Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar myndir

Við fjölskyldan áttum frábæran dag í gær, kíktum í Björnslundinn og það fannst þeim sko ekki leiðinlegt svo hérna eru nokkrar myndir frá deginum.
P4278833
Fengum þessa flottu kerru lánaða hjá nágrannanum okkar og Þuríður var geðveikt dugleg að draga Theodór í henni.
P4278927
Þuríði minni fannst æðislega gaman í skóginum einsog þið sjáið.
P4279016
Oddný Erla var einsog apaköttur þarna, var að fíla það geðveikt að príla allsstaðar þarna.
P4278957
Þetta var sko aðal stuðið hjá gaurnum mínum.  Verst að hann komst aldrei sjálfur niður, varð alltaf að fá hjálp.
P4278961
Fundum líka þetta fína og flotta hengirúm sem var hægt að hvíla lúin bein.

Læt þetta duga í bili af myndum en við tókum ö-a 100 myndir enda ógeðslega gaman þarna og mikið hægt að gera fyrir börnin.

Þá er líka komin dagssetning á hvenær við hittum "vaxtalækninn" og þá verður ákveðið hvort/hvenær Þuríður mín byrjar í þessu öllu sem tengist vextinum hennar en það verður 13.maí tveim dögum eftir aðgerðina.  Fínt að klára þetta og vonandi verða bara flottar fréttir og þá getum við haldið uppá það um sumarið og haft það rosalega gaman, við ætlum að ná okkar fyrsta sumri í sumar "án veikinda" eða spítalaferða og fá bara góðar fréttir.

Skólinn hjá mér er alveg að klárast eða 9.maí en núna er "brjálaður" undirbúningur í gangi sambandi við afmælin þeirra systra sem verður haldið á föstudaginn og þær hrikalega spenntar.  Endalaust gaman!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frábærar myndir af fallegum börnum

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.4.2009 kl. 08:49

2 identicon

Fallegar myndir af fallegum börnum. Ljós til ykkar.

með kærleikskveðju 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Yndislegt að lesa og skoða!

Ylfa Mist Helgadóttir, 28.4.2009 kl. 16:16

4 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 28.4.2009 kl. 19:44

5 identicon

Flottar myndir af yndislegum krokkum..Kvedja Thorgerdur..

Thorgerdur (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:54

6 identicon

Dagrún (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 00:07

7 identicon

Flott viðtalið á Stöð 2 áðan :)

Guð minn góður hvað rjómabollan er falleg, þvílík rúsína

Gangi ykkur vel 

Þórunn (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband