Leita í fréttum mbl.is

Vonin er sterkasta vopnið

Í gegnum veikindin hennar Þuríðar minnar hef ég kynnst ofsalega góðu fólki og mikið af því er veikt eða eiga veik börn og oft getur það tekið á að sjá þessa einstaklinga mjög veika og sem er mjög sárt líka.  Fyrir nokkrum mánuðum (man ekki hvað er langt síðan) kynntumst við flottri hetju sem heitir Björk sem er mjög lík Þuríði minni að mörgu leiti, báðar jafn þrjóskar sem ég er ofsalega ánægð með.  MAður þarf að vera þrjóskur í svona baráttu, við Þuríður mín höfum hitt Björkina okkar sem er í meðferð núna og á dáltið erfitt þannig mig langaði að biðja ykkur að kveikja á kanski einu stk kerti á kertasíðunni hennar Þuríðar minnar fyrir hana og hugsa fallega til hennar.  Vonin okkar er sterkasta vopnið og ég veit að hún Björkin okkar á eftir að komast í gegnum þetta einsog Þuríður mín eða ég veit að Þuríður mín á eftir að ná bata rétt einsog hin hetjan mín.  Við trúum á þig Björkin mín og haltu bara fast utan um vonina "okkar".

Annars erum við mæðgur á leiðinni að hitta skurðlækninn og fáum að vita meira frá honum um framhaldið.

Munið heilsan okkar skiptir mestu málið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband