Leita í fréttum mbl.is

Kvíðin

Kvíðin eykst með hverjum deginum núna, bara fimm dagar í aðgerð en veit ekki hvað margir dagar eftir hana sem við þurfum að bíða eftir ræktuninni.  Úúúffhh það verður erfiðasta biðin.  Það þarf að skera Þuríði á tveimur stöðum, taka eitt aftan af hálsinum hennar og eitt við gagnaugað en samt gætu verið tvö þar en þá verður skurðurinn bara teygður.  Kanski sjá þeir strax hvað þetta sé, veit ekki?  Held samt ekki, vonandi samt bara og þá er þetta "ekkert".

Við erum farin að telja dagana niður í 1.júní en þá fer Skari í fæðingarorlof, gvvuuuð hvað þá eftir að vera "leiðinlegt" eða þannig, Þuríður mín komin í skólafrí 5.júní og svo verða hin tvö meira og minna í fríi í sumar.  Það verður gaman saman!!  Hinrik minn er bara flottur, hann er farinn að fá smá mat sem honum finnst geggjað gott en samt ennþá dáltið latur og nennir nú ekki mikið að hreyfa sig á gólfinu hehe.  Liggur þar einsog skata og dúllar sér í dótinu.

Þuríður mín fer eftir mánuð í hreyfiþroskapróf sem ég bíð mjög spennt eftir því henni hefur farið svo hrikalega mikið fram síðan fyrir ári síðan en þá fékk hún mat í mörgu einsog börn á aldrinum ca 2 ára en í dag er hún allavega tveimur ef ekki þremur árum "eldri" í þeim þroska.  Flottust!!

Ennþá er verið að minnka flogalyfin hennar, jiiidúddamía hún er bráðum "bara" að fá tvenns konar lyf og það er svo fyndið með hana en hún verður að taka lyfin í sérstakri röð ef ég sting einni töflu uppí hana (bara til að stríða) sem ég veit að hún tekur alltaf síðast, tekur hún hana útur sér og tekur hinar á undan ehhe.  En við erum farin að geta rétt henni þær og treyst henni alveg 100% fyrir lyfjunum sínum.  Þegar gerð númer tvö er farin út verður tekin pása í sumar í minnkuninni og vonandi geta þeir haldið áfram næsta haust og hún verður lyfjalaus, vávh það er mikill draumur í dós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskurnar...já mikið skil ég þennan kvíða,því biðin er jú alltaf það erfiðasta í þessu ferli.En ég er sannfærð um að þetta er allt saman eitthvað gott og verður lokið þegar búið er að fjarlægja..ég held allavega í þá von fyrir fallegu hetjuna mína.En við verðum að fara að finna tíma,nú er ég komin á fullt í geisla og hef því meiri tíma en áður.Knús á línuna

Björk töffari (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 14:12

2 Smámynd: Freyja Haraldsdóttir

Ég er með allar vonir mínar á lofti :) og trúi ekki öðru en að þetta sé allt í himnalagi!

Freyja Haraldsdóttir, 6.5.2009 kl. 18:55

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Bestu kveðjur til hetjanna Þuríðar og Björk....og aðrir fá svo rest....

Halldór Jóhannsson, 6.5.2009 kl. 19:44

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Allir fingur krossaðir og Drottni sendar góðar bænir!

Ylfa Mist Helgadóttir, 6.5.2009 kl. 20:21

5 identicon

Sendi ykkur ljós og bæn um góða daga, styrk til að takast á við erfiðar tilfinningar og krafta til að trúa eins og þið gerið á allt það sem er gott.  Dáðist af ykkur í TVinu um daginn, þið hafið svooooo fallega sýn á lífið.

Vildi að ég gæti tekið í burtu kvíðann þinn kæra Áslaug en þetta verður allt í fína með hetjuna þína

kærleikurkveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 08:43

6 identicon

Ég bara neita að trúa að það komi slæmt úr úr þessum sýnum.

En ég skil mjög vel að það sé kvíði fyrir þessum rannsóknum.

Verðum að treysta því að þið séuð búin með ykkar skammt og ríflega það.

Sendi kærleikskveðju í húsið frá Sólveigu.

Sólveig (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband