Leita í fréttum mbl.is

Blaðurskjóða

Núna er rjómabollan mín farinn að líkjast sjálfum sér, farinn að blaðra útí eitt, allt svo skemmtilegt sko hjá honum.  Ástfangin af mömmu sinni og finnst ég alveg óendanlega fyndin en ekki hvað, bara ef ég er með nógu mikil læti þá skellihlær hann, oh mæ god hann er svo flottur.  Honum leiðist sko ekkert hérna á spítalanum þó svo við erum í eingangrun og fáum ekki að hitta kóng né prest bara að mammslan er til staðar þá er hann kátur.

Hann átti reyndar frekar erfiða nótt, sváfum lítið sem ekkert.  Grét útí eitt, mettaði illa og púlsinn yfir 200 þannig honum leið frekar illa en það lagaðist aðeins við verkjastillandi þó svo hann svaf ekkert betur við það.  Þannig núna er mín bara gangandi í svefninn því hann er ekkert mikið fyrir að leggja sig lengi þessi ungi maður en ég er að bíða núna eftir að hann taki smá lúr svo ég geti séð hvað hann mun metta við það án súrefnis og ef það verður flott mettun þá fáum við að fara heim í sveitina í dag.  Jíiiiiiiihhaaaa!!  Æjhi aðeins skemmtilegra að kúra uppí rúmi en á sjúkrabeddanum þó svo ég myndi að sjálfsögðu sætta mig við það að þurfa vera hérna lengur ef þess þyrfti.  Maður er komin með nett ógeð af sjúkrahúsum vegna Þuríðar minnar þó svo starfsfólkið hérna er ALLT æði og Þuríði minni finnst ekki leiðinlegt að hitta allar gellurnar sínar aftur og sýna þeim endalausar sínar framfarir og svo lítur hún líka svo vel út.

Annars fékk Þuríður mín (sent til mín að sjálfsögðu) ofsalega skemmtilegt mail áðan, gvvuuuuð hvað það verður gaman að segja henni frá því maili.  Segi ykkur frá því síðar en smá hint þá er einn af hennar draumum að fara rætast, bara gott og gaman.  Ætla einmitt að svara því núna...

Ætla aðeins að blaðra við blaðurskjóðuna mína áður en hann sofnar.
Knússsssss
P3258282
Hérna er ein af Oddnýju Erlu minni sem var tekin í gær en hún var ofsalega sorgmædd og við vorum líka búin að ákveða að hún eða þau ættu ekkert að vera mikið hérna á spítalanum ef við þurfum að vera aðra nótt.  Tekur of mikið á hana sérstaklega.  Þó svo hún hafi verið 7 mánaða þegar Þuríður mín veiktist og alveg að verða þriggja þegar hún hætti að krampa þá man hún þetta alltof vel, það er alltof mikil ábyrgð oft á tíðum á henni greyjinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég giska á að auglýsingin þín eftir idol miðum hafi virkað!

Vona það :)

dadara (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 18:16

2 identicon

Yndislegt þegar draumar geta ræst..Kveðja til fjölskyldunnar frá Þorgerði.

Þorgerður (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 19:50

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 26.3.2009 kl. 20:01

4 identicon

Vonandi fer litli prinsinn að hressast og þið komist heim, gaman er þegar draumar rætast

 Bataknús

Dagrún (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 21:55

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

 Það skín alveg sorgin og ábyrgðin úr augunum hennar Oddnýjar Erlu.  Blessuð stúlkan, hún er búin að fá sinn skammt þessi elska. Gott að blaðrið hjá bollunni sé komið á fullt,  vonandi hressist hann sem fyrst svo þið getið komist heim. O hvað ég er spennt að heyra um drauminn hennar Þuríðar Örnu. Góða helgi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.3.2009 kl. 22:59

6 identicon

Hæ í húsið,  Ég er hálf feginn að hafa bara séð rétt núna að Hinrik Örn fékk RS vírus, þegar allt er um garð gengið.

Hann er ösköp vesældarlegur á svipinn litli kallinn en samt alveg svakalega sætur með bollukinnar.

Sendi ykkur öllum kærar kveðjur frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 09:39

7 Smámynd: Þórunn Eva

frábært að heyra að hann sé að koma til ;) knús í klessu á þig sæta mín.. algjör hetja og gaman að heyra að draumurinn sé á leið að rætast ;) knús knús knús í sveitina ;)

Þórunn Eva , 27.3.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband