ekki að lifa og horfa fram.

Það er greinilegt að hann fær mikið og gott að borða þessi elska.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.3.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband