Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt sumar og góða helgi

Ég veit að þetta á eftir að vera besta sumar sem ég hef upplifað með börnunum mínum, vávh hvað það á eftir að vera gaman hjá okkur.  Þuríður mín náttúrlega í sumarfríi í ALLT sumar enda skólastelpa og það verður ofsalega "skrýtið" en hin tvö fá líka að vera mikið í fríi í sumar en ákvað samt að láta þau ekki að vera í allt sumar einsog Þuríður mín því þau þurfa á reglunni að halda sérstaklega Theodór litli-stóri gaurinn minn en samt MIKIÐ.  Skari minn verður nefnilega líka í löööööngu fríi í sumar, fæðingarorlof og svona ekki amalegt.  Vííííí!!

Við byrjuðum sumardaginn fyrsta að fara í ungbarnasund ég og Hinrik minn, hérna er ein af honum og systurdóttir minni sem er þrem vikum yngri en hann:
IMG_2263
Það var nú ekki mikið hægt að vera úti í gær vegna veðurs þess vegna fórum við mæðgurnar og versluðum dáltið fyrir afmæli stelpnanna þó svo það sé ekki fyrr en eftir viku en þá líður tíminn svo hratt og stelpurnar mínar verða heldur ekkert heima um helgina, ætla í dekur uppá Skaga og strákarnir mínir þrír verða allir í dekri hjá mér.Wink

Haldiði ekki að ODdný Erla mín sé farin að æfa sig að lesa, las smá fyrir mig í gær.  Var lengi að lesa en það tókst og rifnaði alveg að stollti og þið hefðuð átt að sjá Þuríði mína var ekkert minna stollt af systir sinni.  Bara gaman!!  Theodóri mínum langaði líka að prufa en auðvidað gat hann það ekki enda bara 3 ára en ég held að hann verði fljótur að læra lesa ef þetta heldur svona áfram enda bara 2 og hálfs þegar hann kunni alla stafina.

Mín alveg að verða búin með lærdóminn, nananabúbú!!  Þuríður mín og allir hressir og við bíðum bara eftir aðgerðadegi.

Góða helgi allir og muniðSideways að kjósa RÉTT.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið eru börnin þín dugleg og mikið getur þú verið stolt af þeim, þér og þínum manni. Ég hef fylgst með ykkar baráttu síðan ég var að vinna með henni Rebekku, mágkonu þinni. Mér fanst hræðilegt þegar hún var að tala um litlu Þuríði Örnu sem var að fá svo slæm flog. Og ég er svo glöð þegar svona vel gengur. Nú verður þetta allt upp á við, allt bara batnar og batnar. Gangi ykkur vel.

Silla (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 10:44

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það eru bara eins og  tvær sólir á þessari mynd

Margrét Birna Auðunsdóttir, 24.4.2009 kl. 15:01

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Bestu kveðjur... já kjósum rétt....

Halldór Jóhannsson, 24.4.2009 kl. 22:58

4 identicon

Ég sendi mínar bestu óskir um gleði og heillaríkt sumar...flottar myndirnar sem þú hefur sett inn gaman að sjá þessar elskur, góða helgi

Kveðja Birgitta

Bigritta (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 11:13

5 identicon

Elsku Þuríður mín..ef einhver á skilið að líða vel þá ert það þú hetjan mín.Já ég er til í hitting í næstu viku,fæ pínu pásu á öll og tíma til að melta.Njótið helgarinnar.Love you

Björk töffari (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband