16.4.2009 | 13:12
Læknaheimsókn í morgun og fleiri á næstunni
Fórum með Þuríði mína í smá læknaheimsókn í morgun, hún er í smá "rannsóknum". Teknar blóðprufur og þess háttar, það er nefnilega verið ath ýmislegt hjá henni t.d. hvort hún megi fara í þetta til að hjálpa henni að vaxa en það er ekki víst því það gæti haft áhrif á æxlið og ef það eru e-h líkur á því viljum við ekki að hún fari í þetta. Við tökum enga sénsa með hana, þá verður hún "bara" lítil.
Svo er annað sem er verið að skoða en þið munið kanski í byrjun árs þá fundum við einhverskonar "hnúð" fyrir aftan eyrað hennar sem læknarnir vissu ekkert hvað væri en það komu allavega engar skuggamyndir í myndatökunum þannig að þeir héldu að það væri ekkert illkynja að myndast sem var náttúrlega frábært en við áttum að halda áfram að fylgjast með þessu sem ég hef að sjálfsögðu gert. Núna hefur þetta e-ð breyst og annað komið þar við hliðina og læknarnir vita ekki ennþá hvað þetta sé og þá telja þeir ekkert annað en í stöðunni en að taka þetta og setja í ræktun sem ég er að sjálfsögðu ánægð með því þá hættir maður kanski að vera með í maganum yfir þessu sem ENGIN veit hvað er. Þannig á næstunni munum við hitta tvo "nýja" lækna annan útaf vextinum og hinn útaf "hnúðunum". (veit ekki hvað ég á að kalla þetta) Hún á sem sagt á næstum vikum að fara í aðgerð og fjarlægja þetta og þá vitum við meira annars er það bara þessi óvissa sem er svo fræg á þessum bæ. En auðvidað hef ég trú á því að þetta sé "ekkert".
Hún er annars ótrúlega hress, yndislegt að fylgjast með henni á þessari uppleið sem hún er í þess vegna hef ég heldur enga trú á því að það sé e-ð illt að henda hana núna. ENGA TRÚ!! Sumarið er líka á leiðinni og það á eftir að vera svoooo skemmtilegt hjá okkur að hálfa væri miklu meir en nóg, ferðast um landið og bara vera ÖLL saman. Hefði samt ekkert á móti því að fara í sólarlandaferð en það er ekki í boði enda alveg sátt við að ferðast um landið. Verður okkar fyrsta sumar sem við ætlum að vera "laus" við "öll" veikindi það verður ekkert spítalabögg í sumar, við neitum því alfarið.
Stelpurnar mínar eru líka farnar að telja niður dagana í afmælin sín og eru sko alveg með það á hreinu hvað þeim langar í, víííí!! Búin að tala við bestu vinkonu (ein leikona sem hefur orðið góð vinkona Þuríðar minnar í öllum hennar veikindum og góð vinátta hefur þar myndast á milli þeirra) Þuríðar og auðvidað Oddnýjar líka sem ætlar að vera laus þegar við höldum uppá afmælin þeirra. Jíbbbíjeij!!
Getið annars kíkt á þessa slóð smá frá Idolinu:
http://www.visir.is/article/20090416/LIFID14/807400076/-1
Farin útí göngutúr í góða veðrinu.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það bara getur ekki verið að eitthvað sé bogið einmitt vegna þess hvað hún er í endalausri framför, okkar stúlka.
Ég er þannig gerð að ég ætti rosa erfitt með að bíða vildi að þetta yrði strax tekið, en eins og þú segir þið eruð svo vön í að bíða.
Þessi STÓRFJÖLSKYLDA er perlufjölskylda.
Sendi kærar kveðjur frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 15:02
Ef ske kynni að hún geti ekki farið á lyf til að stækka þá get ég alveg staðfest að þó það hafi stundum verið erfitt að vera lítil þá venst það alveg ótrúlega vel :) ... Sérstaklega þar sem hún á fjölskyldu með ykkar viðhorf :)
Annars er ég í verknámi í Norðlingaskóla þessar vikurnar og var á Kína kynningu með bekk hetjunnar þinnar í dag ... hún var verulega áhugasöm yfir þessari framandi menningu Kínverja.
Ég hlakka til að heyra góðu niðurstöðurnar úr rannsóknunum
Kv. Freyja
Freyja Haraldsdóttir, 16.4.2009 kl. 18:13
Það er sko í lagi að vera lítil, ég er 1,60 og systir mín lægri, en okkur hefur gengið vel að standa uppi í hárinu á lífinu.
Hef enga trú á að hnúðarnir séu neitt slæmt, hún er svo hress þessi elska og er í svo mikilli framför. Horfði á ykkur í gær eða fyrradag og þið eruð frábær
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.4.2009 kl. 00:02
ég sá þegar Jói og Simmi voru að tala við þær ;)
Sko orðnar frægar ;)
Ég óska ykkur góðs gengis ;)
Aprílrós, 17.4.2009 kl. 00:19
Gangi þér vel elsku fallega hetjan mín og ég er sannfærð um að það er ekkert að,krossa allt sem ég get krossað og svo verðum við að fara að hittast aftur..njótið helgarinnar elskurnar..love
Björk töffari (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:45
engin spurning, koma gódar nidurstødur úr thessu, vid trúum thvi af fullum krafti.
Hafid góda helgi
María Guðmundsdóttir, 17.4.2009 kl. 15:31
Knús knús og ljúfar kveðjur :0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.4.2009 kl. 20:47
Bergljót Hreinsdóttir, 19.4.2009 kl. 01:49
Mikið voruð þið flott á idolinu :)
Sonur minn er einmit með svona lítinn hnúð bak við annað eyrað og hefur verið með í allveg ár(hann er 4ára). Lét barnalækni einmitt kíkja á þetta og hann skoðaði og sagði svo já svona þetta er svo algengt og ekkert hættulegt. Sagði að börn fengju oft svona eftir kvefpest, stíflaður kirtill... kann ekki allveg að útskýra það :) maður ætti kannski að láta skoða þetta aftur.
ÉG trúi því að Þuríður komi glymrandi vel út úr öllum rannsóknunum :) Ég held að það sé nú líka allt annað mál að vera pínu lágvaxin stelpa en að vera lágvaxin strákur.
KVeðja frá mömmu sem er ekki sama
Guðrún (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 13:19
Gangi ykkur sem allra best dúllurnar ykkar.Margur er klár þótt hún se smá
Sædís Hafsteinsdóttir, 20.4.2009 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.