Leita í fréttum mbl.is

Þuríður á sér draum..

...og reynir maður ekki að láta sem flesta drauma barnanna sinna rætast? ....en samt kanski ekki hægt með þennan ehhe.  Jú í gærkveldi erum við fjölskyldan alltaf með partýkvöld og horfum saman á idolið sem Þuríður mín er að fíla í botn.  Svo alltíeinu í gær sagði hún við mig "mamma viltu keyra mig þangað?"  Ég: "ha hvert Þuríður mín?",  Þuríður: "í idolið",  ég: "hvað ætlaru að gera þar?", Þuríður: "ég ætla að syngja furðurverk".  Hún var alveg dolfallin í gær og langaði svo að stíga uppá svið og fara syngja og dansa hehe og þessi beiðni kom svo frá hjartanu að hálfa væri miklu meir en nóg.  Well við höfum nú verið að hugsa um að fara með þau á eitt stk idol-keppni en veit ekki alveg hvort það sé einhver aldurstakmörk, veit einhver?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, hvað er gaman að lesa bloggið þitt þessa dagana  Mér finnst líka æðislegt að heyra allt þetta nýja sem Þuríður er að tileinka sér.  En af hverju talarðu ekki hreinlega við Simma og Jóa, það er aldrei að vita nema það sé hægt að koma einu litlu, sætu skemmtiatriði inn í þáttinn hjá þeim.  Þuríður er hreint út sagt algjört æði.  En hvernig er það með flogaköstin hjá henni, er langt síðan hún fór í heilarit?  Og hvernig kom það út?  Smá forvitni hjá mér af því ég man eftir því þegar strákurinn minn var að byrja með flogaveikina þá varst það þú sem ég fékk upplýsingar hjá, það var áður en allt þetta kom í ljós hjá henni Þuríði ykkar.  Vonandi heldur litla kraftaverkinu ykkar áfram að ganga svona vel í lífinu, kv. Ásdís

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 10:16

2 identicon

Ég held að það sé ekki aldurstakmark þarna.

Ég myndi sko horfa á þáttinn ef ég vissi að hún elsku Þuríður myndi syngja í honum

Það yrði alveg úbersætt

Gangi ykkur alltaf sem best.

Þórunn (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 13:35

3 Smámynd: Aprílrós

Ég segi það sama, því ekki að tala við Simma og Jóa og koma inn smá atriði frá Þuríði, það myndi sko setja spennu í þáttinn ;)

Aprílrós, 21.3.2009 kl. 15:46

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já ég segi það nú líka. Þega keppendum fer að fækka, þá eru stundum sett inn atrið í milli til að gefa þættinum meiri fyllingu. Mér finnst alveg tilvalið að heyra í drengjunum Simma í Jóa og ræða þetta ið þá. Þap væri stórkostlegt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.3.2009 kl. 00:38

5 identicon

já Þuríður ræðst sko ekki á garðinn þar sm hnn er lægstur hún er auðvitað svo mikið yndi sú litla skjáta ég myndi sko pottþétt stilla á idolið ef ég vissi af henni þar! en alveg snilld að skella sér með börnin í Smáralind að horfa og ég held það sé ekkert aldurstakmark allavega ekki ef það eru fullorðnir með:) en ég vona bara að hún Þuríður haldi áfram að vera hress og kátog þið öll þarna sæta frábæra fjölskylda!;*

Tinna Rut (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 01:36

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það er víst sextán ára aldurstakmark. En alveg brilljant hugmynd að lauma henni inn sem skemmtiatriði, ef einhver manneskja er hvatning þá er það Þuríður með alla sína sigra.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 22.3.2009 kl. 06:49

7 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Þuríður mín gæti nú aldrei staðið ein uppá sviði og sungið enn ég er búin að tjekka með aldurstakmarkið og hún má alveg fara með fylgd með fullorðnum þannig stefnan er sett á Idolið eitthvert föstudagskvöldið

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 22.3.2009 kl. 10:01

8 identicon

Flott hugmynd ... tilvalið að leyfa henni að spreyta sig... hún er nú svo mikil hetja þessi stelpa :)

Dagbjört (þú þekkir mig ekki) (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 12:53

9 identicon

Hæ Þuríður Arna,

Idol er líka uppáhaldsþátturinn minn.

Mamma ætlar að fara með mér núna á föstudaginn! Kannski sjáumst við í Vetrargarðinum :-)

þinn vinur,

Máni í 2.bekk Norðlingaskóla

Máni Kárason (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband