14.4.2009 | 10:40
Kreppa hvað?
Ég þoli ekki þetta orð, ég fæ grænar þegar það er byrjað að tala um þessa blessuðu kreppu í fjölmiðlum. Það hafa nefnilega margir verið að spurja okkur hvernig þessi blessaða kreppa fari í okkur, jú hún fer ö-a svipað í okkur einsog flesta aðra. "Laun" lækka eða réttara sagt bætur mínar en það er ekki vegna kreppurnar það er vegna bata Þuríðar minnar sem er að sjálfsögðu best í heimi og reikningar hækka bara og hækka en ég kvarta samt ekki. Ég er þakklát fyrir það að við erum öll hérna, Þuríður mín er í miklum bata þó svo ég mun aldrei vita hvernig morgundagurinn hennar verður en þá lifum við líka bara fyrir daginn einsog flestir eiga gera eða gera.
Erfiðast í þessu öllu saman er óvissan með Þuríði mína, hún er flott í dag og ég hef mikla trú á því einsog allan tíman síðan hún veiktist að hún mun VINNA enda kemur ekkert annað til greina.
Við hefðum ö-a tekið þessari "kreppu" öðruvísi ef Þuríður mín hefði ekki veikst þá væri ég ö-a kvartandi og kveinandi allan daginn vegna þess hvað íbúðin mín hefur hækkað mikið, komin uppí verðið á henni og gæti aldrei skipt yfir í stærra og blablablabla. En okkur líður vel í okkar íbúð þó "lítil" sé miðavið stærðar fjölda okkar í fjölskyldunni og auðvidað dreymir mig að einn daginn komumst við í stærra en ég mun ekkert gráta það, bara að við fáum að vera ÖLL saman. Ég vorkenni ekkert börnunum mínum að vera saman í herbergi, það fer ekkert illa um þau enda eru þau líka alltaf að leika sér saman.
Þegar "kreppan" skall á og fólk vissi ekkert hvað yrði um þeirra fjármuni þá voru einu áhyggjurnar sem ég fékk var, hvað verður um fjármuni Þuríðar minnar sem er hennar eina líf og sjúkdómatrygging. Hennar trygging fyrir hennar framtíð, hún á ekki möguleika að tryggja sig þannig hún verður að hafa e-h tryggingu því það er ekki víst að við Skari getum alltaf hjálpað henni. Maður veit aldrei? Ég hafði engar áhyggjur af mér enda á ég ekki krónu inná banka hehe bara að hún héldist áfram að vera "tryggð" og sem betur var það svoleiðis. Ennþá allavega og þá er ég glöð.
Það er alveg ótrúlegt hvað maður metur lífið allt öðruvísi ef e-ð svona kemur fyrir mann, lífið er svooo dýrmætt en maður á ekki að þurfa lenda í einhverjum veikindum til að maður fari að meta það betur. Manni fannst allt svo sjálfsagt áður fyrr en ekki lengur, við skulum bara vera þakklát að hafa hvort annað það eru ekki allir svo heppnir. Hitt reddast alltaf!!
Hetjan mín er að fara í vaxtartékk á næstu dögum, það þarf væntanlega að fara hjálpa henni að stækka sem er ekkert svo slæmt einsog ég hef sagt áður en Oddný Erla systir hennar er orðin stærri enda ég hef aldrei verið há í loftinu hehe. Að sjálfsögðu þarf hún væntanlega að fara taka inn lyf við því sem er minnsta málið fyrir hana en hún er farin að gera þetta sjálf, þvílíkur snillingur. Floglyfsskammturinn mun væntanlega halda áfram að minnka á næstu dögum sem er bara best í heimi og þá heldur hún bara áfram að þroskast og þroskast því hún staðnar svo rosalega við öll þessi lyf. Jú svo eru fleiri tjékk á henni sem ég kanski segi frá síðar bara þegar ég verð búin að fá góðar fréttir af því.
Hérna er ein af rjómabollunni minni og páskaegginu sínu sem hann að sjálfsögðu borðaði ekki hehe. Enda bara glaður með sinn rjóma.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil vel að þú metir lífið þannig að þú viljir hafa börnin þín hjá þér og sem betur fer eru nú ekki mjög margir í þeirri stöðu að þurfa að hafa þær áhyggjur sem eru náttúrulega miklu meiri heldur en peningaáhyggjur, en þegar maður sér fram á gjaldþrot því ef maður myndi selja húsið sítt þá væri maður 20 miljónir eða meira í skuld þegar maður er búin að selja það þá er eðlilegt að maður sé með áhyggjur af því :) Eins og staðan er á mínu heimili þá tók ég erlent lán á húsið mitt og réði auðveldlega við það svo allt í einu hækkuðu 22 miljónir upp í 66 þá fær maður í magann og þarf kanski að tala um það :) Þótt heilsan sé nú það dýrmætasta sem við eigum. Gangi ykkur vel
Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.4.2009 kl. 11:39
Jújú að sjálfsögðu skil ég það og er ekkert að gera lítið úr því enda er mikið af mínu fólki í þessum vandræðum og ég þekki það alveg að sjálf skuldir mínar hrannast upp þó svo ég hafi verið svo "heppin" að hafa ekki tekið erlent lán á neinu. Þannig ég skil þig líka ósköp vel. ...og auðvidað á maður að tala um það sem hvílir á manni ekki að byrgja það inni það þekki ég sjálf, hvort sem það eru "litlir" hlutir eða "stórir" hlutir, ALDREI að byrgja neitt inni.
Mér finnst ég bara heppin í þessu þjóðfélagi þó svo allt sé að fara til "helvítis" að hafa alla þá sem mér þykir vænst um í kringum mig. Finnst "dauðu" hlutirnir" skipta minna máli en ég veit samt alveg hvert þú ert að fara með þessu sem ég SKIL MJÖG VEL.
Gangi þér vel.
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 14.4.2009 kl. 11:49
Takk fyrir það Áslaug og sömuleiðis
Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.4.2009 kl. 11:53
Halló fallega fjölskylda! Ég vakna á hverjum morgni og þakka fyrir daginn í dag með alla þá sem ég elska í kringum mig. En auðvita fær maður líka hnút yfir ástandinu en ég reyni að gera eins og þú ég tala helst ekki um kreppuna, les ekki blöðin og horfi ekki á fréttir, ég hreinlega get það ekki því þá kemur hnúturinn og þá líður mér ekki vel. Ég er ein af mörgum sem haldið er í heljargreipum með erlent lán og það sem mér finnst ósanngjarnast er að ég get ekkert gert til að laga ástandið. Það er enginn að gera neitt til að laga ástandið og í fyrsta sinn á minni ævi veit ég bara alls ekki hvað ég á að kjósa.
Ennnnnn börnin mín eru frísk, þau eru dugleg, þau brosa, leika sér og ná árangri í skóla og daglegum gjörðum. Fyrir þetta er ég þakklát og finnst ekkert betra en að segja það.
Góður pistill hjá þér duglega mamma og mikið eru myndirnar fallegar af kraftaverkunum þínum fjórum færslunum hér á undan ;)
Guðsblessun í bæinn 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 12:07
Virkilega þörf áminning í amstri dagsins. Þú bendir svo réttilega á hvað er dýrmætast í lífinu. Kær kveðja á ykkur, flotta fjölskylda, frá ókunnri mömmu sem kíkkar einstaka sinnum á síðuna ykkar :)
Binna (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 12:35
Góð færsla Áslaug eins og alltaf. Gott að meta lífið meira en aurana. Mikið er rjóma bollan flott/ur. Er það rétt sem mér sýnist að bollukinnarnar sé að minnka. Gott hvað Þuríði gengur vel
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.4.2009 kl. 13:57
Jú það er rétt bollukinnarnar fara minnkandi, farið að togna úr dregnum því ekki borðar hann e-ð minna hehe
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 14.4.2009 kl. 16:24
thetta er bara svo mikid rétt hjá thér , vid verdum samt ad muna i øllu amstrinu hvad thad er sem er mikilvægast. En jú,audvitad skilur madur fólk sem er jafnvel ad missa allt.
Haltu áfram ad horfa réttum augum á tilveruna,thad gerir thig svo einstaka og fyrirmynd fyrir mørg okkar
María Guðmundsdóttir, 14.4.2009 kl. 16:43
Var að horfa á myndbandið með ykkur á www.visir.is
Dásamlegt að horfa á ykkur og sjá hvað þið eruð glöð, hamingjusöm og sterk. Mér finnst svo mikil snilld að fylgjast með ykkur og finna hvað þið eruð heil í gegn. Flott að sjá þig sleikja puttana hennar Þuríðar, svo eðlilegt og sjálfsagt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.4.2009 kl. 16:44
Frábært að horfa á myndbandið og sjá og heyra hvað þið eruð frábærir foreldrar ,fyrirmyndir okkar hinna. Guð blessi ykkur öll.
Kristín (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:43
Ég verð að taka undir með þér, Áslaug, án þess að gera lítið úr öðrum sem eiga erfitt vegna breytra fjárhagástæðna í dag. Ég er bara svo endalaust þakklát fyrir betri heilsu barna minna að mér finnst annað bara hjómið eitt. Frábært hvað það gengur vel með Þuríði Örnu og bara með öll börnin ykkar, þau eru hvert öðru fallegra :-D
Helga Arnar (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 19:22
Halló, mikið var gaman að sjá videóið af ykkur á idolinu, ég fékk tár í augun og hló þegar þurfti að taka súkkulaðið af fingrum Þuríðar, yndislegt. Og mikið er ég sammála. K..... hvað, ég tek ekki þátt í þessu bulli, ég er búin að vera án vinnu í 6 mánuði, en hvað fékk ég í staðinn, jú að sækja dóttur mína í skólann klukkan tvö alla daga, fylgja henni á dans og flaututíma, baka og föndra með henni og vinkonunum, passa barnabarnið og vera heima í hádeginu þegar unglingurinn kemur heim úr skólanum, takk fyrir þetta hef ég bara aldrei haft tækifæri til að gera árður Svo vill ég meina að það sé bara móðgun að tala um kr.. núna (nota ekki þetta hallærisorð) þegar við eigum enn á lífi fólk sem upplifið þá tíma sem ekki var til matur og skömmtun var í gangi. Nei lífið er ekki saltfiskur og ekki peningar heldur, frábært að sjá ykkur, kornung og lífsglöð standa á þeim sannleika. Ótrúlega ánægð með ykkur
sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 20:50
Hæ hæ. Ég var að skoða myndbandið eins og fleiri og mér fannst einmitt svo frábært að sjá þegar þú varst að sleikja súkkulaðið af puttunum hennar Þuríðar. Það var líka gaman að fylgjast með því hversu yndislegar og góðar stelpurnar báðar voru meðan þið voruð að tala við blaðakonuna. Hversu ánægð þið eruð með lífið skín líka alveg í gegn. Haldið áfram á sömu braut, öllsömul.
Ásdís (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:25
Flott mynd af rjómabollunni með sitt egg ;)
Aprílrós, 15.4.2009 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.