Leita í fréttum mbl.is

Skurðlæknirinn á morgun

Erum að fara hitta skurðlæknir Þuríðar minnar á morgun og þá fáum við að vita meira annars erum við bara að bíða eftir svörum og væntanlegri aðgerð.  Hefðum ekki átt að fá tíma fyrr en 15.maí en mér fannst alltof langt þanga til og honum reyndar líka þannig hann tróð okkur inn hjá sér sem ég er frekar ánægð með.  Biðin er alltaf erfiðust.  Okkur langar líka ef hún þarf að fara í aðgerð að það verði gert fyrir 1.júní því mig dreymir um að eiga okkar fyrsta sumar án læknaheimsókna og hafa það bara gaman erum nefnilega komin með endalaust langa dagsskrá fyrir sumarið og mig hlakkar endalaust til og krökkunum líka.

Erum líka að bíða eftir niðurstöðunum úr blóðinu hennar en það tekur alveg 10-14 daga og svo eru læknarnir eftir að funda eftir það og ákveða hvað verði hægt að gera fyrir hana.  Bið bið bið!!

Annars er brjálað að gera, er að rembast við að klára lærdóminn en það er þessi og næsta vika eftir af skólanum en mig langar að vera búin með allt fyrir eða um helgina fyrirutan prófið mitt því mig langar að eyða næstu viku í bakstur og undirbúning afmæla stelpnanna minna.  Er ö-a alveg jafn spennt og þær að halda uppá það hehe, eeeeelska afmæli.

P4118628
Þuríður hefur það ótrúlega gott í bústaðnum um páskana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að senda kæra kveðju til ykkar, gott að þeir flýta.

Okkar stúlka svo falleg í grjónasekknum.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Vona að sumarið verði extra langt fyrir ykkur...Knús fyrir svefninn....

Halldór Jóhannsson, 21.4.2009 kl. 22:28

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að geta klárað þetta læknadæmi sem allri fyrst.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.4.2009 kl. 22:56

4 identicon

Mínar bestu kveðjur og óskir til ykkar.  Þorgerður

Þorgerður (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband